Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 136
ÓSKAR ÖRN JÓNSSON
HELGI
Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlista-
maður, situr ekki auðum höndum. Hann
var með sýningu í Norræna húsinu síð-
astliðið sumar ásamt þremur öðrum lista-
mönnum. Þeim Gunnari Erni Gunnars-
syni, Einari Hákonarsyni og Kjartani Ól-
asyni. Þar sýndi Helgi eingöngu olíumál-
verk. Samtímis var hann ásamt öðrum
með sýningu í Malmö í Svíþjóð og sýndi
þar olíumálverk og grafík. Núna í sept-
ember dvelur hann um þriggja vikna
skeið í smábæ skammt frá Kiel í Vestur-
Þýskalandi. „Þar sný ég mér að grafík,“
segir hann. „Mér hefur verið boðið að
vinna þar að eins konar grafík-möppu
sem Þjóðverji að nafni Norbert Weber
gefur út.“ í þessari möppu verða ein-
göngu verk eftir mig.“
Helgi segir það vera geysilega til-
breytingu fyrir sig sem listamann að ríg-
binda sig ekki við eitthvert ákveðið
listform. Hann málar í olíu, vinnur
grafíkmyndir og ristir í dúk, gerir skúlp-
túra og skrifar bækur. Þessi 33 ára lista-
maður útskrifaðist frá Myndlista- og
handíðaskólanum árið 1975 og fór ári
seinna til Hollands. Þar dvaldi hann í
þrjú ár við myndlistarnám. í Hollandi
hafa allmargir íslenskir myndlistarmenn
sest að og lifa þar af listsköpun sinni.
Helgi Þorgils segir að það hafi aldrei
hvarflað að sér að setjast að erlendis. En
hvernig skyldi honum þá ganga að lifa af
list sinni hér á fslandi?
„Svona þokkalega," segir hann. „Á
sýningunni í Norræna húsinu síðastliðið
sumar seldi ég allmargar myndir og svo
er ég kennari í hálfri stöðu við MHÍ. Ég
kenni þar módelteikningu og reyndar
ýmislegt fleira. Þetta dugar til að fram-
fleyta heimilinu. Það er reyndar ekki
stórt."
Helgi er kvæntur Margréti Lísu Stein-
grímsdóttur þroskaþjálfa og þau eiga eitt
barn, Örn sem er tíu ára gamall.
-Verðurðu með sýningu í vetur, Helgi?
„Ég verð með nokkrar myndir á sýn-
ingu í Gautaborg sem verður opnuð 25.
september. Og líklega verð ég með
myndir á sýningum víðar í Evrópu.“
-Hafa verk þín selst vel á sýningum
erlendis?
„Já, alveg sæmilega. Og í gegnum
þessar sýningar hafa verk mín líka komist
inn á listasöfn í nokkrum löndum. í því
felst mikil uppörvun.“
136 HEIMSMYND