Heimsmynd - 01.09.1986, Page 68
A ég ekki bara aö koma
til ykkar þegar ég
er dauö?
Hún er fjörutíu og fimm, nett og fínleg
og vel til höfð; hárið klippt samkvæmt
nýjustu tísku og skartgripirnir allir í stíl,
en ekki of áberandi. Ef ekki væri þessi
reynslusvipur á fíngerðu andlitinu mætti
ætla að hún væri talsvert yngri en hún er
og röddin og látbragðið er svolítið stelpu-
legt.
Hún margafsakar við mig hvað bfllinn
sinn sé mikil drusla og það eina sem hún
hefur út á Athvarfið að setja er að þar sé
allt of mikið drasl.
Sjálf hef ég ekið um alsæl í farartækj-
um sem bfllinn hennar liti út eins og
dollaragrín við hliðina á og draslið í At-
hvarfinu sýnist mér varla slaga upp í
venjulegt vísitöluheimili. í*ess vegna velti
ég því fyrir mér á leiðinni á viðtalsstað,
hvað það er meinlegt að einmitt þessi
kona, sem leggur svona mikið upp úr að
allt sé hreint og fallegt - í röð og reglu -,
skuli hafa þurft að lenda á manni sem
virðist einbeita kröftunum að því að
brjóta niður jafnharðan allt sem hún
byggir upp.
Hún er búin að vera í Athvarfinu í
rúman mánuð núna. í vor var hún þar
líka í mánuð, en þetta er vonandi síðasta
skiptið, segir hún. Dætur hennar tvær,
önnur nítján ára, hin fjögurra, eru með
henni. Eldri börnin eru af fyrra hjóna-
bandi en það yngsta á hún með seinni
manninum, sem hún er nú að sækja um
skilnað frá. Við höldum í heiðri regluna
um fjölmiðlabann í Athvarfinu og erum
þess vegna á leiðinni á skrifstofu samtak-
anna í Hlaðvarpanum. Pað er laugar-
dagssíðdegi og bærinn er tómur og grár.
„Druslunni" leggjum við inni í Mogga-
porti, því „Hann“ er alltaf á ferli að
svipast um eftir henni og ef hann sér
bflinn getur það haft slæmar afleiðingar.
Hún er samt ósköp róleg; lítil varúðar-
ráðstöfun eins og þetta er bara hluti af
hennar hversdagsleika. En ég velti því
fyrir mér hvernig það sé að þurfa hvern
dag að haga lífi sínu eins og eftirlýstur
glæpamaður - án þess að hafa framið
glæpinn. Hann má auðvitað heldur ekki
vita að við höfum talað saman og meðan
ég skrifa þessar línur finn ég hennar
hræðslu við hann hríslast um mig. Hvað
gerist ef... ? Er ég kannski að gera þessari
konu einhvern hræðilegan óleik án þess
að vilja það?
En hann er búinn að vera eins og hann
er og gera það sem hann gerir í svo mörg
ár og virðist af frásögn hennar að dæma
eiga það sameiginlegt með flestum
mönnum sem misþyrma öðrum að til-
efnið þarf ekki að koma utanfrá.
Hún er ættuð að vestan og ólst upp á
rólegu heimili eldri hjóna í afskekktri
sveit til sextán ára aldurs, en þá fór hún
suður að vinna fyrir sér sjálf.
„Móðir mín varð sjúklingur þegar ég
var barn, svo ég var sett í vist til þessara
rosknu hjóna,“ segir hún. „Ég var eina
barnið á heimilinu og átti þarna afskap-
lega heilbrigða og góða æsku. Það var
ekki ofbeldinu fyrir að fara á því
heimili.“
Við förum hratt yfir sögu næstu ára.
Hún vann á spítala sem sjúkraliði og
þegar hún hefur unnið utan heimilis hef-
ur það oftast verið á sjúkrastofnunum.
„Einu sinni var ég tvö ár í verslun, en
mér fannst þvingandi að standa bakvið
búðarborðið. Það á einhvern veginn bet-
ur við mig að vinna meðal þeirra sem eru
hjálpar þurfi en vera að pranga ein-
hverjum vörum inn á ókunnugar konur
niðri í bæ,“ segir hún.
„Ég giftist fyrri manninum mínum tví-
tug og átti með honum tvö börn. Um það
hjónaband hef ég eiginlega ekkert nema
gott eitt að segja og við vorum líka mjög
góðir vinir eftir að við skildum, eða alveg
þangað til að ég kynntist seinni mannin-
um. Ástæðan fyrir því að við skildum var
sú, að það kom annar aðili inn í hans líf;
karlmaður. Hann fór sem sagt yfir í hitt
kynið. Þó að ég sæi eftir manninum mín-
um á margan hátt var ástandið orðið
þannig að þessi vinur hans var eiginlega
kominn inn á heimilið og ég átti um það
að velja að búa með þeim báðum eða
skilja. Þetta var auðvitað mikið álag og
að mörgu leyti léttir að því að skilja, þó
að það hafi verið erfitt eftir fimmtán ára
hjónaband. Eftir skilnaðinn var ég síðan
ein með börnin í fimm ár, vann úti, hélt
góðu sambandi við fyrrverandi manninn
minn og leið yfirleitt ágætlega. Á þessu
tímabili lagði ég alveg karlmenn á hill-
una, var bara ég sjálf með börnunum
mínum og þetta var rólegur og góður tími
í lífi okkar allra.
