Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 18

Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 18
UPPL J ÓSTRANIR Fljúgandi hnettir. fánar og flugdrekar... íslandsför Roberts De Niros... Qlögleg uppsögn NYJAR AHERSLUR, Aratugur hörðu og köldu efnanna er liðinn undir lok. Áhrif þessara breyttu áherslna má sjá í „Nýju Kringlunni“ sem var opnuð fyrir skömmu. I stað hvíts marmara eru gólf þessarar nýju verslunarbyggingar lögð þykku parketi og fjöldi lista- verka prýðir ganga og torg. Helga Björnsson hefur hannað fána, hnetti og flug- dreka úr litríkum efnum sem munu hanga niður úr loftinu og skapa skemmtilega og óvenjulega stemningu. Sjálf hefur hún teiknað mynstrin sem þykja bera mexíkóskan keim en hlutirnir voru allir saumaðir hérlendis. Það má með sanni segja að Helga sem um margra ára skeið hefur starfað sem hönnuður hjá franska tískuhönnuðinum Helga Björnsson hdnnuður sér um óvenjulegar en skemmtilegar skreytingar í lofti Borgarkrlnglunn- DE NiRO-FEÐGININ Á næstunni verður tekin til sýningar í Bandaríkjunum kvikmynd sem ber heitið Mobsters eða Glæpahyskið þar sem teflt er fram hópi ungra og efnilegra leikara. Myndin fjallar um uppgangs- ár mafíunnar í New York á árunum kringum 1920 meðan guðfeðurnir voru enn ungir og spengilegir. Þau nýstirni sem þar leiða saman hesta sína eru Christian Slater sem NY GILDI Louis Ferraud í París hafi í mörgu að snúast um þessar mundir. Eftir að hún lauk við að fullgera listaverk sín hér á landi flaug hún til Indlands með stuttum stansi í París þar sem hún hafði umsjón með hönnun á sérstaklega skreyttum flíkum sem eru hluti af vetrarlínu Ferraud. Önnur íslensk listakona, Steinunn Þórarinsdóttir gler- myndlistamaður, kemur við sögu en tvö listaverk eftir hana prýða Borgarkringluna. Stærra verkið er fimm til sex metra hár glerveggur sem myndar hálfhring og teygir sig upp á milli stiganna milli fyrstu og annarrar hæðar. Á vegginn slær flöskugrænum bjarma og í honum má greina myndir af margs konar ver- um. Hitt verk Steinunnar er þriggja metra há glersúla sem mun koma til með að tróna í einum af göngum byggingar- innar. Markmiðið er að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem viðskiptavinir geta sótt þjón- ustu í rólegu og notalegu um- hverfi. Kostnaðurinn við breytingar á húsnæðinu er talsverður eða um fjögur hundruð milljónir en að mati aðstandenda munu þeir fjár- munir fljótt skila sér þegar fólk kemst á bragðið með að gera innkaupin í persónulegu umhverfi. er af mörgum talinn einn efnilegasti leikari Holly- wood, Patric Dempsey, Richard Grieco sem margir kannast við úr auglýsingum hönnuðarins Emporio Arm- ani og síðast en ekki síst Drena De Niro, dóttir leik- arans fræga Roberts De Niro. Þess má geta að faðir Drenu, Robert De Niro er nú kominn í hóp þeirra sem geta kallast „Islandsvinir“, Drena De Niro, dóttir leikarans fræga Roberts De Niro, ásamt þeim Rlchard Grieco og Christian Slater. því nú fyrir stuttu gerði hann dags stans í Reykjavík til þess meðal annars að skoða sig um og snæða hádegis- verð. íslenskir fjölmiðlar höfðu veður af komu þessa fræga leikara og voru mættir þegar hann lenti í einkaþotu sinni á Keflavíkurflugvelli. Leikarinn sem hefur orð á sér fyrir að vera sérlega fjöl- miðlafælinn brást hinn versti við en um leið og kvik- myndavélarnar tóku að suða gerbreyttist viðmót hans. De Niro á skilið hrós fyrir þann stjörnuleik sem hann sýndi þegar hann kom sjónvarps- gestum fyrir sjónir rólegur og yfirvegaður þrátt fyrir alla bræðina vegna ágengni ís- lenskra fréttamanna. LJÚTT AFSPURNAR Borghildur Anna Jónsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Dagblaðinu Vísi, vann fyrir skemmstu mál sem hún höfðaði gegn útgáfufyrirtæki þess, Frjálsri fjölmiðlun, fyrir Bæjar- þingi Reykjavíkur. Tilefni málshöfðunarinnar var að Borghildi Önnu var .sagt upp störfum í september árið 1987 og neitað um fjögurra mánaða uppsagnarfrest sem henni bar samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélags íslands eftir þrettán ára störf hjá fyrirtæk- inu. Tildrög málsins voru þau að Borghildur Anna hafði farið fram á þriggja mánaða launalaust leyfi vegna sjúk- dóms, svo kallaðs Brehet-syndróms sem meðal annars veld- ur liðagigt og slímhúðarbólgum. Svörin sem hún fékk voru þau að henni væri sagt upp störfum og að uppsögnin tæki þegar gildi. Blaðamannafélag íslands tók þá málin í sínar hendur og ákvað að styðja Borghildi Önnu þannig að hún gæti sótt mál sitt og greiddi henni auk þess örorkubætur þai sem hún var með öllu ófær um að sjá fyrir sér á þessum tíma. Dóm- ur í málinu féll síðan eins og fyrr segir fyrir skömmu og var Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða Borghildi Önnu árs laun blaðamanns og fallist á allar helstu röksemdir hennar. Borghildur hefur á þeim árum sem liðin eru síðan henni var sagt upp störfum hjá Dagblaðinu Vísi lagt stund á nám í London og lauk hún nú í vor BA-prófi í listum. Hún kveðst að vonum ánægð með niðurstöðu dómsins og bendir á að með því sé skylda atvinnurekenda til að virða og standa við sinn þátt gerðra kjarasamninga staðfest. Borghildur Anna Jónsdóttlr vann mál sem hún höfðaði gegn Frjálsri fjölmiðlun vegna ólögmætrar uppsagnar. 18 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.