Heimsmynd - 01.06.1991, Side 35

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 35
konum huggulegheit eins og að opna dyrnar fyrir þær í stað þess að ryðjast á undan, hjálpa þeim í kápuna, og bjóða þeim út að borða ótilneyddir. Hins vegar er ef til vill erfitt fyrir þá að vita hvort slík hegðun er tilhlýðileg því sjálfsagt eru þær konur til sem líta á slíkt og þvílíkt sem hreina móðgun vegna háleitra jafnréttissjónarmiða. Ég held að íslenskir karlmenn séu tæpast öfundsverðir. Það hlýtur að vera óskaplega snúið að passa inn í starfsheitið ís- lenskur karlmaður nú við upphaf tíunda áratugarins. Ekki mega þeir vera of góðir með sig, þá lítur engin kona við þeim, vinir og kunningjar mega helst ekki frétta af því ef þeir kunna að halda á ryksugu eða vaska upp, hins vegar fellur það vænt- anlega í góðan jarðveg hjá vinkonunum. Þeir verða að hugsa um útlitið en mega ekki vera tepruleg- ir, verða að vera vel klæddir en ekki spjátrungslegir. Það er áberandi hvað menn hugsa yfirleitt meira um klæðaburð og útlit seinni ár. Ánægjuleg tilbreyting það. Ég verð nú að segja eins og er að þótt öllu megi ofgera, þá hef ég gaman af því að sjá menn ekki síður en konur vel til fara og snyrtilega. Þeir virðast líka aðeins vera farnir að velta því fyrir sér að holdafar er ekki einkamál kvenna. Karlar eiga það líka til að stíga full þungum skrefum á vigtina. Útivera og hreyfing eru til siðs og gera karlmennina hraustlegri og ásjálegri. Menn eldast líka orðið margir hverjir ágætlega og þora jafnframt að klæða sig unglegar en áður. Enn eru þeir þó til sem eru fæddir gamlir og hafa verið eins og miðaldra menntaskólakennarar frá ferm- ingu. Eitt er það sem er óþolandi. Það er þegar menn nota orð, sem áður höfðu jákvæða merkingu og hafa reyndar enn ef notkun þeirra er rétt, á neikvæðan eða niðrandi hátt. Eins og heyrðu vinan, heyrðu góða mín eða væna mín. Þetta gera stjórar stundum að því er virðist til að setja konum stólinn fyrir dyrn- ar, eða láta þær vita að þær eigi ekkert með að vaða upp á dekk. Óbreyttir liðsmenn eiga það til að beita sömu aðferð í þeirri röngu trú að það sé þeim til framdráttar. Það versta er svo að konur eru sumar hverjar jafnvel farnar að leggja þetta fyrir sig líka. Til allrar lukku virðast íslenskir karlmenn smám saman vera að átta sig á því að það er leyfilegt að tala um barnauppeldi og mjúku málin margfrægu. Énn sem komið er kemst þó mismikið á framkvæmdastigið eins og gengur, en á því eru sem betur fer ánægjulegar undantekningar. Mér finnst alltaf dálítið spaugilegt að enn virðast sumir feður þurfa að auglýsa það sérstaklega ef þeir ætla sér að mæta á foreldra- fund eða þurfa að sinna börnum og búi á annan máta. Ekki það, að vissulega er gott, fínt og frábært að þeir skuli þó yfir- höfuð taka þátt í þeim sjálfsagða hlut sem uppeldi barna þeirra vissulega er. Það þarf tvo til, ekki satt, og sú þörf nær lengra en eina nótt. Fyrir utan það hvað þeir menn sem ekki taka þátt í uppeldi barna sinna hljóta að fara mikils á mis í líf- inu. Og hún er langlíf meðaumkunin hjá vinum og vanda- mönnum ef feður „þurfa að passa“ eins og það er svo oft kallað. Eitt það fallegasta sem ég veit er að sjá karlmann, helst myndarlegan, spássera með lítið krfli, já, eða bara gefa önd- unum brauð. Þetta hljómar sjálfsagt hálf klisjukennt, en svona er það nú samt og vísast órækt dæmi um ellimörk. Það er kominn tími til að íslenskir karlmenn og íslenskar konur friðmælist. Samvinna er lausnarorðið. Þessi barátta kynjanna er orðin leiðigjörn og úrelt. íslenskir karlar eiga að sýna konum virðingu og sanngirni og umgangast þær sem jafn- ingja en ekki undirsáta, og að sjálfsögðu gildir það sama um þær. Konur eiga að fá leyfi til að vera kvenlegar og karlar einnig að fá að halda einhverjum af sínum séreinkennum sem oft og tíðum gera þá ómótstæðilega. Það er kannski réttast að gera sér grein fyrir að við erum öll Islendingar og getum ekki hvert án annars verið. í það minnsta held ég að tilveran yrði fátækleg ef þið væruð ekki þarna, þessar elskur.D HEIMSMYND 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.