Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 62
Heita má að reimleika hafi orðið vart á hverju byggðu bóli hér á landi og víst er að heimilismenn á Bessastöðum kunnu ýmsar sögur af staðnum löngu áður en þeir höfðu heyrt Svartkoppu að nokkru getið. Á fyrri hluta 16. aldar voru viðsjár miklar í landinu og það bar meðal annars til tíðinda að Hannes Eggertsson var skipaður hirðstjóri í stað Týla nokkurs Péturssonar. Ekki undi Týli þessum málalyktum heldur lagðist í víking til ís- lands, stundaði rán og gripdeildir en hélt Hannesi föngnum um tveggja vikna skeið. Þetta var árið 1523. Sumarið eftir ætlaði Týli að leika sama leikinn en Hannes safnaði liði, réðst að skipi Týla og tók hann höndum. Skömmu síðar var Týli höggvinn enda hafði hann verið dæmdur réttdræpur vegna þeirrar afleitu kurteisi sem hann hafði þá auðsýnt hér á landi. Tæpum tíu árum seinna þurfti Hannes hirðstjóri svo að bregða sér afs- íðis á Bessastöðum og átti hann ekki aft- urkvæmt úr þeirri ferð. Fannst hann dauður í náðhúsinu. Var haft á orði að Týli hefði gengið aftur og komið Hannesi fyrir. Prestinn í Görðum dreymdi altént draum þessu til staðfestingar en í draumnum heyrði hann rödd segja: „Hannes drap Týla. Týli drap Hannes.“ Ekki er vitað hvort Týli hafi enn verið á stjái um það leyti sem Jón Hreggviðs- son strauk úr haldi á Bessastöðum 1684 en það sumar flúði fyrsti landfógetinn, Kristófer Heidemann, einnig húsið með konu sína og linnti ekki látum fyrr en vestur á Snæfellsnesi. Barn þeirra hjóna hafði látist skyndilega í vöggu á Bessa- stöðum og í sömu svipan slokknað eldar og öll ljós á staðnum. Þótti þetta illur fyrirboði þannig að landfógetahjónin töldu sér ekki vært þarna lengur. En nú líður óðum að því að Svartkoppa komi til sögunnar og þá fyrst í lifanda lífi. Hún hélt til í kóngsins Kaupmannahöfn, komst þar í kynni við ungan embættismann, Níels Fuhrmann, og tók af honum heit um eiginorð. Það varð hins vegar dráttur á að Níels efndi heit sitt, hann sigldi án hennar út til íslands og tók við sýslum amtmanns. Svartkoppa tók þá þann kost að klaga Fuhrmann fyrir rétti vegna heit- rofs. Vann hún málið í undirrétti og hæstarétti og fékk amtmanninn dæmdan til að eiga sig en greiða sér sem næmi tvö hundruð ríkisdölum á ári uns dómnum hefði verið fullnægt. Amtmaðurinn undi þessu illa enda nam sektin tveimur þriðju hlutum árslauna hans. Kvartaði hann oft við yfirboðara sína í höfuðborg danska ríkisins yfir málalyktum en var tregur að ekta kvinnuna. Þess er svo getið í annálum að fyrir fardaga árið 1722 hafi Svartkoppa komið með Hólmsskipi til íslands að finna Níels sinn. Segir þar að hún hafi talið „að hún mundi geta mýkt hans geðsmuni en lúð- urinn vildi ei svo láta, samt veitti hann henni hús og kost á Bessastöðum, þar til hún dó þar anno 1724, nálægt Jónsmessu, úr undarlegum sjúkdómi. Tvær mæðgur danskar komu og hingað, hét móðirin Katrín Hólm, ekkja, en dótt- irin jómfrú Karen Hólm, og voru þær í meiri kærleikum hjá amtmanni, og hald- inn elju-þústur með þeim, helzt móður- inni og jómfrú Schwartzkopf. “ Það var víst ekki fyrr en ári eftir komu Svartkoppu að jómfrú Karen bættist í hóp heimilisfólksins á Bessastöðum en á því ári voru þegar litlir kærleikar með Svartkoppu og Katrínu Hólm. Vitnaðist að sú síðarnefnda hefði sóst eftir að kom- ast í kynni við galdramann sem gæti hrak- ið þá fyrrnefndu brott. Svartkoppa fékk samt sæmilegan viðgjörning, hún settist að í íbúðarhúsinu en amtmaðurinn bjó í tjaldi úti í túni það sumar meðan verið var að þilja af svefnhús handa honum í stofunni. Hann snæddi með henni og sýndi henni