Heimsmynd - 01.09.1986, Page 92
Robert Mitchum horfir út um glugga í Farewell, My Lovely.
Humphrey Bogart og Martha Vickers í The Big
Sleep.
Hann þáði laun fyrir að
skrifa handrit, stundum
hálffullur eða timbraður
eins og aðalpersónan
sjálf.
V
Raymond Chandler var fyrst og
fremst rithöfundur. Pað hefur engin
myndgerð enn náð stemmningunni í hans
bestu bókum. En sakamálasögur hans
eru órjúfanlegar frá kvikmyndaiðnaðin-
um og eru hluti fjöldamenningar sem
varð til á áratugunum eftir fyrra stríð. Ef
litið er yfir feril Chandlers eru kvikmynd-
irnar áberandi. Bækur hans voru keyptar
til kvikmyndagerðar og hann þáði laun
fyrir að skrifa handrit, stundum hálffull-
ur eða timbraður eins og aðalpersónan
sjálf.
Chandler leit á kvikmyndir sem
mikinn iðnað en misheppnaða list. Hann
fékk samt sem áður vænar fúlgur
fyrir handritsgerð og var útnefndur til
verðlauna fyrir handrit. Og þrátt fyrir
óhróður sem hann skrifaði um Holly-
wood og framleiðsluna þar setti hann sitt
mark á iðnaðinn. Myndir sem nefndar
voru film noir. Hann skrifaði handrit að
fimm myndum á tímabilinu 1944 til 1951
og þær hafa vafalaust haft áhrif á þróun í
Hollywood.
Fyrsta skáldsaga Chandlers hét The
Big Sleep og kom út 1939. í henni sté
riddari og byssumaður fram á sjónarsvið
miðrar tuttugustu aldar. Fram á sjónar-
svið sem var myrkvað af kreppu og
heimsstyrjöld. Chandler bjó til róman-
tíska mynd af mannlegum dyggðum í
stórborgarskítnum þar sem svik og vá lá í
loftinu. Enginn annar sakamálasagnarit-
ari og fáir aðrir höfundar hafa náð eins
stemmningunni á glapstigum borg-
arinnar. Þá er einnig sjaldfundið annað
eins riddaralegt göfugmenni og Philip
Marlowe sannarlega er.
Á fimmta áratugnum voru fimm
Chandler-skáldsögur myndaðar. Par af
er The Big Sleep, sem Howard Hawks
gerði, talin best. Fyrstu myndir sem gerð-
ar voru eftir sögum Chandlers eru með
söguþráð úr verki hans en sleppa Mar-
lowe. Pað er sambærilegt við að færa upp
Hamlet og sleppa Danaprinsinum.
Chandler mun hafa verið ánægðari með
Murder My Sweet sem gerð var árið
1944. Þar var Dick Powell í hlutverki
einkaspæjarans og hann mun hafa farið
næst því að vera eins og Chandler hugs-
aði sér Marlowe upphaflega.
í augum flestra kvikmyndaáhuga-
manna er samt Humphrey Bogart hinn
raunverulegi Marlowe og allir hinir svik-
arar. Hann er karlmannlegur, fyndinn og
nógu töff til að geta öslað í gegnum vafa-
samt ferli The Big Sleep og endað á séns
með Laureen Bacall. Þráðurinn er samt
vafasamur. Hawks sagði að hvorki hann,
handritshöfundarnir né Chandler hefðu
getað fundið út hver framdi eitt morðið.
En það kemur ekki að sök. Chandler
taldi þetta bestu myndina af þeim sem
byggðar voru á sögum eftir hann.
Eftir The Big Sleep fór flugið að fatast.
í The Lady in the Lake var Marlowe
leikinn af leikara sem hét Robert
Montgomery og George Montgomery í
The Brasher Doubloon. Árið 1947 urðu
einnig hvörf að því leyti að andkommún-
isma óx fiskur um hrygg. Amerískar
myndir komu út úr myrkrinu og napur-
leikanum sem verk Chandlers höfðu
nærst á. Árið 1951 skrifaði hann: „Einka-
spæjarasögurnar eru dauðar.“
92 HEIMSMYND