Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 32
Kökubakstur í Arnarnesinu. Ásamt Guðrúnu dóttur sinni og Stefaníu eiginkonu sinni, sem segir: „Hann er mikill fjölskyldumaður og það er aldrei lognmolla
í kringum hann."
setti stjórninni úrslitakosti, annað hvort
yrði jurtasmjörlíkið að veruleika eða ég
færi. Þetta voru tímamót í stöðu fyrirtæk-
isins og varð upphaf þess að fyrirtækið
fór inn á nýjar brautir í framleiðslu.“
Davíð Scheving var orðinn alvöru-
framkvæmdastjóri þar með, eins og hann
orðar það sjálfur, við hlið Hauks
Gröndal, hins framkvæmdastjóra
Smjörlíkis hf. Hann var hálffertugur,
ekkjumaður með þrjú börn. „Ég átti
ekki von á því á þessum tíma að ég tæki
gleði mína aftur og verð að viðurkenna
að á þessum árum missti ég mikla trú á
kvenfólki.“ Hann hlær og bætir við að
hann hafi sætt ágangi. „Ég komst að því
að margar konur voru alltof til í tuskið
fyrir minn smekk. Ég dró þá ályktun að
fyrst þær létu svona við mig, þá létu þær
svona við aðra.“ Svo varð hann
ástfanginn. „Ég hitti Stefaníu í partýi í
kjallaraíbúð vestur í bæ og komst að því
að hún var bróðurdóttir besta vinar föður
míns. Hún var tíu árum yngri en ég og
fegurð hennar lamaði mig. Hún beinlínis
geislaði. Ég man að þá hafði ég nýverið
setið ráðstefnu í heila viku með Grace
Kelly, sem einnig hafði þessa útgeislun
sem er svo sjaldgæf. Persónutöfrar henn-
ar voru enn meiri í návígi en á hvíta
tjaldinu. Og Steffí hefur slíka útgeislun.
En hún hefur miklu meira til brunns að
Það er öruggt að
ég vœri ekkert án
hennar Stefaníu í
dag.
V
bera en fegurð. Það er öruggt að ég væri
ekkert án hennar Stefaníu í dag. Það leið
þó hálft ár frá því að ég hitti hana fyrst og
þangað til við byrjuðum saman. Ég gat
ekki gleymt henni eftir þetta fyrsta
skipti. Hún var flugfreyja og ég reyndi að
verða á vegi hennar bæði í Reykjavík og
New York en án árangurs.“ Hann dó þó
ekki ráðalaus, hélt uppi fyrirspurnum um
leiðir hennar, komst að því að hún var
farin að vinna á skrifstofu og gerði sér far
um að vera á rölti fyrir utan skrifstofuna
rétt fyrir klukkan níu á morgnana. Loks
rakst hann á hana. „Og einhverjum
skiptum síðar stundi ég því upp að bjóða
henni út.“
Hún virðist hlédræg en segir að það sé
„gaman að vera gift Davíð. Auðvitað
finnst mér hann stundum of mikið að
heiman. Hann hefur gífurlegt vinnuþrek,
en stundum velti ég því fyrir mér hversu
lengi þetta úthald dugir. Það er hins veg-
ar aldrei lognmolla í kringum þennan
mann.“
Og stundum fær hann æðisköst, að því
er hann segir sjálfur. Tekur dæmi af því
32 HEIMSMYND