Heimsmynd - 01.09.1986, Side 54

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 54
„Ég var fegin aö fá fri“ Guðrún Andrésdóttir er hýrleg, lág- vaxin gömul kona. Hún styður sig við göngugrind þegar hún kemur eftir einum ganginum á Elliheimilinu Grund. Hún gengur hægt inn í herbergið sitt, sem er eins manns herbergi, og fær sér sæti á dívaninum sínum. Á lítilli tekkkommóðu við vegginn eru fjölskyldumyndir. Þrjú ungmenni með stúdentshúfu brosa hvert í sínum ramma. Á hillu við rúmið er meðal annars gömul svart-hvít mynd af móður Guðrúnar. „Ég tala við þær all- ar,“ segir hún og horfir á myndirnar. Guðrún fæddist að Búrfellshóli í Húnavatnssýslu árið 1896 og er því á nítugasta og fyrsta aldursári. Hún missti föður sinn fjögurra ára. í sveit var Guð- rún fram til 1919. Síðast vinnukona hjá sr. Birni Jónssyni á Miklabæ í Skagafirði til 1918 og ætlaði síðan að flytja suður en varð að vera til 1919 á Hesti í Borgafirði vegna spönsku veikinnar í Reykjavík. Þá gat hún flutt til Reykjavíkur. „Ég hef lifað ósköp tilburðarlitlu lífi,“ segir Guð- rún. „Hef bara unnið fyrir mér. Ég var á Landspítalanum í tólf ár. Svo vann ég í efnagerð og sælgætisgerð. Maður gerði litlar kröfur en hefur einhvern veginn verið ánægður fyrir því. Ég hef alltaf verið heppin með fólk sem ég hef kynnst. Það hefur alltaf verið mér gott.“ Guðrún hefur aldrei gifst en á eina fósturdóttur „sem ég tók þegar hún var nýfædd. Hún hefur sótt mig um hverja helgi síðan ég kom hingað en hefur ekki getað það eftir að ég brotnaði.“ Guðrún hélt einnig heimili eftir látna vinkonu sína á Eskifirði í fimm ár. Tveir piltar sem hún fóstraði þá héldu tryggð við hana en annar er látinn. Guðrún fótbrotnaði þann sextánda janúar í fyrra, „daginn fyrir níræðisaf- mælið mitt.“ Hún hafði flúið til Hvera- gerðis til þess að vera að heiman á afmæl- inu sínu. En brotið hefur tekið sig óskap- lega vel að sögn Guðrúnar. „En vöðvarn- ir hafa eyðilagst. Blóðrásin er hæg í manni þegar maður er orðinn svona gam- all. Ég trúi dálítið á drauma og mig dreymdi eftir að ég brotnaði að það kæmi stúlka til mín með fagurgræna hríslu og sagðist vera að færa mér þetta frá henni Helgu Gísladóttur forstöðukonu hér. Ég vonaðist því til að þetta gengi vel.“ Guð- rún er vongóð um að sér batni. Hún er þakklát fyrir að hafa fengið einmennings- herbergi sitt geymt á meðan hún var á spítala í þrjá mánuði að jafna sig. Ókost við elliheimili telur Guðrún vera sambýl- ið. „Gamalt fólk á ekki eins auðvelt með að samlagast,“ segir hún. Að öðru leyti er Guðrún afar ánægð með vistina á elli- heimilinu. Sjálf var hún með móður sína á framfæri síðustu árin: „Mamma kom „Þad er auðn að sjá myndarlegar og yndis- legar konur sem vita ekki hvar þœr eru. En eru samt með áhyggjur.“ suður og var alltaf hjá mér og dó hjá mér 93 ára. Ég var stundum bundin vegna hennar en ég hefði þurft að binda hana ef ég hefði ætlað að láta hana á elliheimili. Henni fannst það eins og að fara á sveitina. Hún fór aldrei með mig og bróður minn á sveitina.“ Sjálf var Guðrún flutt inn á heimili fósturdóttur sinnar og búin að búa þar um nokkurt skeið þegar hún ákvað sjálf að fara á elliheimili. Það var fyrir tíu árum. „Ég sagði það þegar ég flutti inn á heimilið. „Ég fer ekki til ykkar nema ég ráði hvenær ég fer.““ Guðrún segir að dóttir sín hafi ekki ætlað að sleppa sér á elliheimilið. Hún hafi svo næstum bugast sjálf þegar hún var komin inn á heimilið en þá hjálpaði dóttir hennar henni aftur. Guðrún var með Parkinsonsveiki þeg- ar hún kom á elliheimilið. „Það þurfti að fylgja mér um allt þegar ég kom hingað," segir hún. Henni er nú batnað. „Það er auðn að sjá myndarlegar og yndislegar konur sem vita ekki hvar þær eru,“ segir Guðrún. „En eru samt með áhyggjur. Ég fæ hins vegar betra líf hérna en ég hef haft. Blessað gamla fólkið er alltaf að tala um að það fái ekkert að gera. Ég var fegin að fá frí. Ég fékk það ekki fyrr en fyrst eftir áttrætt. Margar konur vita ekk- ert í þennan heim eftir að þær koma á elliheimilin. Þær koma af lúxusheimilum og byltingin er geysileg. Fyrir mig er það hvíld.“ Guðrún segist gera mest lítið yfir dag- inn. Hún segist fara út í lyftunni og sitja úti í garði þegar gott sé veður. Annars segist hún hafa voðalega gaman af öllu nema hvað hún sé löt að fara í kirkju. Hún segist þekkja alla jafnt á Grund, tali við alla jafnt. Ein starfstúlkan á kvöld- vaktinni sé þó vinkona sín. Varðandi framtíðina kvíðir Guðrún litlu. „Ég trúi á annað líf,“ segir hún. „Það getur ekki annað verið en annað líf. Ég býst ekki við neinni sælu þar. Ég held að þetta sé eins og að fara í annað land. Mállaus og allslaus. Það hefur komið hingað fólk sem trúir ekki á neitt. Það gerir ekkert til.“ Guðrún segist fegin hverjum degi sem hún lifir. „Ég held að maður kveljist ekki mikið við dauðann þegar maður er orðinn svona gamall,“ segir hún. „Það er ekkert eftir nema biðin.“ 54 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.