Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 58

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 58
EINAR ÓLASON "I „Öll mín ár ágœt“ „Ég fluttist til Reykjavíkur árið 1942 og hóf þá leigubílaakstur á Bifreiðastöð Reykjavíkur," segir Erlendur Jónsson leigubílstjóri sem verður bráðlega 74 ára og er enn að keyra. Erlendur er fæddur og uppalinn á Stokkseyri. Hann er kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Dalsmynni í Eyjahreppi og þau eiga fjögur uppkomin börn. Erlendur hætti að vinna á nóttunni fyrir þremur til fjórum árum. „Ég keyrði allar nætur þegar ég var að byrja á þessu. En nú er stéttin að yngjast upp og ungu mennirnir verða að halda uppi merkinu, ef merki skyldi kalla.“ -Skiptir það þig miklu máli að halda áfram að vinna? „Ég hef stundum haldið því fram að þegar menn hætti að vinna, jafnvel þó að þeir séu hraustir, séu þeir búnir að vera. Ég held að það sé skakkt hugsað hjá hinu opinbera og fleiri fyrirtækjum að láta einstaklinga með fulla starfsorku hætta í miðju kafi. Ég held að það sé ákaflega neikvætt.“ -Ætlar þú að halda áfram eins lengi og þú getur? „Ég skal ekki fullyrða neitt um það. Eðli málsins samkvæmt held ég að það sé rétt að hætta frekar fyrr en seinna í mínu starfi. En ég er gallhraustur og ágætlega á mig kominn eins og er.“ -Myndirðu telja efri árin ham- ingjusöm? „Það byggist fyrst og fremst á heilsunni og hvort maður fær að vinna. Ef þetta „Sennilega heföi ég frekar viljaö fara menntaveginn. Eitthvaö varö ég aö gera og þetta varö fyrir valinu.“ hvort tveggja er fyrir hendi er ellin ekk- ert vandamál." -Hver er afstaða þín til elliheimila? „Það eru náttúrlega mörg af heimilun- um góðar stofnanir. Þar fær aldrað fólk félagsskap og nýtur sín sem hlýtur að vera jákvætt. Ég myndi ekkert vera hræddur við það að fara á elliheimili þegar ég hætti störfum. Móðir mín var verkakona og var á Elliheimilinu Grund síðustu átta árin. Ég hef oft sagt það að það voru bestu ár hennar. -Ertu eitthvað farinn að velta fyrir þér eilífðarmálunum? „Ég er ekki kominn á það stig að velta þeim fyrir mér sérstaklega. Ég tel mig trúaðan mann en ég fetti aldrei fingur út í trú annarra manna.“ -Ertu ánægður með ævistarf þitt þegar þú lítur til baka? „Sennilega hefði ég frekar viljað fara menntaveginn. Eitthvað varð ég að gera og þetta varð fyrir valinu. Kannski til að geta sinnt hugðarefnum mínum. Það sem heldur manni í þessu starfi er að maður er frjáls. Getur stokkið frá án þess að spyrja. Eins og þú veist er löngun til frjálsræðis afar rík í mönnum." -Hvernig líst þér á nútímann? „Ef maður lítur í gamla doðranta er þar minnst á unglingavandamál ekki síður en núna. Núna er æskan þroskaðri og jafnvel fallegri heldur en hún var. Ég trúi á þetta unga fólk. Það er mikill barnaskapur að kenna allt ungviði við örfáa óróaseggi sem mikið ber á. Þeir hafa kannski hátt en það er langt frá því að þeir séu allur hópurinn.“ -Hver myndirðu telja bestu árin? „,,Ég get ekki fundið það út. Mér finnst öll mín ár hafa verið ágæt. Ég er með öðrum orðum ákaflega ánægður með lífið.“ 58 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.