Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 48
„En þaö veröur aö viöur-
kennast aö þaö sem var svo
einfalt hjá stórfjölskyldunni
reynist mjög svo flókiö þegar
fara á aö skipuleggja þaö
sem þjónustu.u
OG öldruðum fer fjölgandi. Algengt er að skilgreina
aldraða sem þá sem eru orðnir 65 ára og eldri. Nú eru tíu
prósent íslendinga yfir þessum aldri. Áætlað er að árið
2020, eftir 34 ár, verði sautján prósent þjóðarinnar í þess-
um aldurshópi. Hinum eldri hefur fjölgað miklu meira en
öðrum aldurshópum á þessari öld. Aldurshópurinn 75—84
ára hefur sjöfaldast að stærð síðan um aldamót og hópur-
inn 85 ára og eldri sextánfaldast. Hlutur kvenna er stór í
hópi hinna öldruðu, þær eru langlífari. Sem dæmi má
nefna að á íslandi eru einungis 57 menn á móti hverjum
100 konum yfir 85 ára.
ALMENN stefna í heilbrigðismálum í dag er að halda
fólki heima sem lengst. „Á sjötta áratugnum og fyrr átti að
leysa allt með stofnunum,“ segir Þór Halldórsson yfirlækn-
ir á öldrunardeild Landspítalans. „En það hefur sýnt sig að
það er ekki það sem fólk vill. í öðru lagi virðist vera erfitt
að stilla fjölda stofnana í hóf. Þörf fyrir rými virðist aukast
með auknum fjölda stofnana." Þór segir að allar viststofn-
anir fyrir aldraða séu sjálfráðar hverja þær taki inn en eng-
inn hafi hugmynd um hverjir séu í mestri þörfinni á hverj-
um tíma. Þar af leiðandi sé alls ekki víst að þeir sem séu
í mestum nauðum komist að. Yfirsýn vanti. „í öllum ná-
grannalöndum okkar tíðkast það að vistun á stofnunum sé
stjórnað af yfirvöldum," segir Þór. Því sé það svo að vanda-
mál sé að fá vistunarrými hérlendis þrátt fyrir að þau séu
hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndum.
HVER er framtíðarsýnin?
í viðbót við þá stefnu að halda fólki heima eins lengi og
hægt er segir Þór Halldórsson að almenn stefna sé nú sú
að smækka stofnanir þannig að þær taki tugi í stað hundr-
uða og að dreifa þeim þannig að hægt sé að leyfa fólki að
dveljast sem næst upphaflegu heimili sínu. „Hér á íslandi
getum við sagt að öll þessi þjónusta sé komin í gang. Stórar
og litlar stofnanir fyrir gamalt fólk og mjög vaxandi heima-
þjónusta," segir hann. „En það verður að viðurkennast að
það sem var svo einfalt hjá stórfjölskyldunni reynist mjög
svo flókið þegar fara á að skipuleggja það sem þjónustu.1'
ER ellin hamingjusamt æviskeið?
„Það byggist fyrst og fremst á heilsunni og hvort maður
fær að vinna. Ef þetta hvort tveggja er fyrir hendi er ellin
ekkert vandamál,“ segir Erlendur Jónsson 74 ára leigubíl-
stjóri í samtali við HEIMSMYND. „Það ætti að geta verið
það,“ segir Þorsteinn Björnsson fyrrverandi Fríkirkjuprest-
ur. Kona hans hefur átt við veikindi að stríða. „Það þyrfti
enginn að láta sér leiðast," segir Sigríður Elín Ólafsdóttir
likamsræktar- og útivistarkona á áttræðisaldri.” Fólk sem
hreyfir sig ekki á að drífa sig út. Anda að sér fersku lofti
og sulla í laugunum. Það myndi bjarga því sálarlega og
heilsufarslega."
VIÐHORFIN eru misjöfn. Ellin er í sumum tilvikum
erfið en í öðrum tilvikum hamingjusamt æviskeið. Guð-
rúnu Andrésdóttur sem er níræð og á elliheimili finnst elli-
árin ánægjuleg: „Ég var fegin að fá frí. Ég fékk það ekki
fyrr en fyrst eftir áttrætt," segir hún.
HEIMSMYND fór í heimsókn til nokkurra aldraðra og
forvitnaðist um lífsmunstur þeirra og viðhorf til ellinnar.
48 HEIMSMYND