Heimsmynd - 01.09.1986, Qupperneq 77
^ fórnarlambið væri. „Alveg eins og hann
væri að spyrja um einhverja gæs,“ segir
hún.
Hún stóð þá upp við vegginn. Flestir
nærstaddir vissu að hún var í taugaáfalli.
Myndin sem blasti við lögreglumönnun-
um var hins vegar af hávaxinni, glæsilegri
konu. Auðvitað sáu þeir líka að á andlit-
inu voru áverkar og fötin tætt og rifin.
Andlit sem ef til vill hafði einhvern tíma
brosað við einhverjum þeirra utan á for-
síðu á blaðsölustað. María svaraði hon-
um. Og hún svaraði honum þannig að
framkoma hans breyttist.
Þegar hún rifjar upp þessa þjáningar-
' stund úr lífi sínu og ekki síður þær þján-
mgarstundir sem komu í kjölfarið, talar
hún um mikilvægi þess viðmóts sem fórn-
arlambi nauðgunar er sýnt.
„Lögreglan reyndist mér vel. Ég var í
skyndi flutt á sjúkrahús og þar kom ung-
ur læknakandídat sem augsýnilega kunni
ekki sitt fag. Vonandi hefur sá öðlast
^ meiri manngæsku og skilning síðar en á
þessari stundu var hann rangur maður í
hlutverkinu Hann bað mig að snúa mér
við og sprautaði mig með pensillíni. Ég
spurði hann á eftir hvað gerist ef ég hef
nú ofnæmi fyrir pensillíni. Hann svaraði í
kæruleysistón um leið og hann gekk út,
uö þá fengi ég krampakast innnan nokk-
urra mínútna. Síðar kom inn í sjúkraher-
hergið ung kona. Hún var frá samtökum
kvenna sem berjast gegn nauðgunum.
Að öllum líkindum fórnarlamb sjálf.
Hún var skilningsrík og vissi nákvæmlega
hvert var hennar hlutverk á þessari
stundu. Hún sagðist ætla að vera þarna ef
eg þyrfti á henni að halda. Hún spurði
hvort ég vildi sígarettu eða tyggigúmmí.
Síðan tók lögreglan af mér skýrslu. Þeir
spurðu mjög nákvæmlega um það sem
nefnt er method of operation hjá ofbeld-
■, ismanninum. Stundum er hægt að kom-
ast þannig á sporið ef vitað er nákvæm-
Iega um hátterni og aðferðir ofbeldis-
mannsins."
Nokkrum dögum síðar, segir María að
sami maðurinn hafi líkast til verið aftur á
ferð, þegar konu var nauðgað í annarri
skrifstofubyggingu í New York, einnig á
auðri hæð. „Sú kona var ófrísk, komin
sJö og hálfan mánuð á leið og missti
harnið. í kjölfar þessarar vitneskju
akvað ég að fara í mál við eigendur bygg-
•ngarinnar þar sem mér hafði verið
uauðgað, á þeirri forsendu að auð hæð
og opinn væri tilvalinn vettvangur fyrir
glæpi af þessu tagi.“
Lögfræðingur Maríu undirbjó málið
mjög vel. Aðdragandinn var langur og
hin eiginlegu réttarhöld fóru ekki fram
fyrr en árið 1980. „Þetta var ekki prófmál
en hins vegar fyrsta málið af þessu tagi
sem vannst,“ segir hún. „í kjölfarið var
Á það fyrir mér að liggja
að vera bútuð í sundur á
mannlausri hœð, verða
afskrœmt lík sem enginn
þekkir og enginn muni
nokkurn tíma vita um
þann óhugnað sem hér
átti sér stað.
eigendum bygginga af þessu tagi meinað
að hafa auðar skrifstofuhæðir opnar,“
segir hún.
Hún vann málið og fékk skaðabætur.
„En það voru engar bætur í raun, þótt
um einhverja fjárhæð hafi verið að ræða.
