Heimsmynd - 01.09.1986, Side 19

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 19
EIRÍKUR JÖNSSON Þetta ókennilega hrúgald er hvalur sem verið er að gera að íhvalstöðinni í Hvalfirði. Margir hugleiða nú hvort þessi nytjaskepna muni hafa áhrif áöryggismál ^ á norðurhveli jarðar. Forystugreinar áhrifamestu dagblaða á íslandi undanfarnar vikur á síðsumri ásamt yfirlýsingum ýmissa íslenskra ráða- manna hafa leitt til alvarlegra vanga- veltna hér innan lands sem utan, hvort brestur sé kominn í samband hins litla en hernaðarlega mikilvæga eyríkis í Norður- Atlantshafi og stórveldisins Bandaríkja Norður-Ameríku. Útlendingar eiga afskaplega erfitt með að skilja og því síður skilgreina íslenska skapgerð og það fyrirbrigði sem menn á hátíðarstundum vilja nefna hina íslensku þjóðarsál. Engan skyldi þó undra þetta skilningsleysi útlendra, þar sem íslend- ingar eiga sjálfir oftast jafnerfitt með að skilgreina fyrirbrigðið og mætti því til sanns vegar færa að það er ekki heiglum hent að gefa erlendum ríkisstjórnum haldbærar ráðleggingar um hvernig skuli koma fram við landann undir við- kvæmum kringumstæðum. íslendingar virðast einfaldlega ekki falla inn í neitt alþjóðlega viðurkennt hegðunarmynstur. Stórabróðurtilhneigingar Bandaríkja- manna gagnvart íslendingum gætir víða í ^ samskiptum landanna. Fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi var mjög vinsæll meðal menningarvita landsins. En hann gerði sér far um að blanda sér í innanríkismál og vilja skipa íslenskum ráðamönnum fyrir verkum. Svo langt gekk eitt sinn að einn ráðherra í núver- andi ríkisstjórn sá sig tilneyddan að reka sendiherrann á dyr. Engum blandast hugur um að mörgum íslendingum er afar heitt í hamsi vegna hátternis bandarískra stjórnvalda gagnvart fslendingum hin síðari ár og ber þar hæst hið svokallaða Rainbow-mál, sem engin lausn virðist finnast á, og nú, síðast en ekki síst, hvalamálið, sem vakið hefur stórathygli víða um heim. Nokkrar forystugreinar Morgunblaðs- ins í lok júlí og byrjun ágúst, þegar hvala- deila Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra og Malcolm Baldridge við- skiptaráðherra Bandaríkjanna stóð sem hæst, vöktu verulega athygli fyrir harðan tón blaðsins í garð Bandaríkjamanna. Að Morgunblaðið, sem hefur jafnvel haldið uppi ákveðnum hræðsluáróðri gegn hvalveiðiáformum íslendinga, ásamt því að hafa verið afskaplega vin- samlegt Bandaríkjamönnum um áralangt skeið, skyldi gagnrýna bandarísk stjórnvöld svo harkalega, hlýtur að hafa valdið þeim, sem oftast ásaka blaðið fyrir að vera einhvers konar málpípa Banda- ríkjastjórna, ákveðnum vonbrigðum. Hins vegar er enginn vafi á að hinn harkalegi tónn Morgunblaðsins olli miklu fjaðrafoki í bandaríska sendi- ráðinu við Laufásveg, þar sem menn gerðu sér loks grein fyrir að stórnvöld heima fyrir voru að stefna málum fslands í óefni. Morgunblaðið var ómyrkt í máli þriðjudaginn 29.júlí, þegar leiðarahöf- undur blaðsins skrifaði meðal annars: „Þegar fyrstu fréttir bárust um að við- skiptaráðuneytið í Washington hefði uppi áform um að óska eftir því við Bandaríkjaforseta, að ísland yrði beitt efnahagslegum þvingunum vegna hval- veiða hér við land, þótti líklegt, að hér væri um að ræða hugmyndir skrifstofu- manna í ráðuneytinu, sem fljótlega yrðu kveðnar niður. Síðan hefur komið í ljós, að Bandaríkjastjórn virðist vera fyllsta alvara, að minnsta kosti verður ekki séð að utanríkisráðuneytið þar í landi hafi gert ráðstafanir til að stöðva þessi áform, eins og búast hefði mátt við.“ Höfundur vitnar í áratugalöng náin samskipti íslands og Bandaríkjanna í ör- yggis- og vamarmálum og á sviði viðskipta og heldur svo áfram: „Það er nánast ótrú- legt að stjórnvöldum í landi skuli koma til hugar að taka sér í munn orðin efna- hagslegar þvinganir gagnvart íslend- ingum.“ Morgunblaðið hvetur síðan til þess að látið sé á það reyna hvort Bandaríkja- mönnum sé alvara og í raun má túlka leiðara blaðsins sem aðvörun til banda- rískra yfirvalda, að ef þau eru tilbúin til að sýna íslendingum óbilgirni og yfir- HEIMSMYND 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.