Heimsmynd - 01.09.1986, Page 82

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 82
BOKMENNTIR eftir Ölaf Gunnarsson ISTI ALCARFJOIDUNGUR LONN FRÁ LÁn EBNEST HEMM5WAV Og hvað skal einn nær óþekktur ís- lenskur höfundur segja þegar hann fær tækifæri að skrifa grein í tilefni af að nú í sumar eru liðin tuttugu og fimm ár frá láti Ernest Hemingway? Nú, rétt er að byrja á því fyrsta sem kemur í hugann: Ég hef alla tíð dáð og virt og elskað Hemingway, bækur hans og minningu. Það er með nokkurri undr- 1 un að mér verður það ljóst, nú þegar mig vantar tvö ár í fertugt, að enginn maður, hvorki lifandi né dauður, hefur haft önn- ur eins áhrif á mig og það starf sem ég hef kosið að velja mér og Ernest Hem- ingway. Strax um tvítugt var ég orðinn það sem einn vinur minn kallaði: „Forfallinn Hemingway-isti.“ Og hvað er nú það að vera forfallinn Hemingway-isti? Að vera forfallinn Hemingway-isti um tvítugt er meðal annars þetta: Ef Hem- ingway-isti verður fyrir því happi að fal- leg stúlka fylgir honum heim af dansleik þá hefur Hemingway-istinn ekki annað í huga en að lesa fyrir hana upphátt úr . Hverjum klukkan glymur. Hann velur sér kaflann þar sem elskendurnir kveðj- ast og það renna tár niður kinnar Hem- ingway-istans á meðan á lestrinum stend- ur. Að vera Hemingway-isti er að sofa í klukkutíma eftir dúndurdrykkju áður en maður vaknar í byggingavinnuna og , hugsa sem svo: Papa hefði látið sig hafa það. Að vera Hemingway-isti er að slá lán hjá foreldrum sínum til að kaupa sér handsmíðaða haglabyssu, svo dýra að nálgast verð sæmilegrar kjallaraíbúðar, og fara á rjúpu í tíu vindstigum og skaf- renningi með tvær rósavín í aftursætinu (vonlaust rjúpnaveður, það er best að eiga við þær í logni) og stara inn í morg- unmyrkrið og mjallrokið með frosna haglabyssuna sér í hendi og óblandað viskí á Termos-brúsa og nokkrar samlok- ur með hnetusmjöri. Að vera Heming- way-isti er að spyrja móður sína hvort henni standi ekki á sama þótt maður drekki eina kalda hvítvín með gellunum og ýsunni í kvöld. Petta gjörir ungur Hemingway-isti. Gamall Hemingway-isti man hins veg- ar heilræði eins og þessi: Pað er engin leið að snúa við ef fyrsta skáldsagan mis- tekst, og fá aftur skrifstofuvinnuna sína, að skrifa er æfistarf. Að semja bók verður að vera erfiðis- vinna sem er unnin af ást, annars er bókin ekki skáldskapur. Þetta eitt skiptir máli við ritstörf: Að þrauka. , Nú hefur það verið í tísku hjá bók- menntamönnum í mörg ár að reyna að taka í lurginn á Hemingway. Vopnin kvödd á að vera della samkvæmt nýjustu fræðimennsku. Hverjum klukkan glym- ur, væmin ádeilubók. Smásögurnar 82 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.