Heimsmynd - 01.09.1986, Page 31
hann geti látið aðra gera fyrir sig. Hann
er hugmyndasmiðurinn - hinir fram-
kvæma. „í hverjum mánuði fletti ég í
gegnum tugi blaða og tímarita. Þannig
fékk ég hugmyndina um Soda-stream
upphaflega. Sá umfjöllun um þetta fyrir-
bæri í einhverju tímariti og sýndi ágætum
starfsmanni hér. Sá kom aftur til mín og
sagði að þetta væri vonlaus hugmynd.
Annað hefur reyndar komið á daginn.
Soda-stream var sett á markaðinn hér
1981. Við höfum nú flutt inn 25 þúsund
tæki frá Englandi en Danir höfðu áður
tryggt sér umboðið fyrir ísland og það
kostaði okkur stórfé að losa þá út úr
myndinni. Ég er viss um að það rennur
meira fé til Dana nú í gegnum svona
umboð en á einokunartímunum. Og nú
seljum við fleiri lítra á mánuði en Danir í
Danmörku. En markaðshlutdeild Sólar
hf. er nú yfir þrjátíu prósent á drykkjar-
vörumarkaðinum hér.“ Stoltur sýnir
hann mér klausu um þetta í tímaritinu
Time.
„Það sama gilti um Svala. Fólk hélt að
ég væri snarvitlaus að ætla að framleiða
blandaðan djús í fernum. Og þegar Svali
kom fyrst á markaðinn 1983 seldum við
rúmlega tuttugu þúsund fernur fyrsta
mánuðinn samanborið við 14 milljónir
síðasta ár og rúmlega tvær milljónir ferna
1 einum mánuði nú í sumar.“ Hann segir
að nú eigi Sól aðeins einn alvöru keppi-
naut á íslandi og það sé Coke.
Fyrir utan aðrar nýjungar í framleiðslu
eins og aldingrauta og fryst grænmeti
vakti það athygli nýverið er dreifingar-
kerfi fyrirtækisins var tölvuvætt. Tölvum
er komið fyrir í öllum sendibflum ásamt
Prenturum og er kostnaður við uppsetn-
'ngu þessa um þrjár milljónir króna. Seg-
lr Davíð næst á dagskrá að selja Coke og
hfjólkursamsölunni kerfið. „Þykkvabæj-
arkartöflur hafa þegar keypt kerfið af
°kkur.“ En þetta dreifingarkerfi er hið
fyrsta sinnar tegundar í Evrópu að hans
sögn. Önnur hagræðing í verksmiðjunni
er vélmenni á lager sem er á hæð við sex
hæða blokk. Það er matað á pöntunum
að kveldi, sem síðan eru tilbúnar að
morgni næsta dags.
Hann segist sjálfur hafa gert sig gild-
andi innan fyrirtækisins með tilkomu
fyrstu róttæku nýjungarinnar, sem fylgdi
mikil fjárfesting í nýjum vélum, en það
var upphaf framleiðslu jurtasmjörlíkis
árið 1964. Hann átti hugmyndina og seg-
ist hafa ýtt henni í ofboði í gegn.
Hann var þá 34 ára gamall og nýorðinn
ekkjumaður með þrjú börn, það yngsta
var tíu mánaða. Hann rifjar þetta skeið
upp í sólríkri stofu í húsi sínu í Arnarnes-
inu. Þar býr hann nú ásamt seinni konu
sinni, Stefaníu. Hún er tíu árum yngri en
hann og saman eiga þau þrjú börn, það
yngsta hálfs árs stúlka sem einnig heitir
Stefanía. Hann talar um litlu Steffí og
stóru Steffí og situr fyrir á myndum með
báðum auk fimmtán ára dótturinnar á
heimilinu, Guðrúnar, sem hamast við að
baka súkkulaðiköku fyrir sumarbústað-
arferð um helgina. Það vantar alla vega
ekki smjörlíki í deigið.
„Lífið hefur leikið við mig,“ segir
hann. Og það þarf vart gestsauga til að
sjá að svo virðist vera. Falleg eiginkona,
sex börn og híbýli sem margir myndu
öfunda hann af. Þetta Iífslán hans virðist
einnig vera að hluta til viðhorf. Það er
ekki hægt annað en að brosa í kampinn
»
Sá sagöi mér að
bera aldrei saman
fyrri konu mína og
þá síðari.
þegar hann talar um þrjá eiginmenn í
hverfinu, sem hafi hlaupið að heiman,
eða marga kunningja af eigin kynslóð
sem hafi orðið alkóhóli að bráð. Svo
ypptir hann öxlum og segist kannski hafa
verið heppinn. Hann hefur þó fengið
sinn skammt. Móður sína missti hann um
tvítugt og fyrri kona hans dó eftir að þau
höfðu verið gift í tíu ár. Hann nær í svart-
hvíta ljósmynd af Soffíu Mathiesen. Þau
giftust árið 1953 og eignuðust saman þrjú
börn. „Það uppgötvaðist að hún var með
hvítblæði þegar hún gekk með yngsta
barnið okkar, Jón. Hann var aðeins tíu
mánaða þegar hún dó og Laura, elsta
dóttirin, níu ára. Hún kvaldist mikið í
lokin en ég held að hún hafi ekki vitað
hvað var í vændum fyrr en undir hið
síðasta. Ég réði ráðskonu sem sá um
börnin og þau voru orðin vön henni þeg-
ar mamma þeirra dó.“ Hann rifjar upp
ráð góðs vinar. „Sá sagði mér að bera
aldrei saman fyrri konu mína og þá síð-
ari.“ En það liðu tvö ár frá því að Soffía
dó þar til Stefanía kom til sögunnar. Eftir
lát Soffíu segist hann hafa kastað sér út í
vinnu. Og jurtasmjörlíkið kom til sög-
unnar. „Ég kýldi það í gegn,“ segir hann
og sveiflar höndum.
Jurtasmjörlíkið var ekki eingöngu nýj-
ung á markaðinum heldur og fyrstu
kynni markaðarins af því hvernig Davíð
Scheving heldur á spilunum þegar hann
ætlar að kynna nýja vöru. „Við kynntum
vöruna með því að gefa dós af smjörlík-
inu inn á næstum hvert einasta heimili í
borginni. Þessi nýstárlega tilraun gafst
svo vel að Jurta varð þekkt vörumerki á
fáeinum dögum og salan fór fram úr
björtustu vonum.“ Og afleiðingar jurta-
smjörlíksins voru einnig þær að styrkja
stöðu hans sjálfs innan fyrirtækisins.
„Þetta var það róttæk breyting í fram-
leiðslu að mikill ágreiningur ríkti innan
stjórnar Smjörlíkis um hvort þorandi
væri að taka áhættuna, því fyrirtækið
þurfti að fjárfesta í nýjum vélabúnaði í
þessu skyni og auk þess voru ýmsir
hræddir við að ögra risa á borð við Osta-
og smjörsöluna. En ég barði þessa hug-
mynd í gegn, sló hnefanum í borðið og
HEIMSMYND 31