Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 114

Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 114
„Sá tími kom aö ég sá aö hán var hreinlega oröin mér afhuga.“ segir hann hafa verið leikritið Ofvitann í Iðnó. „Þessi kvikmynd okkar sló öll að- sóknarmet en 120 þúsund manns komu til að sjá hana og við stórgræddum á henni.“ í þeirri kvikmynd léku bæði Anna Björnsdóttir þáverandi eiginkona hans og Ragnhildur Gísladóttir núver- andi samstarfs- og sambýliskona hans. Hann brosir. „Við Ragga vorum ekk- ert byrjuð að draga okkur saman þá. Hins vegar var orðið ljóst að hjónaband okkar Önnu var farið í hundana. Við höfðum verið saman í sjö ár og kannski var það þessi frægi sjö ára kláði sem var kominn í sambandið. Ég er vinnudýr og Anna er hörkudugleg en hún vildi líka taka því rólega stundum og njóta ávaxta erfiðis síns. Einhvern tíma hafði ég talað um það við hana hve gaman það væri að fara til Suður-Ameríku. Og einn góðan veðurdag segir hún við mig að hún hafi pantað ferð fyrir okkur til Brasilíu. Þá fékk ég þá hugdettu að gera mynd um íslendinga á þeim slóðum. Fór á kaf í vinnu og vann allan tímann sem við vor- um þar. Þegar við komum síðan aftur heim úr þessu áður fyrirhugaða fríi sló hún hnefanum í borðið og sagðist vera búin að fá nóg. En auðvitað hefur margt annað verið að sem gerði það að verkum að ekki var hægt að lappa upp á þetta hjónaband úr þessu, þótt það hafi verið reynt. Grundvöllurinn var hreinlega brostinn, þótt við bæðum reyndum til dæmis að leita ráðgjafar." Hann hristir höfuðið við tilhugsunina. „Ég man eftir einu atriði úr þessari hjónabandsráðgjöf að það var að ný lauf yxu þar sem þau gömlu dyttu af. Sá tími kom að ég sá að hún var hreinlega orðin mér afhuga. Auðvitað tekur það alltaf ákveðinn tíma að sætta sig við skilnað en mér tókst það. Stundum sér maður ekki fyrr en eftir á hvað er manni fyrir bestu.“ Og nú segist hann vera yfir sig ástfanginn. „Ég var á tímabili sár, beiskur og gramur. Síðan var ég svo lán- samur að kynnast Röggu betur og þau kynni hafa verið mér mikil gæfa. Ég var ekki sjálfs mín herra í fyrri sambúðinni og ég er viss um að Anna hefur einnig upplifað eitthvað svipað eftir að okkar hjónabandi lauk.“ Það færist hlýja yfir svipinn þegar hann talar um Ragnhildi. Hann hlær við þeirri spurningu hvort hann eigi þátt í því að hún sé orðin eins grönn og falleg og raun ber vitni. „Það hafa margir spurt mig að þessu. Alveg eins og fólk haldi að Ragga hafi verið einhver níutíu kílóa hlunkur veltandi um á milli þúfnabarða í Kjósinni áður en ég hitti hana. Annars var ég að hugsa um það í Vestmannaeyjum á dög- unum að hún er eiginlega að verða of grönn - en það er ekki bara mataræðið heldur hin stöðuga hreyfing á sviðinu. Hún er kannski á iði í fjóra tíma í senn.“ Og áfram talandi um samband þeirra, segir hann: „Ragnhildur er svo goody, glaðvær og skemmtileg. Auk þess hefur hún mikinn húmor sem passar mjög vel inn í hljómsveitina. Samband okkar verður betra með hverju misserinu sem líður. Ég skynja í henni ákveðin heilindi, ákveðið traust sem gerir það að verkum að hún er frábær félagi og lífsförunautur. Auk þess höfum við mjög lík áhugamál. Hún er listamaður sem er stöðugt að þroskast. Auðvitað er samband okkar ekki alfarið árekstralaust, þar sem við vinnum saman. En þetta er lukkuleg sambúð og litla Erna Guðrún, dóttir Röggu, er yndislegur bónuspakki, vasa- útgáfa af mömmu sinni.