Sá skaði sem ég hlaut er óbætanlegur.
Hefði ég vitað á haustdögum 1976 hversu
langan tíma það tæki mig að jafna mig á
þessari reynslu, hefði ég ef til vill gefist
upp á þeirri stundu."
Hún rifjar upp fyrstu mánuðina á eftir.
Hvernig sumir vinir hafi reynst henni
ótrúlega vel. En hvernig vantraust á öll-
um og ótti hafi búið um sig í sál hennar.
Hvernig hún eyddi heilu klukkustundun-
um í baði eins og til að afmá þá reynslu
sem hafði borað sig inn í sálarlíf hennar
og engin sápa gat máð út. Hún rifjar upp
mánuði sem hún gekk á lyfjum gegn
þunglyndi, tíma hjá sálfræðingum og
stöðugan ótta. Hún talar um andlegan
doða, baráttuna við að vilja deyja og
baráttuna við að þrauka hvern dag í
senn. „Og þetta var ekki aðeins nokk-
urra mánaða tímabil,“ segir hún. „Það
tók mig alla vega sjö ár að læra að lifa
með þessum hryllingi. Eftir svona
reynslu verður maður aldrei samur,“ seg-
ir hún og bætir við að vonandi sé það
einstaklingsbundið og vonandi nái marg-
ar konur sér fyrr en hún hafi gert.
Hún segir að margir hafi spurt sig um
hvort þetta atvik hafi haft áhrif á afstöðu
hennar í garð karlmanna. Hún segir slíkt
út í hött. „Nauðgari er ekki karlmaður,
heldur sálarlaust kvikindi, stútfullt af við-
bjóði og þörf til að koma fram einhverj-
um hefndum á fórnarlambi sínu.“
María segir það til dæmis athyglisvert
varðandi þessa spurningu um hvort fórn-
arlamb nauðgunar yfirfæri reynslu sína
yfir á karkyn almennt, að þegar réttar-
höld í máli hennar stóðu yfir, hafi lög-
fræðingur hennar tjáð henni þá von sína
að í kviðdóminum sætu sem flestir karl-
menn. „Af hverju? Jú,“ svarar hún sjálf.
„Þessi lögfræðingur minn vildi höfða til
verndartilfinningar karlmanna. Hann
vildi höfða til dætra þeirra, systra eða
eiginkvenna. - Hvað myndir þú gera ef
þetta henti þína eigin dóttur, konu eða
systur?“
Þegar María segir þetta færist sorgar-
svipur yfir andlit hennar en hún er jafn-
framt reið. „Það er ekki síst aðstandenda
að koma til móts við fórnarlömbin. Sum-
ar konur upplifa nauðgun sem slíka smán
að þær þora ekki að segja frá henni. Og
ég get ekki skilið hvernig einhver að-
standandi eða aðstandendur fórnarlambs
geta lifað með það á samviskunni að hafa
aðstoðað við að hilma yfir slíkan
glæp, sökum einhverra fáránlegra for-
dóma frá fyrri tímum, Iíkt og sökin væri
fórnarlambsins. Sjálf get ég ekki hugsað
þá hugsun til enda, hver yrðu mín við-
brögð ef þetta henti einhvern mér ná-
kominn."
Sjálf hefur María verið mörgum öðr-
um konum innan handar sem síðar hafa
orðið fyrir þessari ömurlegu reynslu.
Hún verður aftur döpur á svip þegar hún
segist finna hvað margar þeirra eigi,
„langt í land að læra að lifa með hryll-
ingnum," eins og hún orðar það. Hún
segir það ólíklegt að fólk geti sett sig í
spor þeirra sem sætt hafi ofbeldi og
nauðgun. „Ég bið fólk um skilning og
umburðarlyndi í garð fórnarlamba. Það
má hafa hugfast í þessu samhengi fræga
setningu Jóns Hreggviðssonar úr íslands-
klukkunni: Hvenær drepur maður
mann...?
HEIMSMYND 77