Heimsmynd - 01.09.1986, Side 94
Jack Nicholson sem Jake Gittes í Chinatown.
Nina Van Pallandt og Elliot Gould í The Long
Goodbye árið 1973.
A sjöunda áratugnum
kom enn ein hetjan til
skjalanna sem enn er með
okkur. Þetta var geð-
sjúklingur með kvittun frá
ríkinu upp á að hann
mœtti drepa.
Á sjötta áratugnum fór hinn heiðvirði
spæjari úr tísku og í staðin kom löggan,
eða vísindamaðurinn í gráum flannelsföt-
um. Á sjöunda áratugnum kom enn ein
hetjan til skjalanna sem enn er með okk-
ur. Þetta var geðsjúklingur með kvittun
frá ríkinu upp á að hann mætti drepa.
(James Bond, Dirty Harry, John
Rambo) Svar þessara manna við illsku
heimsins var að skjóta á allt kvikt. Engir
leynilögreglumenn á hvíta tjaldinu hafa
notið viðlíkra vinsælda. Samt sem áður
virðist sem þjóðfélagsumrót á sjöunda
áratugnum hafa kveikt nýjan áhuga á
spæjaranum sem heldur heiðri sínum
með því að vinna utan kerfisins. Árið
1969 var myndin Marlowe gerð. Fjórum
árum síðar var myndin The Long Good-
bye framleidd.
í Marlowe er reynt að gera söguna
nútímalega með því að sviðsetja verkið í
Los Angeles samtímans með blómaæði
og bardagamönnum sem létu fætur
skipta. Robert Altman gerði The Long
Goodbye árið 1973. Þar var Marlowe
leikinn af Elliot Gould og móttökur að-
dáenda einkaspæjarans voru blendnar. í
Englandi gerði Stephen Frear Gumshoe
og það er háðfærsla á Chandler , Ham-
met ogfilm noir. Jafnvel Burt Reynolds
mætti til leiks og gerði grín að The Big
Sleep í myndinni Shamus.
Ljóst var að róttækra endurbóta þurfti
við til að endurvekja Chandler hefðina ef
hún átti ekki að lognast út af. Dean
Tavoularis gerði Farewell My Lovely
1975 og Robert Mitchum lék aðalhlut-
verkið. Hann var að margra mati orðinn
heldur gamlaður fyrir hlutverkið. f gerð
The Big Sleep 1978 var Marlowe fluttur
að heiman og látinn starfa á enskri
grund. Þótti það til lítilla bóta.
Á síðasta áratug hafa verið gerðar
nokkrar myndir í hefð og anda einka-
spæjaramyndarinnar. Af þeim er China-
town ef til vill mesti í anda Chandlers.
Robert Towne er handritshöfundurinn
og stjórnandi er Roman Polanski. í
myndinni er söguhetjan J.J. Gittes leidd
inn í dimmari sannleika en Marlowe
nokkurn tímann, þar á meðal sifjaspell.
Tvær athyglisverðustu myndir í anda
Chandlers á níunda áratugnum eru Cutt-
ers Way, 1981 og Blade Runner, 1982.
Báðar myndir sækja til leynilögreglu-
sagna.
Heimurinn er hráslagalegur í Blade
Runner. Sögusviðið er Los Angeles árið
2019 og myndin er í anda film noir. Fatn-
aður söguhetjanna er í tísku fimmta ára-
tugarins og Harrison Ford talar yfir
myndina í anda Marlowes. Ford er sér-
lega heiðarlegur maður sem er útbrunn-
inn í óþverralegu starfi. Hann eyðir eft-
irmyndum af mönnum sem við komumst
að því að hafa meiri reisn heldur en
raunverulegir menn. Eins og við er að
búast af Marlowe týpunni þá snýst Ford
að lokum á sveif með mannlegri reisn og
verður meira að segja hrifinn af einni
eftirmyndinni.
Einkaspæjarahefðin lifir þrátt fyrir
Rambóa, Bonda og Mad Max. Það er því
góður möguleiki á að einhverj heyri í
huganum Harrison Ford eða jafnvel ís-
lenskan stórleikara tala yfir götumynd-
inni þegar hann gengur út á regnvott
stræti í Reykjavík, ja.. segjum árið 2019.
94 HEIMSMYND