Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 130

Heimsmynd - 01.09.1986, Síða 130
FOLK VALDIMAR Unni Arngrímsdóttur hjá Módelsam- tökunum var falið að finna íslenskan þátttakanda. Þórunn Elva hafði verið á námskeiði hjá henni í framkomu og Unn- ur bað hana að koma í viðtal. Hafði síðan samband aftur og sagði Þórunni að hún hefði verið valin. Þórunn hafði annars litla reynslu úr fegurðar- og sýningar- bransanum. Hún hugsaði sig vandlega um áður en hún tók því að verða fulltrúi íslenskra frúa í alþjóðlegri keppni. Taldi samt að það myndi veita sér þroska á nýjum svið- um. Þá er keppnin haldin á Honolulu á Hawai og eyjan hefur alltaf heillað Þór- unni. Hún segir að hún hefði ekki getað farið nema með aðstoð foreldra sinn. Það þarf síðan kjól, föt og skartgripi við ýmis tækifæri og allt er þetta dýrt. Hún missir einnig þrjár vikur úr skólanum i haust vegna fararinnar en ætlar samt að slá til. Nú er Þórunn ekki beinlínis sú kven- gerð sem maður á von á að sjá í verk- fræðinámi í háskólanum. Ljóshærð, förð- uð og með langar lakkaðar neglur. Hún segir frá því að hún hafi legið á spítala síðasta vetur og hjúkrynarkonurnar hafi varla trúað því að hún væri í verkfræði með þessar neglur. „En ég vil vera kven- leg. Læra samt. Mér finnst að konan eigi að vera hún sjálf jafnframt því sem hún berst fyrir jafnrétti við karlmenn." Maður Þórunnar Elvu heitir Hafsteinn Eggertsson og er í tannlækningum í há- skólanum. Hann er einu ári eldri en hún og búinn með þrjú ár af sex. í sumar vinnur hann sem gjaldkeri í Verslunar- bankanum en Þórunn er að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Rafís hf. Það er hluti af námi hennar. -En eru ekki fáar stúlkur í verkfræði við háskólann? Þórunn segir að verkfræðin virðist vera eitt af síðustu vígjum karmannanna. Af um það bil fimmtíu manns í verkfræði í háskólanum eru einungis þrjár stelpur. Henni finnst það mjög furðulegt. „Ég held að þetta sé líka dálítið konum að kenna,“ segir hún. „Þær vantreysta sér. í fimmta og sjötta bekk menntaskóla verða hvörf. Þá eru stelpurnar sem eru búnar að vera samviskusamar frá því að þær voru sjö ára orðnar leiðar. Strákarn- ir eru hins vegar búnir að rasa út.“ Þór- unn segir að verkfræðin taki nær allan tíma sinn á veturna. Hún er í tímum frá átta til sex alla vikuna og þarf að skila skýrslum og dæmum vikulega í öllum fögum. „Barn rúmast ekki í þessu námi,“ segir hún. Venjulegur dagur líður þannig að hún fer í skólann og er þar til kvölds. Hún fer beint eftir skólann á safn og er þar til tíu eða hálfellefu. Hún og maður hennar lesa oft á sama safninu. Annars hittast þau heima og elda saman matinn og fara síðan að sofa. Laugardagskvöldin eru einu fríkvöldin. -Er barn á stefnuskránni? Því finnst Þórunni erfitt að svara. Hún hefur áhuga á að ljúka framhaldsnámi í rafmagnsverkfræði áður en það verður. Hún þarf að bíða eitt ár eftir manni sínum eftir að hún er búin með fyrrihluta hér heima. Þá eru eftir tvö ár í viðbót erlendis. Það þýðir að hún getur orðið móðir tuttugu og sjö ára og það finnst henni allt í lagi. Fulltrúi okkar í keppninni um titilinn frú Heimur segir að á heimili sínu ríki algert jafnrétti. Ekki þvingað jafnrétti eins og sums staðar er. Hún segir að maðurinn sinn sé oft að strauja þegar hún komi heim. Mesti kosturinn við jafn- réttið sé þegar báðir aðilar finni hjá sjálf- um sér hvað á að gera. Maður Þórunnar er