Heimsmynd - 01.06.1991, Page 73

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 73
ÍSLENSK ÆTTARSAGA DAVÍÐ ODDSSON OG Arið 1904 fengum við íslendingar heimastjórn og mikil framfaraöld rann upp. Sá sem tók við stjórnartaumum í hinni nýju stjórn var Hannes Hafstein. Með honum og frændgarði hans þótti mörgum sem ný ætt hefði brotist til valda á íslandi. Pað var Briemsætt en móðir Hannesar var af henni. Hvarvetna, jafnt í stjórnsýslunni sem í bankakerfinu, voru menn af Briemsætt áberandi. Sól Stephensena, sem var sterkasta valdaætt 19. aldar, var að hníga til viðar en Briemsætt að hefjast til forustu. Þorsteinn Thorarensen rithöfundur sagði í einu af ritum sínum að þessar tvær ættir hefðu verið ólíkar og báðar dregið dám af tíðarandanum, hvor á sínum tíma. Stephensens- ættin drottnaði yfir landinu líkt og þróttmikill örn en Briemsættin minnti meira á fallega kisu; mjúkir og geðugir í anda þeirrar lýðræðisaldar sem upp var að renna. Þeir voru metnaðarfullir, gáfaðir og duglegir, þóttu kurteisir en stundum nokkuð sleipir í viðskiptum. Alla þessa öld hefur Briemsættin verið áberandi í stjórnkerfinu en hún hefur líka alið af sér fjölmarga snjalla lista- menn. Nægir þar að nefna Hannes Hafstein, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sálmaskáldið Valdimar Briem og Jóhann Briem listmálara. Allmargir þeirra hafa setið á ráðherrastóli og má þar nefna þá Jóhann Hafstein og Gunnar Thoroddsen sem báðir náðu því að verða forsætisráðherrar og feta þannig í fót- spor Hannesar Hafstein, frænda síns. Reyndar voru tveir aðrir forsætisráðherrar, þeir Jón Þorláksson og Björn Þórðarson, giftir inn í ættina. Og nú hefur stund þriðja forsætisráðherrans af Briemsætt runnið upp. Davíð Oddsson er kominn af þessari miklu ætt og svipar um margt til hennar þó að hann þakki ekki ættar- veldinu frama sinn. Um útlit er hann ekki ólíkur ættinni, einkum holdmikið og fremur kringluleitt andlitið. Hann er tungulipur, listrænn og mjúkmáll eins og þeir frændur margir. Eitt af síðustu verkum Svavars Gestssonar sem menntamálaráðherra í lok apríl síðastliðins var að friða allmörg hús í Reykjavík og þar með hina glæstu röð timburhúsa við vestanverða Tjörnina. En þessi röð er einmitt sýnilegt tákn um áhrifavald Briemsættar við upphaf heimastjórnar og bera húsin reyndar vott um þann stórhug, bjartsýni og glæsileika sem kom með Hannesi Hafstein og stjórn hans. Um aldamótin hafði verið samþykkt í bæjarstjórn Reykjavíkur að leggja skyldi skemmtistíg umhverfis Tjörnina en árið 1904 keyptu bræðurnir Páll og Eggert Briem ásamt Birni Olafssyni augnlækni svokallaða Tjarnarbrekku með það fyrir augum að byggja þar hús sín. Þetta stríddi auðvitað gegn yfirlýstum vilja bæjarstjórnar en þeir höfðu sitt mál í gegn. Páll var þá nýskipaður bankastjóri íslandsbanka en Eggert skrifstofustjóri í 3. deild stjórnar- ráðsins en sú staða jafngildir ráðuneytisstjórastöðu í fjármálaráðuneyti nú. A árunum 1906 til 1907 risu svo sjö glæsibyggingar meðfram Tjörninni og Tjarnarbrekkan fékk svip fínasta hverfisins í Reykjavík. Húsin byggðu ekkja Páls Briem, Eggert Briem og þriðji bróðirinn, Sigurður Briem póstmeistari. Fjórða húsið reisti Jón Helgason, mágur Páls Briem, fimmta Björn Olafsson augnlæknir, svili Sigurðar Briem, en Klemens Jónsson landritari, hægri hönd Hannesar Hafstein í Stjórnarráðinu, hið sjötta. Syðsta húsið í röðinni og það fínasta og stærsta og dálítið ofan við hin reisti sjálfur ráðherra íslands, Hannes Hafstein, sem að sjálfsögðu var af Briemsætt, en móðurbróðir hans, Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri Landsbankans, tók að sér að leggja Tjarnargötu. Hann var líka af Briemsætt. eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON HEIMSMYND 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.