kurteislegt viðmót. Þó var sýnt að dvöl hennar var honum til hins mesta ama. Steininn tók síðan úr eftir að Karen Hólm steig á land næsta vor. Fljótlega var Svartkoppu vísað frá borði amt- s íðan þetta gerðist hafa menn þóst sjá konu- svip bregða fyrir á Bessa- stöðum enda ekki óal- gengt að draugasögur myndist um það fólk sem fer öfugt ofaní gröfina. mannsins og orðasennur og áflog kvenn- anna voru tíðar. Þær hræktu hver á aðra og ákölluðu með nöfnum eins og skepna, hóra og mellumóðir. Að hausti var Svartkoppa farin að óttast um líf sitt og þóttist hafa fregnað að mönnum hefði verið boðið fé fyrir að stytta sér aldur. Hún kenndi líka mikilla veikinda og fylgdu þeim uppsölur. Lá hún rúmföst síðustu vikur ævi sinnar og kvaðst sann- færð um að sér hefði verið byrlað eitur. Um tíma hafði hún hænu hjá sér í her- berginu til að smakka á þeim mat sem henni var borinn en það bar við að hæn- an verpti undarlegu eggi eftir að hafa innbyrt slíka máltíð og drapst síðan. Lá hræið við rúm Svartkoppu þar til hún hætti sjálf að draga andann nokkrum vik- um seinna. Málinu var þó engan veginn lokið. Næsta sumar skipaði stiftamtmaður tvo umboðsdómara til að kanna „hvort App- ollonie Svartzkopf hefði verið forgjört með eitri,“ eins og Jón prófastur Hall- dórsson orðaði það í Hirðstjóraannál stuttu eftir að atburðir gerðust. Stóð rannsókn í sex vikur og var fjöldi vitna kvaddur til. Nefnir Jón þær Hólm-mæðg- ur sérstaklega en auk þeirra heimilisfólk á Bessastöðum og af bæjum á Álftanesi og Seltjarnarnesi en einnig Pál Kinch, arbeiðskarl á Eyrarbakka, sem hafði tal- að við Svartkoppu skömmu fyrir dauða hennar og um veturinn vitnað með eiði í Kaupmannahöfn um svigurmæli hennar uppá þær mæðgur um sjúkdóm sinn. Vitnisburðir voru annars mjög sundur- leitir og þótt margir hafi vitnað þeim Katrínu og Kareni í óhag voru þær sýkn- aðar af öðrum dómaranum en hinn hafði sagt sig úr réttinum skömmu áður. Páll Kinch var hins vegar straffaður á æru og peningum fyrir að mæta ekki til réttarins og varð því raunin sú að arbeiðskarl frá Eyrarbakka hafði einna mesta angur- semd af Svartkoppumáli. Nafn Hólm-mæðgna lifir þó enn á Bessastöðum, helst fyrir þá sök að þær gáfu kirkjunni forláta kertastjaka sem enn eru varðveittir þar. Áhöld eru engu að síður um hvort gjöfin hafi nægt til að bjarga sálu þeirra fyrir horn eða þá hvort þess hafi gerst þörf. Síðan þetta gerðist hafa menn þóst sjá konusvip bregða fyrir á Bessastöðum enda ekki óalgengt að draugasögur myndist um það fólk sem fer öfugt ofaní gröfina. í minningum frá æskuárum sín- um á Bessastöðum upp úr síðustu alda- mótum getur Guðmundur Thoroddsen þess að myrkfælni hafi verið töluverð þar á staðnum. Minnist hann sérstaklega á gamlan sjónlausan mann, Ólaf Einars- son, sem trúði staðfastlega á drauga og hafði meira að segja kveðið einn slíkan niður á Álftanesinu. Segir hann að það hafi þótt betra en ekki að einhver væri á Bessastöðum sem eitthvað kynni fyrir sér „því að ekki þótti þar alltaf kyrrt um nætur.“ í sambandi við hana Svartkoppu okkar er merk frásögn í minningarbroti eftir Einar H. Kvaran sem hann nefnir Af Álftanesi. Þar segir frá Jóni Þorbergssyni sem kom til Bessastaða til þess að setjast þar að árið 1917. Fyrsta kvöldið í húsinu er hann einn ásamt tveimur vinnukonum og biður aðra þeirra að vekja sig klukkan hálf sjö næsta morgun. Hann vaknar hins vegar af sjálfsdáðum, sér að klukkan er 6 og liggur nokkra stund kyrr í rúminu. Gefum nú Einari orðið: „Pá er barið á herbergisdyrnar. Hon- um flýgur í hug, að það sé merkilegt, 62 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.