Heimsmynd - 01.09.1986, Blaðsíða 138
Þórarinn Óskar Þórarinsson er nýkom-
inn heim frá Danmörku og segist hafa
stokkið beint inn í kvikmynd. Það er
kvikmyndin Skytturnar - byggð á handriti
Friðriks Þórs Friðrikssonar og Einars
Kárasonar. „Þetta er mynd um tvo ís-
lenska sjómenn sem koma í land og reka
sig alls staðar á vegg.“
Þórarinn er alinn upp í Nauthól, rétt
hjá víkinni þar sem margir hafa baðað
sig, hjá langömmu sinni Jósefínu Eyjólfs-
dóttur. Hún var betur þekkt í Reykjavík
stríðsáranna sem Jósefína spákona. Á
sama hátt segist Þórarinn vera betur
þekktur undir nafninu Aggi. „Ég er
aldrei kallaður annað en Aggi. Ég hélt
meira að segja sjálfur fram að átta ára
aldri að ég héti bara Aggi. Þá var ég
nemandi í Skóla ísaks Jónssonar og ísak
gamli kenndi mér að ég héti alls ekki
Aggi heldur Þórarinn Óskar. Mér hefur
alltaf verið hlýtt til ísaks síðan þetta
gerðist."
-En hvernig er Agganafnið tilkomið?
„Hún Jósefína langamma mín var spá-
kona og daginn sem ég fæddist, eða 23.
febrúar 1955, var gamla konan að spá í
spil sem oftar. Út úr spilunum sá hún
þetta nafn og þar við sat og situr.“
Aggi hefur haldið sig utan lands-
steinanna undanfarin ár, aðallega í Árós-
um auk þess sem hann hefur eitthvað
verið í Bandaríkjunum. „Ég hef unnið
fyrir mér sem ljósmyndari. Nú er ég hins
vegar alkominn heim. Ég og Pálína kon-
an mín eigum tvo stráka, níu og tíu ára
gamla. Okkur langar ekki til að þeir
verði Danir. En það má segja að það séu
einhverjir draugar að verki, sem draga
mann hingað heim.“
Gengur hjátrúin í arf? Ef til vill hefur
langamma hans spáð því að hann ætti
eftir að verða kvikmyndastjarna á
fslandi?
ÞURÍDUR
Þuríður Pálsdóttir rekur æviferil sinn frá
bernskuárum til þessa dags í ævisögu sem
um þessar mundir er í smíðum. Þuríður
vill sem minnst segja um ævisögu sína.
„Það er með bækur eins og börn,“ segir
hún, „umræður um afkvæmið eru ekki
raunhæfar fyrr en fæðingin er afstaðin.“
Hún segir að um það bil tvö ár séu liðin
síðan fyrst var fært í tal við hana að vinna
slíka bók. Eftir langa umhugsun hafi hún
samþykkt það ef Jónína Michaelsdóttir
féllist á að skrifa hana, sem hún gerði.
Ef að líkum lætur mun tónlistin koma
talsvert við sögu í bókinni því Þuríður
hefur frá unga aldri verið virk í tónlistar-
lífi þjóðarinnar og hefur sungið fleiri
óperuhlutverk en nokkur önnur söng-
kona hérlendis. Hún er yfirkennari Söng-
skólans í Reykjavík og segist að mestu
vera hætt að syngja opinberlega. Síðast
fór hún með stórt hlutverk í Miðlinum
sem íslenska óperan flutti árið 1983.
„Við eigum margar stórkostlegar söng-
raddir,“ segir hún, „en það er ekki vel að
þeim búið. Stofnun íslensku óperunnar
var merkur áfangi, en Gamla bíó er ekki
fullnægjandi til óperuflutnings. í lögum
um Þjóðleikhús eru ákvæði um að flytja
beri eina óperu á ári og má ekki minna
vera en að því ákvæði sé fullnægt. Ein-
hvern veginn er það svo að það skortir
skilning á því að það þurfi að hlúa að
óperusöng hérlendis eins og öðrum list-
greinum. Þetta kemur glöggt í ljós þegar
byggð eru glæsileg listasetur æ ofan í æ án
þess að gert sé ráð fyrir að þar sé hægt að
flytja óperur. Fyrst Borgarleikhúsið og
nú Tónlistarhöll. En ég hef þá trú að ekki
sé búið að segja síðasta orðið í því ævin-
týri,“ sagði Þuríður Pálsdóttir.
138 HEIMSMYND