Heimsmynd - 01.09.1986, Side 69
HÁKONARDÓWR
ur þegar hann reiðist. Til dæmis tók hann
einu sinni húsbóndastólinn, sem var eng-
in smásmíði, og henti inn í næsta her-
bergi. Þegar allt er um garð gengið og
heimilið ein rúst, þá er þetta „ekkert
mál“ fyrir honum. Það má bara kaupa
nýtt í staðinn fyrir það sem búið er að
eyðileggja og það er líka gert. En þá
kaupir hann eitthvað sem ég kann ekki
? við, því ég fæ engu að ráða um hvað hann
kaupir í staðinn og það nýja hefur ekki
alltaf sama gildi og það gamla.
Ég hætti að vinna þegar ég var ófrísk
og hef verið heima mestalla okkar
sambúð. En þetta var orðið þannig, að
jafnvel þó að hann væri í vinnunni vissi
ég varla hvernig ég ætti að vera til þess að
þóknast honum og lenda ekki í vand-
ræðum. Hann var ekki bara afbrýði-
samur út í samband mitt við börnin, held-
ur ofboðslega tortrygginn út í allt og alla.
Hann átti það til að setja kílómetramæl-
inn í mínum bíl á núll áður en hann fór í
vinnuna, svo hann gæti séð hvað ég hefði
keyrt mikið yfir daginn. Ég var komin
með símann út í glugga svo ég gæti séð
hvenær hann kæmi heim ef ég var að tala
við einhvern, annað hefði kostað yfir-
heyrslur og jafnvel brothljóð og barsmíð-
ar. Ef ég var að tala í síma við dóttur
mína þegar hann var heima, sagði hann
að ég talaði svona lágt til þess að hann
heyrði ekki hvað mér og henni færi á
milli, en öskraði svo á sig. Eins og þú
heyrir þá liggur mér ekki mjög hátt róm-
ur,“ bætir hún við og það er alveg rétt.
Það er erfitt að ímynda sér þessa konu
öskra á einn eða neinn.
„Hann var líka á tímabili kominn með
síma í hvert einasta herbergi í húsinu svo
hann gæti alltaf svarað fyrstur. Hann er
nefnilega húsbóndi á sínu heimili," segir
hún og breytir ekki um tóntegund þó hún
bregði fyrir sig kaldhæðni. „Ég breyttist
líka smám saman. Á daginn þorði ég
varla að hreyfa mig, fannst hann alltaf
vera á eftir mér. Á kvöldin átti ég helst
að vera inni í stofu þar sem hann var að
horfa á sjónvarpið, en ekki í eldhúsinu
eða annars staðar í húsinu, sama hvort
það hentaði mér eða ekki. Ég þurfti allt-
af að hugsa mig vandlega um áður en ég
talaði; á ég að segja þetta? Á ég að segja
hitt?
Næturnar fóru líka í þras og rifrildi,
hann átti það til að halda manni vakandi
til morguns og ég var orðin ofboðslega
langþreytt þegar ég kom fyrst í Athvarf-
ið. Éftir að ég var komin þangað gat ég
ekki farið út fyrir hússins dyr án þess að
rekast á hann „af tilviljun“, svo á endan-
um hætti ég hérumbil alveg að fara út úr
húsinu. Þetta er aðeins skárra núna í
seinna skiptið, en hann fylgist samt með
mér...
Stundum er eins og hann sé alls staðar,
ég geng fyrir horn og þá er hann þar, svo
kem ég heim og þá er hann í símanum að
spyrja hvar ég hafi verið og hvað að gera.