“ Hann segir að barneignir séu hins veg- ar ekki á döfinni hjá þeim Ragnhildi næstu tvö til þrjú árin. „Það er ákveðinn verkefnalisti sem við þurfum að ganga frá áður og ýmislegt á döfinni. Upphaf- lega gerðum við Ragnhildur áætlun fyrir árið 1986 og hugðumst starfa sem dúó. En með tilkomu Kínaferðarinnar var ákveðið að gera þetta að heildarplani fyrir allan Stuðmannahópinn. Við höfðum ráðið okkur umboðsmann í Los Angeles, sem nú sér um framkvæmda- hlið allra mála utan íslands eins og hljómplötugerðina í Englandi síðasta vor og Kínaferðina. Þá þarf að markaðssetja sjónvarpsmyndina um Kínaferðina sem og plötuna. Þannig að svona fram- kvæmdaaðili er mjög nauðsynlegur. Auk þess er nýkomin út eftir mig djassplata í Bandaríkjunum. Það er ekkert gróðafyr- irtæki en gaman samt. Plan Stuðmanna sem heildar nú er að koma afurðum sín- um á markað sem víðast, í sem flestum löndum. Og það er markaður fyrir Stuð- menn um ókomna framtíð, svo fremi spilagleðin haldi áfram að vaxa. Og enn flengjumst við landshorna á milli að spila, kvöld eftir kvöld.“ í kjölfar þess talar hann um æsku þessa lands. „Við erum í töluvert nánu sam- bandi við krakkana. Mér finnst ég skynja að þau séu að mörgu leyti agaðri en mín kynslóð á okkar unglingsárum. Þau virð- ast drekka minna og vera framagjarnari. Hass eða eiturlyf virðast ekki eins al- geng. Sjálfur vildi ég ekki hafa farið á mis við reynsluna af hassi á sínum tíma, þótt ég hafi fyrir löngu lagt allt slíkt á hilluna. Sú reynsla veitti mér innsýn inn í hættulegan heim, þar sem fólk er eins og lauf í vindinum. Sumir eru í mörg ár að ná sér eftir slíka reynslu. Ég og mínir félagar sluppum með skrekkinn en þeir eru margir sem aldrei bera sitt barr. Ég er einnig hófmaður í áfengismálum, drekk stundum vín með mat og koníak með kaffi og læt þar við sitja. Ég er þó handviss um að bjórinn ef hann yrði leyfður myndi bæta áfengismenningu hér og draga úr neyslu sterkra, brenndra drykkja, sem gera fólk kolvitlaust. En talandi um yngri kynslóðina nú finn ég einnig í þeirra hópi einstaklinga samsaumaða af menntahroka og full af sjálfsréttlætingarkennd. Eigin- hagsmunaseggir, sem nú virðast áberandi í forystu fyrir ungu kynslóðinni, til dæmis ungliðaleiðtogar í pólitík, og finna fyrri kynslóð allt til foráttu, eru ekki að mínu skapi. Mín skoðun er sú að hið rétta eðli íslendinga sé sambland af einstakl- ingshyggju og sterkri félagslegri tilhneig- ingu. Sjálfur hef ég upplifað hvort tveggja og núorðið, að mér finnst, í hinni réttu blöndu. Það er nauðsynlegt að tryggja eigin velferð, því strax og svo er fer hinn heilbrigði einstaklingur að hlynna að velferð náungans. Sá sem van- rækir sjálfan sig verður engum að gagni. Ég er enginn skáti en þetta eru mín grundvallar lífsviðhorf." Og ég kveð Stuðmanninn Jakob á horni Hallærisplansins. Hann er í græn- um silkifötum og heldur sína leið eins og endurskinsmerki á myrku síðsumar- kvöldi. Ég hef engar áhyggjur af því að hann týnist í myrkrinu. Hann veit hvert hann er að fara. 114 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.