Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 53
„Fólk lifir betra lífi“
„Við þekktumst austur á Fljótsdalshér-
aði. Við erum bæði þaðan. Hann kenndi
mér þegar ég var lítil. Bar ábyrgð á mér
undir fermingu," segir Una Sveinsdóttir
glettnislega um Eirík Stefánsson mann
sinn. í>au eru orðin ein eftir í rúmgóðri
íbúð við Kambsveg þar sem þau hafa alið
upp fjögur börn. Eiríkur er orðinn 85 ára
og er blindur. Una er 72 ára. Bæði eru
þau fyrrverandi kennarar.
Þau kynntust aftur hér fyrir sunnan
árið 1942. Petta var fyrsta hjónaband
Unu en Eiríkur hafði verið giftur áður.
Eiríkur kenndi við Laugarnesskóla. Una
setti upp smábarnaskóla sem var kallað-
ur Unuskóli. „Ég var lengi með hann
hérna heima eða leigði í nágrenninu,"
segir hún. Eiríkur kenndi í Laugar-
nesskóla öll venjuleg fög og „það fór
þannig að ég kenndi sund með. Síðustu
árin kenndi ég sund eingöngu."
Una rak Unuskóla í fjórtán ár en hætti
þegar komu sex ára deildir við skóla
almennt. Hún lauk kennaraferli sínum í
Laugarnesskóla eins og Eiríkur.
-Eruð þið ánægð með lífsstarfið?
„Ég held að það sé ekki svo vitlaust,“
segir Una. „En ég veit ekki hvort maður
hefur valið það. Maður hefur einhvern
veginn asnast út í það. Það var nú ekki
hægt að velja mikið hér á árunum. Mað-
ur varð að taka það sem var hyggilegt og
kleift. En ég hef ekki séð eftir því. Ég
hlakkaði alltaf til að hætta á vorin og
byrja á haustin."
Bæði Eiríkur og Una unnu eitthvað á
sumrin með kennslunni. „Við fórum í
kaupavinnu um það leyti sem við vorum
að byggja. Fiskvinnu og skúringar," segir
Una. Þau telja bæði að á þeim árum hafi
kennarakaupið verið ennþá lægra en það
er núna. Nú er Una með 40% eftirlaun.
k Eiríkur er með 80% og svo bætist við
ellilífeyrir. Þau telja sig geta lifað á þeim
iaunum. „Við þurfum ekki að borga
I húsaleigu. En það fer að grána ef það
i þarf að gera við húsið. Rifur og glugga,“
segir Una.
! -Hvernig verjið þið deginum?
„Ég er nú sú manngerð að mér finnst
ég alltaf svo önnum kafin að ég hef varla
tíma til að anda,“ segir Una. „Hvort sem
það er heilbrigt eða óheilbrigt.“„Ég
missti sjónina um áttrætt,“ segir Eiríkur.
„Þá fór nú að minnka um athafnafrelsið.
Ég gekk í blindrafélagið og fór þar á
námskeið að læra að hnýta. En ég geri
ekkert til þarfa.“ Una stendur upp og
sýnir fallegt handklæðahengi sem Eiríkur
hefur hnýtt. „Ég geng mikið hér á svöl-
unum til að halda mér uppi,“ segir Eirík-
ur. Una segir frá því að hann gefi á
garðann á svölunum. Komi inn og segi:
„Þá er ég búinn að hára ánum.“ Eiríkur
fer þrisvar til fjórum sinnum á dag út á
svalirnar og gengur kílómetra í hvert
sinn. Hann segist koma við á vissum
stöðum í landareigninni. „Þegar maður
er blindur sér maður ásana og hólana frá
öllum hliðum í einu. Annars er ég ekkert
að segja frá því hvar ég kem við. Stund-
um fer maður á næsta bæ, „bætir hann
við leyndardómsfullur á svip.
í tómstundum sínum fara Una og
„Þegar madur er blindur
sér maöur ásana og
hólana frá öllum hliöum í
einu.“
Eiríkur einstaka sinnum í leikhús og þau
eru nýkomin frá Löngumýri þar sem þau
voru í tólf daga. Þá voru þau að
Vestmannsvatni í viku í sumar. Þar er
orlofsstaður. Þau spila einnig vist við
kunningja og barnabörn. Þau segjast
halda góðu sambandi við börnin, barna-
börnin og ekki síst tengdabörnin. „Út-
varpið er drýgst fyrir Eirík,“ segir Una.
„Ég hlusta á hljóðbækur frá hljóðbóka-
safninu,“ segir hann. „Svo er ýmist gott
orð talað í útvarpinu. Annars er hvergi
friður fyrir músík og tónlist.“
-Það hafa orðið miklar breytingar frá
því að þið voruð ung?
„Síðan við vorum á sæmilegum aldri
hafa orðið óskaplegar breytingar. Það er
áreiðanlegt að fólk lifir betra lífi en
áður,“ segir Una. „Það eru komin ýmis
tæki sem við höfðum ekki fyrst.“ „Það er
erfitt fyrir blindan mann að gera grein
fyrir heimsmyndinni,“ segir Eiríkur. Una
bætir við: „Ef við lítum lengra í
heimsmyndina ólagast hún. Þegar maður
fer að velta því fyrir sér hvernig fari fyrir
barnabörnunum.“ Eiríkur: „Það er ekk-
ert notalegt að vita að manni er stillt upp
fyrir skotmark. Það er ekkert þægileget
að bíða eftir því að það verði smellt á
mann.“ Una: Við erum búin að lifa tvær
heimsstyrjaldir og það er búið að vera
meira og minna stríð í heiminum eftir að
þeirri seinni lauk. Mér finnst að þessi
hnöttur ætti að geta verið ágætur bústað-
ur.“ „Það er unnið að því að afsiða okkur
og heimska," segir Eiríkur. „Og mér
finnst það takast nokkuð vel. Peningur-
inn er aðalatriðið. Maðurinn sjálfur er
aukaatriði. Við erum höfð að leiksoppi."
-Ykkar líf hefur ekki stjórnast af pen-
ingum?
„Maður hefur orðið að hafa í sig og á
og helst húsaskjól," segir Eiríkur.
-Heldur maður sér ungum í anda með
því að kenna?
„Ég veit það ekki. Ég held að maður
sé orðinn gamall, „svarar Eiríkur. „Það
var erfitt að vera unglingur en það er
ágætt að vera gamall," segir Una. „Ég
held að þetta sé hamingjusamt skeið.“
Eirkíkur: „Ellin er ekki glæsilegt skeið
fremur en önnur hrörnun. Menn verða
að átta sig á því hverju sinni á hvaða
skeiði þeir eru.“
-Eruð þið trúuð?
Eiríkur: „Hún fer nú æ minnkandi hjá
mér trúin. Það er hægt að telja börnum
trú um allt mögulegt en það er erfiðara
þegar menn fara að hugsa sjálfir.“ Una:
„Ég hef engar áhyggjur af því hvort það
er líf eftir þetta líf. Annað hvort er ekk-
ert eða maður klárar sig af því eins og
lífinu. Maður er stundum trúaður og
stundum ekki.“
HEIMSMYND 53