Heimsmynd - 01.09.1986, Side 70

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 70
sagði. Ég get ekki hugsað mér að fram- haldið á hennar æsku verði svona. Hann er að reyna að vinna mig aftur núna, lofar bót og betrun og segir að enginn af þessum slæmu hlutum muni koma fyrir aftur. Hann hefur líka verið með litlu stelpuna nokkrum sinnum og þegar hann skilar henni aftur segir hún: „Pabbi brjóta ekkert núna.“ En hann er búinn að vera svona í gegnum fjórar sambúðir og ég hef ekki trú á því að hann breytist úr þessu, fimmtugur maðurinn. Hann segir núna að þessi ár með mér hafi verið besti tíminn í sínu lífi, en ég er orðin mjög tilfinningalega köld gagnvart hon- um og langar mest af öllu til að hann fáist til að skilja í góðu. En hann vill ekki skilja og gerir það sem hann getur til þess að draga málin á langinn og gera mér erfitt fyrir. Hann segir að við séum bara ósköp venjuleg hamingjusöm hjón. Hann sé bara skap- stór og þurfi sína útrás fyrir það. Hann segir líka að það sé eðlilegast að barn alist upp með báðum foreldrum, en ég spyr við hvað?“ -Þu hlýtur að hafa reynt að finna skýr- ingar á því hvernig hann er? „Auðvitað hef ég gert það og ég vil kenna því um að þó hann hafi sjálfur skömm á víni þá er hann alinn upp við drykkjuskap og ofbeldi. Pabbi hans var drykkjumaður og móður sína missir hann tíu ára gamall. Þá er hann settur í fóstur á heimili þar sem líka er þessi mikla drykkja og ofbeldi. Pað skrýtna er að hann er að endurtaka munstur sem hann hataði. Af hverju skyldi mitt barn ekki þola það sem ég hef þolað? spyr hann, meðan ég er að reyna að veita börnunum það sem ég sjálf fór á mis við, láta þau læra og svo framvegis.“ -Vorkennir þú honum? „Nei. Þetta er hans eigið sjálfskapar- víti, hann valdi munstrið og mér finnst að ef maður væri svona sjálfur hlyti mað- ur að reyna að fá sér bót við því.Ef ég væri hann hefði ég sektarkennd, sem hann hefur ekki. Þetta er ekki svo mikið mál „og það er lokað á mann ef maður vill ræða vandann." Það hefur aldrei ver- ið hægt að ræða þessi mál. Þegar ég var í Athvarfinu í fyrra skiptið lofaði hann reyndar að koma í viðtöl og fjölskyldu- ráðgjöf en mátti ekki heyra það nefnt eftir að ég var komin heim. Hann er bara skapstór maður sem þarf sína útrás við og við...“ -Hvaða augum lítur þú á framtíðina? „Mér finnst það ekkert dökkt útlit að vera ein með tvo unglinga og eitt lítið barn. Húsið er líka á mínu nafni og ég veit að hann nær hvorki því né barninu af mér, eins og hann hótar mér stundum. Hins vegar veit ég líka að ég fæ aldrei frið í þessu húsi og þess vegna er ég að spá í að flytja Vestur þó að mig langi ekki að vera að rífa börnin upp. Ég hef reynt að fara fram á að fá lögregluvernd en ekki fengið. En ég get haft það mjög gott með börnunum og ef ég kemst út úr þessu þá verða ekki fleiri sambúðir. Ég er í fyrsta skipti á ævinni orðin tortryggin.“ -Hvað finnst þér að konur sem lenda í þinni aðstöðu eigi að gera? „Það endar sjaldan á betri veginn að fara heim aftur. Það hef ég bæði reynt sjálf og séð hjá öðrum. Ég veit satt að segja ekki hvað ég hefði gert ef Athvarf- ið hefði ekki verið þó að honum finnist ég ekkert hafa að gera þarna. Það er mjög góður mórall inni í húsinu. Við ræðum auðvitað málin en erum ekki að hlaða okkar vandamálum hver á aðra. Mér finnst ómetanlegt að vita að það er hægt að leita til þeirra þarna í Athvarf- inu, en ég er ekki tilbúin að þurfa að gera það oft á ári. Þess vegna ætla ég ekki að fara heim í óbreytt ástand." -Af hverju gera svona margar konur það samt? „Ekki nógu sterkar til þess að fara aftur einar út í lífið,“segir hún snöggt í alveg nýrri tóntegund og réttir úr bakinu um leið. „Maður sér þær margar fara beint úr vondu hjónabandi í sambúð með næsta manni, sem þær þekkja varla - eins og öryggið liggi allt þar. En karlmenn eru nú líka ágætis leikarar ... Mér finnst ég ennþá eiga það mikið eftir af sjálfri mér að ég geti staðið á eigin fótum. Það er tímabært að fara meðan maður treystir sér til þess sjálfur; áður en búið er að brjóta mann svo niður að það er of seint.