Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 44

Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 44
Stofumálverk. Kári Eiríksson 1971 (Klausturhólar). sýnast ekki taka mikið mark á gagnrýnendum en fara meira eftir eigin höfði og umtali meðal nágranna sinna. Jafnvel erlendur frami listamanns virðist ekki hafa hvetjandi áhrif á fólk til kaupa ef því líst ekki á verk hans. Þetta verður til þess að sýningar áhugamanna á óvið- urkenndum stöðum seljist betur og jafn- vel upp. Fyrir tveimur árum heyrði ég því fleygt að fimmtán fslendingum væri kleift að framfleyta sér og sínum á því eingöngu að mála málverk og tel ég þá tölu nokkuð trúlega þó ótrúleg sé. Því málararnir skipta hundruðum hér í borg og eru því flestir þeirra á framfæri annarra en lista- gyðjunnar. Kennsla, auglýsingateiknun og bögglapósturinn hafa löngum verið listamanni skjól í skuldaregni frum- skógarþjóðfélagsins. En þessir fimmtán eru örugglega allir komnir vel til ára og hefur á einhvern hátt tekist að hreiðra um sig í kreðsum peningafólks, því oft þarf ekki nema að komast inná áhrifa- mikið síðdegissamkvæmaheimili í bæn- um til þess að koma sér upp talsverðri eftirspurn. Þessir kallar hafa e.t.v. byrj- að sem ungir og efnilegir málarar, menntaðir á akademíum nágrannaland- anna, komið heim með stórsýningu í Bogasalinn sáluga með hæfilegar nýjung- ar á ferð og síðan tekið að vinna úr sínu eigin myndmáli eins og þar stendur, en Hýbýlakagrafík. J6n Revkdal 1985 IGallerl Bor0'- flestir þekkja. Þetta eru hinir sönnu sölu- málarar og mynda saman, ásamt amatör- um landsbyggðarinnar, sterkustu hefðina í íslenskri myndlist, stofumálverkið. í þessum hópi er einnig að finna port- rettmálara sem er ákveðin aukabúgrein í þessum landbúnaði. Komið er til þeirra með ljósmyndir af börnum, hvolpum eða bátum og þeim tekst yfirleitt að koma svipnum yfir á strigann. Verk þeirra þjóna því tilgangi sínum og fólk er ánægt, þó verkin hafi ekkert almennt listgildi. Fyrir unga menn er hún hinsvegar löng, leiðin til fjárins. Er ástandið núna þó skárra en oft áður þar sem list unga fólksins í dag er mun aðgengilegri kaupendum en hún var fyrir tíu árum eða svo. Það þykir t.d. alls ekki óafsakanlegt lengur að mála landslagsmyndir og það er og verður líklega alltaf sölubesta mótíf sem myndlistarmaður getur valið sér. Þá er nauðsynlegt ungum mönnum að eiga ofurhægt, þannig að smekkurinn, sem alltaf lullar áfram hægaganginn, hefur náð þeim og fólk því farið að kaupa. í kjölfarið fylgdu síðan risasýningar á Kjarvalsstöðum á þriggja ára fresti með mörgum rauðum deplum, en Kjarvals- staðir virðast enn vera vinsælasti sýning- arstaðurinn meðal almennings og því sá sölubesti. En eftir illa meðferð hjá gagnrýnendum hafa þessir menn farið að fækka sýningum og salan því færst inn á heimili þeirra og vinnustofur, sem í milli- tíðinni höfðu færst útí úthverfin, til kaupendanna. Þó skjóta þeir stöku sinn- um upp kollinum en þá í hæfilegri fjar- lægt frá gagnrýnendum og sönnum list- unnendum, sýnt er á öruggum stöðum eins og í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, jafnvel flúið austur fyrir fjall í dræf-inn gallerí í Hveragerði og Þrastalundi. En þessir þjóðmálarar eru alltaf traustir í rammgerðum römmum með mótíf sem 44 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.