Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 42

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 42
Toppur tómsdundaranna. breyttari og í honum er einnig að finna mennta- og áhrifakonur með eigin fjár- ráð, eða óbreyttar sem standa fyrir áheit- um í afmælisgjöf handa starfsmannastjór- anum. Þó að kallarnir séu fámennari í hópi listkaupenda eru þeir stórtækari. Skæð- astir eru hinir svokölluðu safnarar, sterk- efnaðir menn í sterkbyggðum húsum út- hverfanna sem e.t.v. eru komnir langt fram í síðari hálfleik starfsferils síns með unninn leik í höndunum en hafa ekki fest áhuga við laxveiðar eða golf. Einnig er í þessum hópi að finna erfingja málverka- safna eða aðra sem á einhvern hátt hafa fengið bakteríuna og stunda skipti af miklu kappi, kaup og sölu, líkt og um notaða bfla væri að ræða, með öllum þeim spekúlasjónum sem þeim fylgja. Eru þeir þó fáir. Þá eru einnig nokkrir sannir listunnendur sem safna af heilagri sannfæringu, fylgjast vel með og styðja unga menn. Mættu þeir þó vera fleiri. Safnara má oftlega sjá skokka nokkra hringi í upphafi opnana með veski á lofti og hrósa happi eftir á yfir hvítvínsglasinu eða bölva vindli sínum í sand og ösku. Ótaldir með kaupendum eru allskonar fólk eins og sagt er, blaðamenn, fóstrur, námsfólk, og jafnvel kennarar og annað láglaunafólk, sem dæmi eru um að hafi fórnað heilu sumarfríunum fyrir sín bestu málverk. Algengt er að fólk frelsist á einhvern hátt, þegar það t.d. fær lista- verk gefið, og heyrst hefur mér einnig að túristar séu farnir að kaupa okkar list og telji hana ekki síðri en sína eigin og má satt vera. Þá er mynd oft hugsuð sem betri súvenír en krókur eða kerald. Almennast er að fólk fari að eignast sínar fyrstu myndir um og uppúr þrítugu, þegar fjárfest hefur verið í öllum helstu nauðsynjum að loknu nokkurra ára starfi að loknu nokkurra ára námi. Alltaf kem- ur ný kynslóð inn á markaðinn og fer að kaupa og kaupir þá gjarnan listamenn af sinni kynslóð eða þeirri á undan, það veltur á því hvað listamennirnir eru langt á undan sinni samtíð og sínum jafnöldr- um. Og fólk kaupir þar til veggpláss þrýt- ur og er þá fullkeypt þegar grafíkmynd- irnar eru komnar fram á gang. Er þá kominn sá svipur á heimilið sem haldast mun fram að dánarbúi, afahús framtíðar- innar verða full af villtum expressjón- isma og annarri nýlist. En snúum okkur nú að framleiðendum vörunnar, listamönnunum sjálfum. Hverjir selja og hverjir ekki? Eins og sjálfsagt flestum er kunnugt selja þeir best sem dauðir eru en því skammrifi fylgir sá böggull að öll þeirra verk eru þegar seld og þeir skiljanlega ekki í standi til þess að bæta fleirum við. Öll verk gömlu meistaranna eru í einkaeign eða safna og því aðeins hægt að ná sér í eitt þeirra ef eigandinn vill af einhverjum ástæðum selja, oft vegna þess að einnig hann er látinn. Verð þessara verka tekur því mið af þessu og getur numið tíföldu venjulegu markaðsverði. Ókrýndur afla- kóngur gömlu meistaranna er Kjarval og kemur sjálfsagt engum á óvart, samanber vísuna gömlu, Víst ertu Kjarval kóngur klár. Fer þar allt saman, frægð hans, list hans, framleiðslumagn og gæði, auk hins trausta persónufylgis. En þar er einmitt komin ein af skemmtilegum ástæðum ís- lendinga auk annarra fyrir mynd- kaupum. Fólki þykir fengur í málverki ef höfundurinn er frægur og þá jafnvel fræg- ari fyrir annað en list sína. Landskunnir drabbarar og slugsmenni, sem dundað hafa sér á þunnum sunnudögum með olíu og striga, seljast oft betur hér á landi en munklegir og alvarlegir abstraktmálarar sem ekkert annað hafa afrekað en að mála myndir sínar. Jafnvel ekki barn útí bæ. Því listeigendum er viss fróun í því að sitja í djúpum stólum sínum undir ó- grunnuðum málverkum og segja mergjaðar sögur af stórskrýtnum höfund- um þeirra. En í Kjarval fer þetta sem áður segir allt saman og fólk þarf ekkert að óttast með verk hans á veggjum sínum. Þó hinir gömlu meistararnir nálgist Kjarval seint í frægð geta þeir einnig farið fyrir mikið, og frést hefur að ein af hestamyndum Jóns Stefánssonar hafi fyrir nokkrum árum skipt um eiganda fyrir eina og hálfa milljón og er það sjálfsagt metið hér á landi. Starfandi listamenn eru hinsvegar öllu neðar í skalanum og fara sjaldan yfir hundrað þúsund nema stærð komi til. Það má með sanni segja að enginn met- sölumálari sé nú til hér á landi. Að vísu kemur það fyrir að heilar sýningar seljist upp ef vel stendur á, en slíkt virðist sífellt verða sjaldgæfara. Framboðið af málur- um, sýningum og málverkum hefur aukist svo gífurlega undanfarin ár að eft- irspurnin, þó mikil sé, hefur ekki haft undan. Þá tekst einnig fjölmiðlunum illa til við úrvinsun og almenn óvissa virðist ríkja með hvað sönn list sé. íslendingar 42 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.