Heimsmynd - 01.09.1986, Page 136

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 136
ÓSKAR ÖRN JÓNSSON HELGI Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlista- maður, situr ekki auðum höndum. Hann var með sýningu í Norræna húsinu síð- astliðið sumar ásamt þremur öðrum lista- mönnum. Þeim Gunnari Erni Gunnars- syni, Einari Hákonarsyni og Kjartani Ól- asyni. Þar sýndi Helgi eingöngu olíumál- verk. Samtímis var hann ásamt öðrum með sýningu í Malmö í Svíþjóð og sýndi þar olíumálverk og grafík. Núna í sept- ember dvelur hann um þriggja vikna skeið í smábæ skammt frá Kiel í Vestur- Þýskalandi. „Þar sný ég mér að grafík,“ segir hann. „Mér hefur verið boðið að vinna þar að eins konar grafík-möppu sem Þjóðverji að nafni Norbert Weber gefur út.“ í þessari möppu verða ein- göngu verk eftir mig.“ Helgi segir það vera geysilega til- breytingu fyrir sig sem listamann að ríg- binda sig ekki við eitthvert ákveðið listform. Hann málar í olíu, vinnur grafíkmyndir og ristir í dúk, gerir skúlp- túra og skrifar bækur. Þessi 33 ára lista- maður útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1975 og fór ári seinna til Hollands. Þar dvaldi hann í þrjú ár við myndlistarnám. í Hollandi hafa allmargir íslenskir myndlistarmenn sest að og lifa þar af listsköpun sinni. Helgi Þorgils segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að setjast að erlendis. En hvernig skyldi honum þá ganga að lifa af list sinni hér á fslandi? „Svona þokkalega," segir hann. „Á sýningunni í Norræna húsinu síðastliðið sumar seldi ég allmargar myndir og svo er ég kennari í hálfri stöðu við MHÍ. Ég kenni þar módelteikningu og reyndar ýmislegt fleira. Þetta dugar til að fram- fleyta heimilinu. Það er reyndar ekki stórt." Helgi er kvæntur Margréti Lísu Stein- grímsdóttur þroskaþjálfa og þau eiga eitt barn, Örn sem er tíu ára gamall. -Verðurðu með sýningu í vetur, Helgi? „Ég verð með nokkrar myndir á sýn- ingu í Gautaborg sem verður opnuð 25. september. Og líklega verð ég með myndir á sýningum víðar í Evrópu.“ -Hafa verk þín selst vel á sýningum erlendis? „Já, alveg sæmilega. Og í gegnum þessar sýningar hafa verk mín líka komist inn á listasöfn í nokkrum löndum. í því felst mikil uppörvun.“ 136 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.