Heimsmynd - 01.09.1986, Page 138

Heimsmynd - 01.09.1986, Page 138
Þórarinn Óskar Þórarinsson er nýkom- inn heim frá Danmörku og segist hafa stokkið beint inn í kvikmynd. Það er kvikmyndin Skytturnar - byggð á handriti Friðriks Þórs Friðrikssonar og Einars Kárasonar. „Þetta er mynd um tvo ís- lenska sjómenn sem koma í land og reka sig alls staðar á vegg.“ Þórarinn er alinn upp í Nauthól, rétt hjá víkinni þar sem margir hafa baðað sig, hjá langömmu sinni Jósefínu Eyjólfs- dóttur. Hún var betur þekkt í Reykjavík stríðsáranna sem Jósefína spákona. Á sama hátt segist Þórarinn vera betur þekktur undir nafninu Aggi. „Ég er aldrei kallaður annað en Aggi. Ég hélt meira að segja sjálfur fram að átta ára aldri að ég héti bara Aggi. Þá var ég nemandi í Skóla ísaks Jónssonar og ísak gamli kenndi mér að ég héti alls ekki Aggi heldur Þórarinn Óskar. Mér hefur alltaf verið hlýtt til ísaks síðan þetta gerðist." -En hvernig er Agganafnið tilkomið? „Hún Jósefína langamma mín var spá- kona og daginn sem ég fæddist, eða 23. febrúar 1955, var gamla konan að spá í spil sem oftar. Út úr spilunum sá hún þetta nafn og þar við sat og situr.“ Aggi hefur haldið sig utan lands- steinanna undanfarin ár, aðallega í Árós- um auk þess sem hann hefur eitthvað verið í Bandaríkjunum. „Ég hef unnið fyrir mér sem ljósmyndari. Nú er ég hins vegar alkominn heim. Ég og Pálína kon- an mín eigum tvo stráka, níu og tíu ára gamla. Okkur langar ekki til að þeir verði Danir. En það má segja að það séu einhverjir draugar að verki, sem draga mann hingað heim.“ Gengur hjátrúin í arf? Ef til vill hefur langamma hans spáð því að hann ætti eftir að verða kvikmyndastjarna á fslandi? ÞURÍDUR Þuríður Pálsdóttir rekur æviferil sinn frá bernskuárum til þessa dags í ævisögu sem um þessar mundir er í smíðum. Þuríður vill sem minnst segja um ævisögu sína. „Það er með bækur eins og börn,“ segir hún, „umræður um afkvæmið eru ekki raunhæfar fyrr en fæðingin er afstaðin.“ Hún segir að um það bil tvö ár séu liðin síðan fyrst var fært í tal við hana að vinna slíka bók. Eftir langa umhugsun hafi hún samþykkt það ef Jónína Michaelsdóttir féllist á að skrifa hana, sem hún gerði. Ef að líkum lætur mun tónlistin koma talsvert við sögu í bókinni því Þuríður hefur frá unga aldri verið virk í tónlistar- lífi þjóðarinnar og hefur sungið fleiri óperuhlutverk en nokkur önnur söng- kona hérlendis. Hún er yfirkennari Söng- skólans í Reykjavík og segist að mestu vera hætt að syngja opinberlega. Síðast fór hún með stórt hlutverk í Miðlinum sem íslenska óperan flutti árið 1983. „Við eigum margar stórkostlegar söng- raddir,“ segir hún, „en það er ekki vel að þeim búið. Stofnun íslensku óperunnar var merkur áfangi, en Gamla bíó er ekki fullnægjandi til óperuflutnings. í lögum um Þjóðleikhús eru ákvæði um að flytja beri eina óperu á ári og má ekki minna vera en að því ákvæði sé fullnægt. Ein- hvern veginn er það svo að það skortir skilning á því að það þurfi að hlúa að óperusöng hérlendis eins og öðrum list- greinum. Þetta kemur glöggt í ljós þegar byggð eru glæsileg listasetur æ ofan í æ án þess að gert sé ráð fyrir að þar sé hægt að flytja óperur. Fyrst Borgarleikhúsið og nú Tónlistarhöll. En ég hef þá trú að ekki sé búið að segja síðasta orðið í því ævin- týri,“ sagði Þuríður Pálsdóttir. 138 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.