einnig búinn að vera mjög jákvæður í sambandi við keppnina. Þórunn er búin að vera að æfa sig að ganga heima og hann hefur hjálpað henni. Hún hefur annars fengið þjálfun í framkomu og göngu hjá Módelsamtökunum og sýnir þrisvar í viku með þeim til að æfast í að koma fram. Þá stundar hún líkamsrækt og maður hennar, sem er fótboltamaður, er farinn að stunda hana með henni og það finnst henni skemmtilegra. -En er ekki erfitt að þurfa að koma fram í sundbol í keppninni? „Það er meðal annars þess vegna sem ég var ekkert sérlega hrifin,“ svarar Þór- unn. „Það er að sumu leyti ágætt hvað keppnin er langt í burtu frá íslandi. Ég mundi halda að ég ætti erfiðara með að ganga í sundbol á sviðinu hér í Broad- way. Auk þess snýst þessi keppni ekki bara um útlitið heldur líka eitthvað meira. Ég reyni að vera landi og þjóð til sóma. Mér finnst Hófí hafa staðið sig vel. Ég kann svo vel við hvað hún er róleg og eðlileg. Hún hefur ekki orðið stærilát. Ég hef hugsað mér að reyna að vera fulltrúi ungu konunnar. Ég ætla að leitast við að vera ég sjálf,“ segir Þórunn og nú er bara að vona að hún bæti enn einum titlinum í safn okkar íslendinga. Valdimar Örn Flygenring leikari alías Skarphéðinn Njálsson eða eigum við að segja Calvin Klein - átti langalangalang- afa sem hét Þórður og bjó á Fiskilæk í Leirársveit í Borgarfirði. Og Þórður þessi sigldi til Hafnar til að læra að smíða kirkjur. Meistarinn sem hann vann hjá hét Flygenring og var barnlaus. Þegar hann kvaddi íslendinginn Þórð í hinsta sinn sagði hann: Ef þú eignast erfingja á fslandi, lofaðu mér þá því að láta hann heita Flygenring. Löngu seinna þegar Þórður eignaðist erfingja minntist hann loforðsins við sinn gamla meistara. Og það var ekki að sökum að spyrja, barnið var skýrt Flygenring. Þannig nam danska ættar- nafnið Flygenring land á íslenskri grund. Og hver veit nema að nafnið eigi eftir að hasla sér völl víðar, ef fram fer sem horfir að Valdimar Örn verði tákn tískukóngs- ins bandaríska Calvin Klein. En hvernig stóð á því að Valdimar Öm fór að nema leiklist? Hann segir að slíkt hafi legið lengi í loftinu. „Ég var að vísu búinn að vinna alls konar störf til sjós og lands áður en ég lenti í Leiklistarskólanum. Þó var það ekki eingöngu tilviljun sem réði því.“ -Þú útskrifaðist í fyrra og ert strax kominn inn fyrir þröskuldinn á atvinnu- leikhúsunum og í aðra skálmina á þekkt- ustu gallabuxum heims. Hvers vegna gengur þér svona vel? „Ástæðan er einföld. Hún er sú að ég hef verið í höndunum á góðu fólki. Og eitt er víst að leiklistin á mig allan.“ -Valdimar hefur verið að leika í kvik- mynd í sumar og það hefur farið heldur hljótt um þá mynd. Hvers vegna? „Það stóð aldrei til að auglýsa þessa mynd upp hérna á íslandi. Það er banda- rísk kona sem gerir þessa kvikmynd og hún heitir Nitska Keene. Kvikmyndin ber hins vegar nafnið The Juniper Tree. Efnið er sótt í eitt af ævintýmm Grimmsbræðra. Ætli það heiti ekki Eini- berjarunnurinn á íslensku." -Og nú þurfið þið væntanlega að tala ensku í þessari mynd? „Við tölum að sjálfsögðu með íslensk- um hreim en það gerir ekkert til því myndin á að gerast í Norður-Skandinavíu fyrir langa löngu. Það eru fjórir íslenskir leikarar sem leika í þessari mynd. Auk mín eru það Björk söngkona í hljóm- sveitinni Kukl, Bryndís Bragadóttir, sem lék Hildigunni í Njálssögu í sumar, og 130 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.