Hann hefur ekki lagt á mig hendur nema
þrisvar. En þá hefur hann líka reynt að
kyrkja mig, sagst ætla að ganga frá mér
og næstum tekist það. í fyrstu tvö skiptin
var „ástæðan" eitthvað sem ég sagði, ég
man ekki einu sinni hvað, sem honum
líkaði ekki. Minningin um þriðja skiptið
er hins vegar alveg á hreinu. Sonur minn
bjó heima í vetur. Þetta kvöld hafði hann
skroppið í bæinn með vinum sínum og
hringdi heim til þess að láta vita af því að
hann kæmi ekki í kvöldmat. Rétt fyrir
klukkan ellefu kemur hann svo heim,
segir eitthvað á þá lund að það hafi ekki
verið neitt gaman í bænum og spyr mig
skömmu seinna hvort hann megi ekki fá
sér mjólkurglas og kexköku í eldhúsinu.
Auðvitað mátti hann það, en þegar stjúpi
hans sér hann sitja við eldhúsborðið
ræðst hann á hann, slær mjólkurglasið úr
höndunum á honum og segir: „Hér er
enginn matmálstími núna.“ Þá var sonur
minn nýbúinn að borga 1.000 krónur
heim eins og hann gerði í hverri viku og
þegar ég sá að nú átti að fara að leggja
hendur á börnin líka var mér allri lokið.
Sonur minn rauk út og ég á eftir og
leitaði í fyrsta og eina skiptið ásjár hjá
tengdaföður mínum. Hann sagði mér að
hundskast heim til mín aftur, þetta væri
minn maður og mitt vandamál, en gaf
mér þó fyrir leigubflnum til baka. Við
ætluðum varla að þora heim, vissum ekk-
ert hvað biði okkar. En þegar við kom-
um að húsinu var það aldimmt, svo að
við ályktuðum að hann væri annað hvort
farinn út eða sofnaður. Ég bað samt
leigubflstjórann að hinkra og kalla á lög-
regluna ef ég kæmi ekki út og gæfi hon-
um merki eftir ákveðinn tíma. Svo fórum
við inn.
Hann stökk á okkur í myrkrinu áður
en við náðum að kveikja ljósin og tók
okkur bæði hálstaki. Ég hef aldrei orðið
eins hrædd á ævinni. Ég hélt að honum
myndi takast að drepa okkur bæði. En
leigubflstjórinn hafði strax gert sér grein
fyrir því að eitthvað var að og kallað á
lögregluna.
Hún kom og stöðvaði leikinn en gerði
ekkert meira í málinu, af því að hann var
ekki undir áhrifum áfengis. Eða réttara
sagt: Þeir gerðu allt sem hann vildi. Ég
var tekin afsíðis „til þess að róa mig
niður,“ af því að hann sagði þeim að ég
væri svo æst á taugum, og á meðan bauð
hann þeim kaffi og fór að ræða við þá
viðskiptamál. Ég var með fingraför á
hálsinum og stóra kúlu á enninu en einn
þeirra sagði að ég yrði að „safna stórum
bunka af áverkavottorðum“ áður en
nokkuð væri hægt að gera í málinu. „Á
ég ekki bara að koma til ykkar þegar ég
er dauð?“ spurði ég og hann sagði: „Jú,
þú gætir reynt það, vinan. Svona eru
reglurnar og lögin. Við megum berja
konurnar okkar.“ Ég ætlaði að fara í
Athvarfið þessa nótt, lögreglan sagði að
það eina sem þeir gætu gert fyrir mig væri
að fara með mig þangað. En af því að
hann kom í veg fyrir að ég gæti haft litla
barnið með mér hætti ég við en fór svo
skömmu seinna þegar svipað ástand var í
uppsiglingu. Þetta var ekki í eina skiptið
sem kallað var á lögregluna, en það var
alltaf sama sagan; af því að maðurinn var
ekki drukkinn var ekkert hægt að gera.“
-Hvernig líður þér núna?
„Mér finnst ég vera orðin of gömul til
þess að búa við eitthvað sem er ekki
meira virði en þetta og mér finnst heldur
ekki hægt að bjóða litlu barni upp á að
alast upp við brothljóð. „Pabbi brjóta
allt,“ var fyrsta heila setninginin sem hún
HEIMSMYND 69