Auðvitað fór ég stundum út að
skemmta mér og það var á skemmtistað
sem ég hitti manninn sem átti eftir að
verða seinni eiginmaður minn.
Hann var víst búinn að taka eftir mér
miklu fyrr en ég eftir honum. Faðir hans
var drykkjumaður sem lamdi hann þegar
hann var lítill og þegar við kynntumst var
hann nýskilinn við konu, sem hafði verið
drukkin upp á hvern dag síðustu fimm
árin í hjónabandinu. Hann hefur því
megnustu óbeit á ofneyslu áfengis og fer
líka mjög vel með það sjálfur; getur al-
veg fengið sér í glas á góðri stundu og
finnst gaman að eiga flösku af góðu víni
uppí skáp, en hefur aldrei misnotað það.
Við stunduðum sama skemmtistaðinn
á þessum tíma og hann tók eftir því að ég
gat skemmt mér ódrukkin og farið heim
karlmannslaus á eftir. Þetta var ein
ástæðan fyrir því að hann langaði að
kynnast mér nánar, sagði hann mér
seinna. Svo þróaðist þetta svona hægt og
rólega. Við höfðum bæði gaman af því að
dansa og fórum út saman við og við, en
ekki mjög oft, því ég var mjög ánægð
með mína tilveru með börnunum og ekki
í neinni eiginmannsleit. Hann var mat-
vörukaupmaður, vann úti á landi og þeg-
ar hann kom í bæinn kom hann stundum
og færði okkur ýmislegt matarkyns. Ég
bauð honum svo í mat í staðinn. Börnin
voru mjög hrifin af honum, sérstaklega
dóttir mín, sem var á því að þennan
mann ætti ég endilega að halda í en ekki
„frysta“ eins og flesta sem sýndu mér
áhuga á þessu tímabili.“
-Hvernig myndir þú lýsa honum?
„Hann var - og er enn í dag - mjög
myndarlegur; karlmannlegur, hægur og
kurteis í framkomu og reglusamur, sem
mér þótti ekki minnst um vert. Hann
hefur líka alltaf verið vinnusamur, séð
vel fyrir sér og sínum. Peningar voru
aldrei vandamál hjá okkur. Tveir bflar á
heimilinu og svo framvegis. Svo varð ég
ófrísk að dótturinni sem er fjögurra ára
núna og hans eina barn. Þá vorum við
farin að búa saman í minni íbúð og áður
en barnið fæddist giftum við okkur.
Hann var mjög góður bæði við mig og
börnin til að byrja með. Og eftir á að
hyggja finnst mér honum hafa tekist að
leyna mig sínum skapbrestum ótrúlega
lengi. Að vísu varð honum og dóttur
minni stundum sundurorða og ég tók
eftir því að hann lét sig stundum hverfa í
nokkrar klukkustundir ef honum rann í
skap, eins og hann vildi ekki láta mig sjá
sig reiðan. Svo hætti hann því og fór að
brjóta...
Eftir að barnið fæddist fóru reiðiköstin
að koma. Oft af engu tilefni, að því er
mér virtist, en beindust mikið að sam-
bandi mínu við börnin, sem honum
fannst allt í einu alltof náið. Núna, þegar
hann er að reyna að vinna mig aftur, vill
hann allt fyrir þau gera, en þá endaði
þetta með því að hann flæmdi þau burt af
heimilinu. Þau áttu að sjá fyrir sér sjálf,
eins og hann hafði þurft að gera. Þau áttu
ekki í annað hús að venda en til pabba
síns, sem þegar þarna var komið sögu var
kominn út í óreglu og eiturlyf, þó að ég
gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en að
nokkrum tíma liðinum."
-Hvernig lýstu þessi reiðiköst sér?
„Hann braut allt og bramlaði, lagði
hreinlega allt í rúst. Ég átti, þó ég segi
sjálf frá, mjög fallegt heimili, sem ég var
búin að byggja upp á löngum tíma. En
þegar hann reiðist. eyðileggur hann allt
sem hönd á festir. í vetur sem leið kom
sá dagur að ekki var til eitt einasta óbrot-
ið drykkjarílát á heimilinu og á tímabili
var ég farin að láta þann vegginn, sem
oftast varð fyrir barðinu á honum, standa
auðan. Það tók því ekki að vera að
hengja upp myndir eða annað, bara til
þess að láta rífa það niður jafnóðum.
Hann verður líka svo óhugnanlega sterk-
68 HEIMSMYND