Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 23

Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 23
[ landhelgisdeilunum við Breta sýndu Islendingar að þeir standa saman sem einn maður út á við ef þeir telja hagsmunum sínum og þjóðernisstolti ógnað. Myndin er frá mótmælum utan við breska sendiráðið í 50 sjómílna landhelgis- deilunni. Smáþjóðin var stórveld- inu erfið viðureignar og lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir mikinn þrýsting. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna kærir sig lítt um að skapa svipað ástand vegna hval- veiðimála. að þeir hljóti að hafa einhverra beinna einkahagsmuna að gæta í flestum þeim málum sem varða samskiptin við Banda- ríkin? Eða hafa Bandaríkjamenn kannski aðrar raunhæfar ástæður til að setja sig á háan hest gagnvart íslend- ingum? Enginn skyldi álíta að samskipti ís- lands og Bandaríkjanna séu einkamál ríkjanna tveggja. Bandamenn í Vestur- Evrópu fylgjast náið með framgangi mála í gegnum sendiráð sín hér á landi og bendir margt til að hver einasta snurða sem hleypur á þráðinn í samskiptum ríkj- anna verði að hörðum hnút í mögum manna hjá NATO í Brussel. Háttsettur starfsmaður í breska utan- ríkisráðuneytinu sagði í samtali við HEIMSMYND að hann skyldi ekkert í að íslendingar létu ítrekað bjóða sér slík- an dónaskap sem Bandaríkjamenn hafa sýnt íslendingum í tengslum við Rain- bow-málið. „Það hefði verið eðlilegt fyrir íslenska blaðamenn að krefjast svara frá George Shultz, þegar hann var í opin- berri heimsókn á íslandi á síðasta ári, um hvernig hann vogaði sér að niðurlægja Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra á þann ítrekaða hátt að lofa stöðugt lausn á þessu skipamáli, en gera svo ekkert raun- hæft í málinu. Geir Hallgrímsson er af- skaplega virtur stjórnmálamaður á al- þjóðavettvangi, en hann sýndi Shultz allt of mikla vægð,“ segir þessi starfsmaður breska utanríkisráðuneytisins. Hann bætti við: „íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að alþjóðleg samskipti, hverju nafni sem þau nefnast, eru fyrst og fremst viðskipti þar sem verslað er með hagsmuni ríkja eða ákveðinna hagsmunahópa. Allt annað er yfirvarp og menn ættu að gera sér það ljóst áður en þeir ganga að samningaborðinu. ísland hefur fyrst og fremst tvennt að selja: Fisk og hernaðarlega mikilvæga legu landsins. Eins og er er alls staðar hægt að fá fisk, en hernaðarlegt mikilvægi íslands er ein- stakt. í staðinn fyrir fisk fáið þið peninga og velmegun, sem gerir ykkur háða kaupendunum. Fyrir veru ykkar í NATO fáið þið tryggingu fyrir sjálfstæði landsins og gegn hugsanlegum yfirgangi óvin- veittra þjóða, en þið megið ekki gleyma að hernaðarlega mikilvæg staðsetning ís- lands á heimskortinu er þrátt fyrir allt mikilvægari fyrir NATO og Bandaríkin en íslendinga sjálfa. “ Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykja- vík. Hvalveiðideilan og Rainbow-málið hafa vald- ið miklum heilabrotum og óþægindum þar innan veggja. í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík eru menn afar taugaóstyrkir vegna þess- ara mála sem hafa samkvæmt áreiðan- legum heimildum skapað sendiráðs- mönnum veruleg óþægindi og vinnuálag. Núverandi sendiherra, Nicholas Ruwe, hefur að mati þeirra er til þekkja ekki gert sér far um að afla sér almennra vinsælda eins og fyrirrennari hans, Mars- hall Brement. Ruwe er talinn mun íhaldssamari en Brement, og hinn ís- lenski vinahópur er ólíkur. Starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Reykjavík eru ófúsir að ræða þessi ágreiningsmál opinberlega, „þar sem allt er á suðupunkti,“ eins og einn þeirra orðaði það í samtali. Þessir sendiráðs- menn vilja þó fyrir engan mun viður- kenna að sambúð ríkjanna tveggja fari kólnandi, en þó óttast þeir „ákveðna erf- iðleika“, ef menn geri alvöru úr því að taka öll samskipti ríkjanna til endurskoð- unar, eins og ýmsir íslenskir ráðamenn hafa látið í veðri vaka. Öll opinber samskipti varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli við íslendinga eiga lögum samkvæmt að fara fram í gegnum utanríkisráðuneytið. Samskiptin eiga sér einkum stað fyrir milligöngu varnarmála- deildar og varnarmálanefndar en banda- ríska sendiráðið hefur þó iðulega beina milligöngu um ýmis atriði sem skipta varnarliðið. Öll pólitísk samskipti við Bandaríkjamenn eru í höndum sendi- ráðsins, þar koma varnarliðsmenn hvergi nærri. Rainbow-málið er í höndum stjórnmálamanna og fátt bendir til að yfirmenn varnarliðsins láti það sig nokkru varða. Hins vegar herma áreið- anlegar heimildir að varnarliðsmenn séu sérstaklega hræddir við hugsanlega setn- ingu laga eða regugerðar sem banni kjöt- innflutning eða jafnvel bjórinnflutning til herafla Bandaríkjamanna á íslandi. HEIMSMYND 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.