Heimsmynd - 01.09.1986, Side 96

Heimsmynd - 01.09.1986, Side 96
Hvíta tjaldið í París var heldur dauft. Af og til komu ungar og nýjar kvik- myndaleikkonur fram á sjónarsviðið, ein tók við af annarri án þess að það vekti nokkra verulega athygli. Því miður virt- ust þær flestar ósköp keimlíkar og skorti yfirleitt þau persónu- eða útlitseinkenni sem svo oft virðist skipta sköpum. Pær höfðu ekki fyrr birst á tjaldinu en flestir voru búnir að gleyma þeim. Einhvern veginn tókst engri þeirra að fá fólk til að muna eftir sér, að gera greinarmun á sér og einhverri vinsælu stjörnunni frá því í fyrra. Svo kom Beatrice Dalle. Og hún var ólík öllum hinum. Það var leikstjórinn Jean-Jacques Beineix, sá er leikstýrði Diva, er hratt Dalle fram á sjónarsviðið í myndinni 37 gráður að morgni, 37 Le Matin. Myndin sem nýlega var frumsýnd fjallar um stormasamt ástarævintýri ungrar konu og rithöfundar. Hún ryður úr vegi öllum hindrunum svo þau megi njótast. Hún er saklaus en sterk og gefur honum nýja innsýn í lífið og tilveruna. En það eru takmörk sem hún ekki skynjar og smám saman missir hún vitið. Fyrir honum er aðeins ein leið til að hjálpa henni og það er að binda endi á líf hennar, svo hún verði ekki lokuð inni á hæli. Áhorfendur skynja í lok myndarinnar, ekki aðeins harmleikinn, heldur að stjarna er fædd. Ný Brigitte Bardot. Nýtt franskt kyntákn. Hún er aðeins tuttugu og eins árs gömul. Húðin er eins mjalla- hvít og hárið er blakkt og án efa mun hún ráða ríkjum á hvíta tjaldinu í náinni framtíð. Hún er þegar á forsíðum tíma- rita beggja megin Atlantsála, þótt hún sjálf lýsi sér sem of feitri og alls ekki fallegri. Hún hefur óskaplega kyntöfra og enginn er ósnortinn af henni. Augun eru stór og brún, varirnar eru þrýstnar og göngulagið næstum eins og í mynd, sem er sýnd hægt. Og fæstir áhorfendur munu eftir Sólveigu Anspach gleyma f svip nektarsenum af líkama hennar í þessari nýju mynd Beineix. En leikstjórinn hefur sjálfur lýst því yfir að hann hreinlega elski að horfa á hana í gegnum linsuna og maður skilur svo sem af hverju. Auk þess virðist persónu- leikinn það sterkur að hún fyllir út í tjaldið með orku sinni og nærveru. Þá er sagan um uppgötvun Beatrice Dalle næstum eins óraunveruleg og sög- urnar á hvíta tjaldinu sjálfu. Einhver ljósmyndari sá hana á götu og tók af henni mynd fyrir hálf óþekkt myndablað. Þar var hún máluð og klædd eins og einhver nútíma Lolita. En frán augu leikstjórans Beineix sáu hvað hugsanlega bjó að baki, þegar hann af tilviljun fletti þessu blaði. Og nú er hún orðin eftirsóttasta kyn- Beatrice Dalle í hlutverki sínu í nýjustu mynd Jean-Jacques Beineix ásamt mótleikara sínum, Jean-Hugues Anglade. Honum er einnig spáð miklum frama. tákn Frakka. Sjálf segist hún hins vegar vera siðprýðin uppmáluð. Eiginmannin- um kynntist hún á diskóteki. Hann er 27 ára gamall myndlistarmaður og heitir Jean-Francois. „Heima fyrir geng ég aldrei um alls- nakin,“ segir hún. „Og þegar ég er í rúminu með manninum mínum finnst mér mjög skemmtilegt að sauma út um leið og við horfum á sjónvarpið.“ Hún hikar hins vegar ekki við að fækka fötum fyrir framan myndavél Beineix, sem hún álítur mikinn hæfileikamann. En nýjasta myndin hans þykir ein besta franska kvikmyndin sem gerð hefur verið í langa tíð. Hún segist hins vegar ekki sólgin í fleiri hlutverk af þessu tagi. Helst vill hún aldrei framar birtast nakin á hvíta tjald- inu. Þetta er aðvörun! Það eina sem þessi unga konq segist virkilega hafa áhuga á er hamingjusamt hjónaband. „Mig langar líka til að eignast þrjá syni.“ Hún leynir því þó ekki að peningar freista hennar. Hún þarf að kaupa alla smáhlutina sem stjörnur geta ekki verið án. Eins og Marilyn Monroe söng eru demantar bestu vinir stúlkn- anna. Og Beatrice á örugglega eftir að fá nóg af þeim. Þá langar hana í loðfeldi. Nokkur stykki. Það væri líka gaman að eignast glæsilegan bíl og góða íbúð í hjarta borgarinnar. Og síðast en ekki síst langar hana að gefa Jean-Francois allt sem hugur hans girnist. Beatrice Dalle veit hvað hún vill. Og trúið mér, hún mun fá það sem hugur hennar girnist fyrr en hún sjálf heldur. Það er afar langt síðan nokkur kona á hvíta tjaldinu hefur átt hug og hjörtu franskra bíógesta. Henni hefur tekist það. Hvort henni hefur! Ég vona bara að Beatrice Dalle gefist kostur á að velja og hafna öllum þeim tilboðum sem eiga eftir að streyma til hennar. Ég vona að henni gefist tækifæri til að sýna meira en sinn þokkafulla líkama. 96 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.