Heimsmynd - 01.06.1991, Side 63

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 63
hver hún var. Ég verð að viðurkenna að ég varð hálf hissa því ég átti ekki von á því að hún liti svona venjulega út ómáluð og ótilhöfð,“ segir Helga og er á svipinn eins og hún sé varla enn búin að átta sig á því. Klippingin fór síðan fram við eldhús- borðið meðan krakkarnir hlupu um í stofunni. Meðan Helga klippti las Jagger grein um Shirley MacLane og Warren Beatty í tímaritinu Vanity Fair en Jerry keðjureykti og fylgdist með. Öðru hverju las hann upphátt úr blaðinu fyrir þær gull- korn sem hrotið höfðu af vörum þessara frægu systkina og þær Helga og Jerry hlógu. Þegar síðan kollur Jaggers hafði verið klipptur fór Jerry að tala um hvað það væri langt síðan hún hefði verið klippt. „Var það ekki mamma þín sem særði hárið á mér síðast?“ spyr Jerry mann sinn. Jú, það var víst rétt og það varð úr að Helga særði hár hennar og dóttúrinn- ar Elisabeth. Jerry var hin rólegasta meðan Helga klippti en kallaði öðru hvoru fram á Jagger til að minna hann á að koma börnunum í rúmið. Hann hafði hins vegar mestar áhyggj- ur af því að missa af Twin Peaks í sjónvarpinu. Þetta hafðist þó og þau settust öll fram í stofu til að horfa á sjónvarpið. yndin Free-Jack lýsir heldur dapurlegri framtíð mannkyns. „Hræðilegri," segir Jagger, „sérstaklega fyrir þá fátæku. Þeir ríku verða stöðugt ríkari meðan þeir fá- tæku verða fátækari. I raun finnst mér þessi lýsing eiga ágætlega við um það sem er að gerast í kringum okkur í dag. Ég held þó að það sé rangt að kalla myndina pólitíska þótt leikstjórinn hafi vissu- lega áhyggur af því hvert stefnir." Smátt og smátt leiðist samtalið út í spjall um þær félagslegu aðstæður sem við búum við í dag og ég finn að nú erum við komin að málefnum sem hann hefur mikinn áhuga á. „Ég held ekki að maður þurfi að vera sósíalisti til að telja það áhyggjuefni að bilið milli ríkra og fátækra fari breikkandi. Sósíalismi hefur frekar ýtt undir þessa þróun ef eitthvað er. Hins veg- ar held ég að flestir hugsi um þessa hluti og sjái þá sem hættulega þróun. Það geri ég að minnsta kosti. Sú hætta er vissulega alltaf til staðar þeg- ar maður býr við munað að maður gleymi þessari staðreynd, jafnvel þótt fátæktin blasi við manni á hverjum degi hvert sem maður fer. Maður venst því að sjá fátækt í kringum sig. Það er eins og maður myndi skel gagnvart því fólki sem mað- ur sér á götunni. En það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda hvernig þetta fólk fer að því að draga fram lífið frá degi til dags.“ Jagger virðist vera mjög meðvitaður um þjóðfélagsmál enda kemur í ljós að helstu áhugamál hans eru stjórnmál pg saga. Hann er mikill lestrarhestur, les að jafnaði þrjár til fjórar bæk- ur á viku og er áskrifandi að Foreign Affairs, tímariti um al- þjóðamál sem hann les spjaldanna á milli. Áður en hann sló í gegn með Rolling Stones hafði hann hafið nám í hagfræði í hinum virta skóla London School of Economics og stefndi að því að leggja fyrir sig fyrirtækjarekstur. Hann er fágaður í framkomu og fátt í fari hans minnir á hefðbundna ímynd rokkara. „Það er algengt að fólk í rokkbransanum sé stimplað sem utangarðsmenn. Að mínu mati er þetta tóm goðsögn. Margir þessara manna koma úr millistétt og hafa búið í fínum úthverfum allt sitt líf en reyna að draga upp mynd af sér sem utangarðsmönnum af því að það þyk- ir flott. Þetta er tekið gott og gilt og ímyndin virðist ætla að loða við rokk- ið endalaust. Ég vil hins vegar ekki gefa slíka mynd af mér.“ Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna svo langur tími er liðinn frá því Mick Jagger lék síðast í kvikmynd. Ástæðuna segir hann fyrst og fremst þá að hann hafi verið á kafi í tón- listinni en viðurkennir einnig að sér hafi ekki boðist nein áhugaverð hlut- verk. „Þetta voru yfirleitt léleg hlut- verk í lélegum myndum. Ég hafnaði öllum slíkum tilboðum því að sem betur fer hef ég ekki þurft á því að halda að leika í þriðja flokks mynd- um. Ég tek leiklistina alvarlegar nú og veit hvað ég er að gera. Ég hef farið í leiklistartíma, gert spunaæfing- ar og unnið með fjölmörgum aðilum að því að ná tökum á verkefninu þannig að ég held ég geti sagt að ég sé betur undirbúinn í þetta sinn,“ segir Jagger og lækkar röddina og bætir síðan hálf afsakandi við, „ég vona alla vega að ég sé orðinn betri leikari en ég var þá.“ Það er auðheyrt á Jagger að hon- um er mikið í mun að vel takist í þetta sinn. Hann er orðinn mjög virt- ur sem tónlistarmaður þannig að lé- leg frammistaða á leiklistarsviðinu myndi rýra álit hans og ímynd og hætt væri við því að honum gæfist ekki annað jafn gott tækifæri í bráð. Hann hefur lagt ofurkapp á að setja sig inn í hlutverk sitt með því meðal annars að skapa persónunni fortíð og uppruna. „Ef maður er mjög vel und- irbúinn veit maður hvað maður er að gera en ef ekki þá býður maður hætt- unni heim. Ég er ekkert hissa á því að þeir séu stressaðir sem mæta á staðinn án þess að hafa haft fyrir því að undirbúa sig. Mér var reyndar sagt að hinir leikararnir hafi verið dálítið stressaðir fyrir myndina,“ segir Jag- ger og hlær hátt og innilega og það er ekki annað hægt en að hlæja með honum. „Allir héldu að ég yrði stressaður yfir því að fara að leika á ný eftir svona langt hlé en ég var það bara alls ekki. Ég get sagt þér að það tekur mun meira á taug- arnar að standa á sviði fyrir framan tugi þúsunda fólks en að taka upp einnar mínútu atriði í kvikmynd fyrir framan tuttugu manns. Trúðu mér. Það er ekki bara að það sé færra fólk við kvikmyndatökurnar heldur er hægt að endurtaka atriðið. Ef maður klúðrar einhverju á sviðinu er ekki hægt að stoppa og segja hei! gerum þetta aftur.“ framhald á bls. 92 „Engan langar að fást við sama hlutinn alla ævi. Það að leika er tilbreyting fyrir mig því leiklistin er að vissu leyti annars konar andleg áskorun en tónlist.“ HEIMSMYND 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.