Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 44

Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 44
UMHVERFISMÁL: Böndin berast aö bleiunum Ný kynslóð menntafólks hefur komið fram á sjónarsviðið sem ekki lœtur nœgja að tala um nauðsyn þess að vernda náttúruna heldur gengur á undan með góðu fordæmi. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, doktor í plöntuvistfræði, tilheyrir þessum hópi. Á bossa rúmlega fimm mánaða gamals sonar hennar hefur ekki komið annað en taubleia. Léttvægt, kynnu einhverjir að hugsa, en svo er alls ekki. Nýjar rannsóknir á samsetningu sorps bandarískra heimila sýna að tuttugu prósent úrgangsins eru pappírsbleiur. Umhverfisvernd hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár en nú er kominn tími til að breyta orðum í athafnir. Porri fólks virðist vera meðvitaður um þessi mál en fæstir gera sér grein fyrir því hvernig þeir sem einstaklingar geta lagt sitt af mörk- um. Mörgum óar við tilmælum umhverfisverndarsinna sem oft virðast ganga í þá átt að hverfa til lifnaðarhátta torfbæjar- menningarinnar. Það kemur því eflaust á óvart hversu miklu einföld atriði geta skipt eins og það að nota borðtusku í stað eldhúsrúllu til að þurrka af. „Þetta er spurning um hugarfar,“ segir Þóra Ellen. „Það sem reyndist ef til vill hvað erfiðast við þá ákvörðun að nota taubleiur var að fá bleiuplast keypt. Við fórum stað úr stað þar til við að lokum fundum verslun sem seldi bleiuplast.“ Hún viðurkennir þó að bleiuþvotturinn taki talsverðan tíma og að mun oftar þurfi að skipta á þegar taubleiur séu notaðar því þær taki ekki við eins miklum raka og þær sem búnar eru til úr pappír. Þóra Ellen er þó ekkert að því komin að gefast upp og er ákveðin í að halda áfram að nota taubleiur þar til sonurinn, Þórhallur Helgason, hættir að þurfa á bleium að halda. Það er ekki eingöngu barnafólk sem getur lagt baráttunni lið. Þóra Ellen bendir á að það sé margt sem fólk getur gert í þessum efnum án þess að fórna miklu. „Það þarf aðeins að taka sig á í dálítinn tíma meðan maður er að temja sér nýjar venjur.“ Að nota einn plastpoka í stað þess að setja í sitt hvorn pokann hverja tegund þess grænmetis sem keypt er þótt allt rúmist með góðu móti í einum eða tveimur er nokkuð sem allir geta gert án þess að það valdi nokkrum óþægindum. Grænmetið er þá vigtað áður en það er sett ofan í pokann og allir verðmiðarnir límdir á að því búnu. Svipaða sögu er að segja um frauðplastbakka sem notaðir eru undir vörur úr kjöt- og fiskborðum verslana. Þessir bakkar eru sérlega umhverfis- fjandsamlegir þar sem við framleiðslu þeirra myndast efni sem stuðla að eyðingu ósonlagsins. Notkun þessara bakka er, eins og Þóra Ellen bendir á, með öllu ónauðsynleg þar sem þeim er fleygt um leið og heim er komið og allt eins mætti setja vör- una í plastpoka og loka fyrir. Einnotaumbúðir utan um gos- drykki, pilsner og bjór eru sama marki brenndar og fólk ætti að forðast þær eftir fremsta megni. Mun æskilegra er að kaupa þessa vöru í glerflöskum, þar sem þær má nota aftur og aftur. Þóra Ellen Þórhallsdóttír, doktor í plöntuvistfræði, ásamt syninum Þór- halli Helgasyni, fimm 44 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.