Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 112

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 112
„Enginn deilir um hver er hljóm- sveitarstjórinn.í( framfæri. Áöur en árið var liðið var ég kominn í heilmikil sambönd við hljóð- upptökuver og lykilmenn í bransanum og var á bólakafi að reyna að hasla mér völl sem tónlistarmaður þar. Hugmyndin um Stuðmenn var þó ekki dauð. Ég var þá þegar viss um að Stuðmenn væru hug- mynd, alveg sérstök hugmynd, sem gæti átt framtíð fyrir sér.“ „Á meðan ég höstlaði af alefli í London var Spilverk Þjóðanna sett á laggirnar af Valla, Agli Ólafssyni og Sig- urði Bjólu. En ég gat ekki gleymt Stuð- mönnum og gerði mér grein fyrir að þar væri alveg sérstakt apparat á ferðinni. Við Valgeir höfðum frá stofnun Stuð- manna bætt hvor annan upp á alveg sér- stakan hátt. En hann er mjög skemmti- legur og safaríkur einstaklingur, sem og þeir allir. En til að gera langa sögu stutta, þá hafði ég samband við hann og ítrekaði ósk mína um gerð Stuðmannaplötu. Ég undirbjó jarðveginn síðan með þeim samböndum sem ég var búinn að koma upp í London, leigði stúdíó, tónlistar- menn og upptökumenn. Það var ljóst að Egill og Bjóla myndu geta orðið hin besta viðbót við hljómsveitina en Tómas var þegar inni í myndinni, enda búsettur í London. Ég taldi þá á þetta og benti þeim jafnframt á möguleikann að gera eina Spilverksplötu í leiðinni. Sjálfur var ég af undangenginni reynslu orðinn tals- verður einstaklingshyggjumaður og fannst afar eðlilegt að vera titlaður upp- tökustjóri plötunnar. Það þýddi að minn hlutur var eitthvað aðeins meiri en þeirra. En þetta gerði ég vegna þess að nafngiftin gat fært mér frekari störf sem slík. Þetta stríddi hins vegar stórlega gegn félagshyggjuhugsjón þeirra, það er að ég sem fjármagnaði plötuna í upphafi skyldi ætla mér að vera titlaður fremstur meðal jafningja. Og þarna stóð ég and- spænis þessum þremur sósíalistum og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Hins vegar kom Sumar á Sýrlandi út stuttu síðar og sló öll met á íslenskum hljómplötumark- aði. Þetta olli fyrstu alvarlegu misklíðinni á milli okkar. Og ég vil segja að tíminn hafi síðar, ekki aðeins læknað sárin, heldur sett hlutina í perspektíf. Það hvarflar ekki að neinum okkar núorðið að rífast um svona hluti. Síðasta áratug- inn hafa hlutirnir gengið upp og niður en við erum enn við lýði og verðum áfram. Hlutverkaskipting er komin á hreint. Enginn deilir um hver er hljómsveitar- stjórinn. Valgeir er afkastamesti semjar- inn í hópnum sem í eru tíu manns og stundum fleiri. Egill og Ragnhildur eru mestu og bestu túlkendurnir. Þórður og Ásgeir eru hinir eiginlegu virtuosar hljómsveitarinnar hvað hljóðfæraleik snertir og Tómas og Júlíus hafa mest vit á hljóðupptökum og tæknihliðinni. Þetta er eðlileg og skýr verkaskipting sem komið hefur í tímans rás og enginn deilir um lengur." Sú var þó tíðin að Valgeir gekk úr Stuðmönnum og Egill, Tómas og Þórður stofnuðu Þursaflokkinn. Jakob fór hins vegar til Los Angeles. Hann hafði kynnst Önnu Björnsdótt- ur, sem hafði um skeið starfað sem ljós- myndafyrirsæta í London. Hljómleika- ferð Jakobs ásamt Long John Baldry leiddi þau til Los Angeles, þar sem þau giftu sig nokkru síðar og stofnuðu heim- ili. „Hennar uppgangur var mun meiri en minn sem og tekjur. Hins vegar gekk mér ágætlega í tónlistarheiminum, stofn- aði til ýmissa sambanda og hafði sæmi- legar tekjur, þótt þær væru ekkert á borð við hennar. Á þessu tímabili, sem spann- aði ein fimm ár, kom ég alltaf reglulega heim til íslands og átti íbúð í Tjarnar- götunni í Reykjavík. Stuðmenn toguðu alltaf í mig. Við höfðum í kjölfar Sumars á Sýrlandi gert aðra plötu, Tívolí, og í kjölfar hennar gerði ég mína fyrstu sóló- plötu, Horft í roðann, sem á óbeinan hátt opnaði dyrnar til Warner Brothers. í Los Angeles gerði ég síðan fjórar plötur und- ir eigin nafni og hafa tvær þeirra komið út í Bandaríkjunum og víðar. Er líða tók á Los-Angeles dvölina smitaðist ég æ meir af kvikmyndaáhuga. Fyrstu afskipti mín af kvikmyndagerð voru heimildamynd um íslenska innflytj- endur til Brasilíu árið 1980. Síðar eftir að Stuðmenn tóku upp þráðinn að nýju gerðum við kvikmyndina Með allt á hreinu og síðan varð Nickelfjallið að veruleika, bandarísk kvikmynd sem ég framleiddi 1983. 1985 gerðum við svo kvikmyndina Hvíta máva og nú er í vinnslu kvikmyndin Stuðmenn í Kína.“ Kveikjuna að kvikmynd þeirra Með allt á hreinu, sem frumsýnd var 1982, 112 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.