“ Því meira sem þú hugsar því þrengri veröur hringurinn Hún tekur vel á móti mér, er hress og snaggaraleg í viðmóti en ég finn fljótt hvað hún er vör um sig. Fyrstu klukku- stundirnar gengur hvorki né rekur. Ég er samt ekki að reyna að draga upp úr henni neinar hryllingssögur, bara spjalla svona almennt og biðja hana að rekja þróunina sem varð til þess að hún hefur þrisvar þurft að leita á náðir Kvennaathvarfsins og að lögregluvernd er orðin hluti af lífi hennar og barnanna þriggja. Þetta er myndarleg kona með há kinn- bein og leiftrandi dökk augu. íbúðin í gamla Vesturbænum er notaleg og full af blómum, en kannski aðeins of lítil fyrir öll þessi stóru, mjúku húsgögn, sem til- heyra öðrum tíma, öðrum húsum. Það fer ágætlega á með okkur en samt er einhver spenna í loftinu. Hún hniprar sig eins og köttur í stærsta stólnum milli þess sem hún stendur upp, kvik í hreyf- ingum. Hún er þrjátíu og þriggja, alin upp á „ósköp venjulegu íslensku heimili“ við traustan fjárhag og sátt og samlyndi. Hún varð gagnfræðingur og hefur aðal- lega unnið verslunarstörf; stundum á eigin vegum, stundum fyrir aðra. Mann- inum sínum kynntist hún á balli þegar bæði voru um tvítugt. Hann er iðnaðar- maður. Þau fóru stax að byggja og voru komin í eigið húsnæði tveimur árum eftir að þau giftu sig. Þau unnu bæði mikið, en eftir að fyrsta barnið var fætt fór hann fljótlega að fara einn út að skemmta sér. „Þetta þróaðist svona hægt og rólega,“ segir hún. „Ég var bundin yfir barninu en hann hafði gaman af því að fara út að skemmta sér og var alltaf hrókur alls fagnaðar í vinahóp og á skemmtistöðum. Hann var auðvitað aldrei alkóhólisti, af því að hann stundaði alltaf sína vinnu! Þegar fram í sótti fór hann að loka sig meira og meira af gagnvart mér. Ég fann að hann var óánægður með sjálfan sig. En það mátti ekki tala um það, heldur braust það þannig út hjá honum að hann fór að ásaka mig fyrir alls konar hluti, sem voru út í hött, og leggja allt sem sagt var við hann út á versta veg. A þessum tíma vorum við með fyrir- tæki, sem farið var að halla undan fæti hjá þó að ég fengi ekkert að vita. Það var hans mál eins og allt annað. Það endaði með því að allt var boðið upp ofan af okkur áður en ég hafði haft nokkurn möguleika á því að gera mér grein fyrir því hvað var að gerast, enda hans mál. Þegar þetta gerðist var annað barnið fætt og mjög órólegt, grét allar nætur. Maður hugsar ekki alltof skýrt þegar maður er með tvö börn, eitt sem víkur ekki frá manni og annað sem grætur í eyrun á manni allan sólarhringinn. Svo ég lokaði eiginlega augunum fyrir tilver- unni á þessum tíma. Drykkjan jókst og með henni andlegt ofbeldi sem getur ver- ið verra og sárara en það líkamlega. Þau hverfa fyrr örin á líkamanum en á sálinni. Ekkert kom mér við, engin mál voru mín mál. Mér fannst hann einangra mig og sjálf dró ég mig inn í skelina gagnvart vinum og fjölskyldu. Hann var líka dá- lítið gamaldags í hugsun að þessu leyti. Fjárhagur fjölskyldunnar átti að hvíla á hans herðum. Þetta er, held ég, ennþá mörgum karlmanninum fjötur um fót. Þeir vilja ekki viðurkenna að það þarf tvo til að sjá um heimili. Þó að ég ynni líka fékk ég ekki að taka þátt í neinum ákvörðunum og enn síður var hægt að ræða tilfinningamál." -Hvernig var sambandinu við fjöl- skyldur ykkar háttað? „Það var eiginlega ekkert hans megin og ekkert alltof gott mín megin. Ég dró mig inn í skelina gagnvart þeim eins og vinkonum mínum. Maður vill ekki viður- kenna að allt sé ekki í lagi. Hann átti líka 70 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.