Heimsmynd - 01.09.1986, Side 64
styrks jarðnesks manns til að losna úr
þeim viðjum.
Óvíst er hvort þetta hafi verið hún
Svartkoppa eða hvort hún hafi verið und-
ir áhrifum Týla, þess sem átti að hafa
drepið Hannes hirðstjóra, en víst er að
reimleika hefur oftsinnis orðið vart á
Bessastöðum eftir að þeir voru gerðir að
bústað forseta íslands.
Pegar á vordögum 1945, um það leyti
sem Sveinn Björnsson var að flytja þarna
suður eftir, urðu vinnukonur varar við
ókyrrð í húsinu. Viðmælandi HEIMS-
MYNDAR hafði þetta að segja: „Systir
mín vann þarna og hún svaf ásamt öðrum
vinnukonum uppi á lofti. Pær töluðu um
að á ákveðnum tíma á hverri nóttu, rétt
eftir miðnætti, heyrðu þær mikinn gaura-
gang á neðri hæðinni, skrölt og læti eins
og húsgögn væru á ferð til og frá. Þegar
þær fóru svo niður að athuga málið þá
sást ekkert, allt var í réttum skorðum. Ég
hefði aldrei trúað þessu nema af því að
ég svaf þarna einu sinni þegar þetta gerð-
ist. Eftir lágnættið heyrðum við lætin
byrja, maður stífnaði og hjartslátturinn
jókst en það var sama sagan og áður;
engin ummerki sáust þegar farið var að
athuga þau niðri á eftir. Ég heyrði því
fleygt að oft væri sérstök ókyrrð í húsinu
þegar þar væru einhver mannaskipti en
ég þori ekki að staðfesta þá sögu.“
Þetta var aðeins forsmekkurinn af því
sem fylgdi í kjölfarið. Saga Svartkoppu
var á flestra vitorði og vitað er að Georg-
ía, kona Sveins, hélt því fram að Appoll-
ónía Schwartzkopf væri enn á vappi.
„Hún sagði þetta bæði í gríni og alvöru,“
segir Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttar-
lögmaður og áður forsetaritari um fimm
ára skeið. „Maður vissi í raun aldrei
hvort þetta var alvara eða bara danskur
gálgahúmor en mér fannst allavega að
henni þætti þetta skemmtilegt.“
í tíð Sveins Björnssonar vildi það svo
til að Elísabet dóttir hans dvaldi á Bessa-
stöðum dálítinn tíma með litla dóttur
sína. Þær mæðgur sváfu í herbergi uppi á
loftinu og var stúlkan í litlu rúmi fyrir
framan rúm móður sinnar. Eina nóttina
vaknaði Elísabet við það að henni finnst
að dyrnar opnist og inn komi vera sem
hún hefur á tilfinningunni að sé kvenvera
frekar en annað, en hún sá hana mjög
ógreinilega. Veran gekk að barnarúminu
og beygði sig yfir barnið en Elísabet varð
hrædd og dró sængina yfir höfuð. Þegar
hún leit upp aftur sá hún á eftir verunni
út um dyrnar. Atvik svipað þessu hafði
komið fyrir einu sinni áður í sambandi
við barnabarn Sveins og eins er þess
minnst að sonarsonur hans mátti ekki
koma á vissan stað í húsinu án þess að sjá
einhverja ára.
Ættmenni Ásgeirs Ásgeirssonar for-
seta urðu ekki síður vör við ýmislegt á
embættisárum hans og er kunnust saga af
Sólveig Eggerz málaði sérstæða mynd á Bessa-
stöðum. „Ég var inni í einni stofunni að mála og
allt í einu gjörbreyttist allt. Ég sá hurð þar sem
engin hurð var. Mérfannst hurðinopnastog þessi
kona kom þarna út.
því þegar einn ættingjanna stóð fyrir
framan spegil í því húsi á Bessastöðum
sem nefnt er Hjáleigan. Þessi ættingi,
sem er kona, sá greinilega í spegli konu
sem stóð fyrir aftan hana og taldi fólk að
þarna hefði Svartkoppa gert vart við sig.
Um svipað leyti var máluð sérstæð
v
▼ en
eran virtist glaðleg,
brosleit og hún kinkaði
kolli til konunnar minnar.
