Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 82
BOKMENNTIR
eftir Ölaf Gunnarsson
ISTI
ALCARFJOIDUNGUR
LONN FRÁ LÁn
EBNEST HEMM5WAV
Og hvað skal einn nær óþekktur ís-
lenskur höfundur segja þegar hann fær
tækifæri að skrifa grein í tilefni af að nú í
sumar eru liðin tuttugu og fimm ár frá
láti Ernest Hemingway?
Nú, rétt er að byrja á því fyrsta sem
kemur í hugann: Ég hef alla tíð dáð og
virt og elskað Hemingway, bækur hans
og minningu. Það er með nokkurri undr- 1
un að mér verður það ljóst, nú þegar mig
vantar tvö ár í fertugt, að enginn maður,
hvorki lifandi né dauður, hefur haft önn-
ur eins áhrif á mig og það starf sem ég hef
kosið að velja mér og Ernest Hem-
ingway.
Strax um tvítugt var ég orðinn það sem
einn vinur minn kallaði: „Forfallinn
Hemingway-isti.“
Og hvað er nú það að vera forfallinn
Hemingway-isti?
Að vera forfallinn Hemingway-isti um
tvítugt er meðal annars þetta: Ef Hem-
ingway-isti verður fyrir því happi að fal-
leg stúlka fylgir honum heim af dansleik
þá hefur Hemingway-istinn ekki annað í
huga en að lesa fyrir hana upphátt úr .
Hverjum klukkan glymur. Hann velur
sér kaflann þar sem elskendurnir kveðj-
ast og það renna tár niður kinnar Hem-
ingway-istans á meðan á lestrinum stend-
ur. Að vera Hemingway-isti er að sofa í
klukkutíma eftir dúndurdrykkju áður en
maður vaknar í byggingavinnuna og ,
hugsa sem svo: Papa hefði látið sig hafa
það. Að vera Hemingway-isti er að slá
lán hjá foreldrum sínum til að kaupa sér
handsmíðaða haglabyssu, svo dýra að
nálgast verð sæmilegrar kjallaraíbúðar,
og fara á rjúpu í tíu vindstigum og skaf-
renningi með tvær rósavín í aftursætinu
(vonlaust rjúpnaveður, það er best að
eiga við þær í logni) og stara inn í morg-
unmyrkrið og mjallrokið með frosna
haglabyssuna sér í hendi og óblandað
viskí á Termos-brúsa og nokkrar samlok-
ur með hnetusmjöri. Að vera Heming-
way-isti er að spyrja móður sína hvort
henni standi ekki á sama þótt maður
drekki eina kalda hvítvín með gellunum
og ýsunni í kvöld.
Petta gjörir ungur Hemingway-isti.
Gamall Hemingway-isti man hins veg-
ar heilræði eins og þessi: Pað er engin
leið að snúa við ef fyrsta skáldsagan mis-
tekst, og fá aftur skrifstofuvinnuna sína,
að skrifa er æfistarf.
Að semja bók verður að vera erfiðis-
vinna sem er unnin af ást, annars er
bókin ekki skáldskapur.
Þetta eitt skiptir máli við ritstörf: Að
þrauka. ,
Nú hefur það verið í tísku hjá bók-
menntamönnum í mörg ár að reyna að
taka í lurginn á Hemingway. Vopnin
kvödd á að vera della samkvæmt nýjustu
fræðimennsku. Hverjum klukkan glym-
ur, væmin ádeilubók. Smásögurnar
82 HEIMSMYND