Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 67

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 67
KONUR OG OFBELDI t „Ég kom sterkari út úr Athvarfinu, ekki lengur tilbúin að trúa því að ég væri þessi aumingi, sem búið var að telja mér trú um að ég væri síðustu fimmtán árin.“ Þetta sagði ein þeirra kvenna sem ég v ræddi við um dvölina í Kvennaathvarf- inu. Hún virðist eiga það sameiginlegt með flestum hinna, að sjálfsvirðingin og lífslöngunin eru biturleikanum yfirsterk- ari þegar upp er staðið, þrátt fyrir allt. Síðan Kvennaathvarfi var komið á fót í Reykjavík, árið 1982, hefur tilhneigingin verið sú að æ fleiri konur leita þangað og dvelja æ lengur. Hvort það þýðir að of- beldi í heimahúsum hafi aukist á þessum árum skal látið ósagt. Hins vegar mun ' óhætt að fullyrða að á þessum tíma hefur Kvennaathvarfið áunnið sér sess í hugum þeirra er á þurfa að halda. Ofbeldi, andlegt og líkamlegt, sifja- spell og nauðganir, eru ömurlegar stað- reyndir, sem aðrir en fórnarlömbin vilja helst leiða hjá sér. En allt er þetta til staðar í okkar samfélagi og alltof margir geta ekki leyft sér þann munað að loka augunum fyrir því, einfaldlega vegna þess að þetta er þeirra raunveruleiki. Hér á eftir fara viðtöl við tvær konur sem komið hafa við sögu Kvennaat- hvarfsins. Þær hafa báðar dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Þessar konur eru fulltrúar þess óhugn- anlega stóra hóps íslenskra kvenna - og ) barna þeirra - sem þurfa að lifa við ógnir andlegs og líkamlegs ofbeldis. Það er ekki eins og þessar konur séu eitthvert einangrað félagslegt fyrirbæri, í lofttæmdum umbúðum handa öðrum að skoða. Þetta eru mæður, systur, dætur og frænkur einhverra sem við þekkjum - og eiginkonur. Fyrst ekki er hægt að fyrirbyggja of- beldi á heimilum betur en raun ber vitni, virðist það lágmarkskrafa að til sé staður á borð við Kvennaathvarfið, þar sem hægt er að leita skjóls þegar í nauðir rekur og ef til vill fá aðstoð við að byggja upp nýtt og betra líf á rústum þess gamla. Kvennaathvarf er hins vegar engin lausn á vandanum. Þar er hægt að skýla fórnarlömbum ofbeldis um tíma en ekki að vega að rótum vandans. Og þó. Ein ástæðan fyrir því hve of- beldið hefur viðgengist er þagnarmúrinn sem reistur hefur verið umhverfis það. Þann múr hefur tilvist Kvennaathvarfs átt þátt í að rjúfa, bæði gagnvart almenn- ingsálitinu og eins hjá konum sem þang- að koma og eru oft búnar að þjást bakvið sinn eigin þagnarmúr árum saman. Þegar ég spurði eina starfskonu Kvennaathvarfsins hvort það tæki ekki á hana að þurfa að horfast í augu við þessi ömurlegu mál á hverjum degi, sagði hún: „Jú, vissulega. En það gefur líka mikið af sér. í dag var til dæmis hjá mér kona í margra klukkustunda viðtali. Sú kona sagðist vera að tala um þessi mál í fyrsta sinn við aðra manneskju í átta ár.“ Sama starfskona benti einnig á, að þó að viðmælendur mínir hér á síðum HEIMSMYNDAR eigi það sameiginlegt að vera ýmist búnar að skilja við menn sína eða séu í þann veginn að gera það, þá eru þess dæmi að dvöl 'kvenna í At- hvarfínu hafi bjargað hjónaböndum þeirra og fært til betri vegar. „Stundum gera mennirnir sér ekki grein fyrir því út á hvaða braut þeir eru komnir fyrr en konan er flúin að heiman. Þá hrökkva þeir í hnút. í sumum tilfellum hættir of- beldið og ef ekki eru komnir miklir brest- ir er hægt að styrkja sambandið og byggja það upp að nýju.“ Auðvitað kemur ekki fram nema ein hlið mála í þessum viðtölum. Báðar virð- ast þessar konur þó, þrátt fyrir allt, reyna að sýna mönnum sínum sanngirni, leita skýringa á því hvers vegna þeir gera það sem þeir gera, skilja og útskýra. En væru karlmenn ekki fyrir löngu búnir að koma sér upp athvarfi, þyrftu þeir á því að halda? Það er heldur ekki eins og þessar kon- ur hati karlmenn. Þær eru bara þreyttar, óskaplega þreyttar og vilja fá að vera í friði. Athvarfíð er þeim, eins og ein þeirra orðar það, „eins og virki.“ Og þær sem hafa ákveðið að stíga til fulls skrefið yfir skilnaðarþröskuldinn virðast ekkert vilja frekar en að byggja sér annað virki; heimili þar sem „ég og börnin mín getum fengið að vera í friði.“ Þær eru orðnar hræddar, tortryggnar og búnar að fá nóg. í bili að minnsta kosti og lái þeim hver sem vill. _____________________________ eftir Hildi Helgu Sigurðardóttur HEIMSMYND 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.