Meðan veran var á
leiðinni fram með rúminu
fannst konunni minni
leggja um sig algert mátt-
leysi. Þá hvarf sýnin.
mynd á Bessastöðum. Sólveig Péturs-
dóttir Eggerz dvaldi oft á staðnum og
segir að ýmislegt hafi gerst, meira að
segja um hábjartan dag, sem henni finnst
erfitt að skýra.
„Ég var inni í einni stofunni að mála og
allt í einu gjörbreyttist allt. Ég sá hurð
þar sem engin hurð var. Mér fannst hurð-
in opnast og þessi kona kom þarna út. Ég
get náttúrulega ekki sagt til um hvort
þetta hafi verið Appollónía, hún kynnti
sig ekki og það hafa fleiri konur dáið
þarna. En ég rissaði upp í hroðalegum
fljótheitum mynd af því sem ég sá.
Seinna þegar ég lýsti húsakynnum, eins
og þau birtust mér, fyrir Ásgeiri sagði
hann að þau hefðu verið þannig fyrr á
öldum. Það vissi ég þá ekkert um. Ég er í
sjálfu sér ekki mjög trúuð á svona en
þetta gerðist svo greinilega."
í annað skipti sá Sólveig húsakynnin á
Bessastöðum breytast fyrir augunum á
sér og með athugun á gömlum uppdrátt-
um virtist Ásgeiri að hún hefði séð stofur
eins og þær voru á seinni hluta 19. aldar.
Sólveig var ekki fjarri því að Ásgeir hefði
sjálfur séð margt óvenjulegt á forseta-
setrinu.
Það er allavega vitað með vissu að
þegar Guðmundur Daníelsson var að
vinna að skáldsögu sinni Hrafnhettu, sem
vitnað var til hér í upphafi, þá bauð
Ásgeir honum að dvelja um hríð á Bessa-
stöðum til að kynnast fyrirmyndinni að
söguhetju sinni, ef hún væri enn á þess-
um slóðum.
„Ég held að ég hafi verið þarna í hálfa
aðra viku,“ sagði Guðmundur í samtali
við HEIMSMYND, „og gerði sérstaka
og alvarlega tilraun til að komast í sam-
band við vofu eða anda Hrafnhettu. Ég
svaf þennan tíma einn úti í gestahúsi sem
stundum var kallað fjósið og ég held að
heimafólk hafi talið aðstæður allar hlið-
hollar mér. Engu að síður sá ég hana
hvorki né vitjaði hún mín í draumi eða
neitt slíkt. Ég er kannski svona ónæmur á
annað líf.“
Ef sú er ástæðan fyrir gæfuleysi Guð-
mundar í þetta skiptið má segja hið sama
um ættimenni Kristjáns Eldjárns þriðja
forseta lýðveldisins. Kristján hafði að
vísu mikinn áhuga á sögu Svartkoppu,
flutti um hana fyrirlestur á jólarann-
sóknaræfingu Mímis og Félags íslenskra
fræða fyrir nokkrum árum og var eftir því
sem best er vitað að viða að sér upplýs-
ingum um hana stuttu fyrir dauða sinn.
En engar heimildir eru fyrir því að hann
eða hans fjölskylda hafi haft nokkurt
ónæði af afturgöngum þau tólf ár sem
hann bjó á Bessastöðum. Sigrún dóttir
Kristjáns sagði: „Við urðum aldrei vör
við hana en kenndum henni um það í
gríni sem aflaga fór.“
En það er ekki þar með sagt að jómfrú
Appollónía Schwartzkopf sé dauð úr öll-
um æðum. Enn er í minnum haft að
þegar Vigdís Finnbogadóttir tók við
embætti lét hún þess getið að ef
Svartkoppa væri á Bessastöðum þá væri
henni velkomið að vera þar áfram.
Svartkoppa virðist hafa þegið þetta
kostaboð því í nýlegri bók eftir Pamelu
Sanders, fyrrverandi sendiherrafrú
Bandaríkjanna á íslandi, er haft eftir
Vigdísi að hún heyri í Svartkoppu um
nætur eigra um salina á Bessastöðum,
fara úr einu herberginu í annað. „Stund-
um kemur hún upp stigann," segir Vig-
dís, „og gengur um ganginn fyrir utan
svefnherbergi mitt. Og ég tala til hennar,
„þú ert velkomin hér. Kæra Appollónía,
vertu velkomin á Bessastöðum.“
64 HEIMSMYND