Heimsmynd - 01.06.1991, Page 80

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 80
EinariPálssvni^fÍmiEinari, sínum. Hónhft m ' nhannáPáU bónda á Laugabokku - ^ mgibiörg Bimi véUræö'nJniaUgu! guðtræðingur og ‘3S=S»,SS JSSíffiíSSrS-SSSr- logfræðingur, Þórunn Jónassen (svsfir Halll!10?leinsson, Eggert Claessen Kristín Lárusdóttir (svsturdóttir hLI0H \ c ’.«Hannes Hafsfein> Jóhanna Ha„».sar|. CÆy.^ÆT^S-'r"'® (systurdóttir Hannesar), Soffía Hafstein Krictilnf r ’ Sop5l? Jonassen Hannesar), *„„„ Harsrein , fmSStSSSgS Hannesar). Anna Jónsdóttir, borg- artulltrúi í Reykiavik, ásamt manni sínum, Þorvaldi Gunnlaugssym stærðtræðingi, og born- um þeirra. ftnna er at- komandi Hannesar Hat- stein. stjóri íslandsbanka 1921 til 1930, stjórnarformaður Eimskipa- félags íslands 1926 til 1950 og framkvæmdastjóri Vinnuveit- endafélagsins frá stofnun 1934 til æviloka. Vegna starfa sinna fyrir vinnuveitendur fléttaðist nafn Eggerts mjög inn í vinnu- deilur og stéttabaráttu og forustumenn sósíalista litu á hann sem höfuðóvin. Eggert var tvíkvæntur og voru konur hans ná- skyldar. Fyrri kona hans var Sophia Jónassen (sjá Hafstein- sætt, HEIMSMYND 7. tbl. 1989) en sú síðari Soffía Jónsdótt- ir. Þær voru systradætur. Önnur dóttir hans af seinna hjóna- bandi er Krístín Anna Claessen (f. 1926), kona Guðmundar Benediktssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu (dóttir þeirra er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir (f. 1956), sóknar- prestur á Seltjarnarnesi). b. Ingibjörg Claessen (1878-1970), gift Jóni Þorlákssyni for- sætisráðherra, borgarstjóra og fyrsta formanni Sjálfstæðis- flokksins. c. María Kristín Claessen (1880-1964), kona Sigurðar Thor- oddsen, fyrsta íslenska verkfræðingsins og lengi yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík (sjá Thoroddsensætt, HEIMS- MYND 8. tbl. 1989). Meðal barna þeirra var Gunnar Thor- oddsen (1910-1983), sem átti það sameiginlegt með Davíð Oddssyni, frænda sínum, að vera lögfræðingur, borgarstjóri og forsætisráðherra. Hann náði hins vegar aldrei svo langt að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. d. Gunnlaugur Claessen (1881-1948), yfirlæknir við Rönt- gendeild Landspítalans og bæjarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1920 til 1926, kvæntur Þórdísi Björnsdóttur. FRAMSÓKNARLEGGUR ÆTTARINNAR 5. Ólafur Briem (1851-1925), bóndi og alþingismaður á Álf- geirsvöllum í Skagafirði, var einn margra sona Eggerts sýslu- manns á Reynistað. Hann sat óslitið á Alþingi frá 1886 til 1919 eða í 33 ár. Ólafur var einn af stofnendum Framsóknarflokks- ins og fyrsti formaður hans. Þá var hann stjórnarformaður SIS á árunum 1920 til 1925. Kona hans var Halldóra Pétursdóttir. Elstu börn þeirra voru: a. Þorsteinn Briem (1885-1949), prófastur á Akranesi. Þegar Ásgeir Ásgeirsson myndaði ráðuneyti sitt árið 1932 gerðist séra Þorsteinn atvinnu- og samgöngumálaráðherra og kirkju- og kennslumálaráðherra þó að hann væri þá utan þings. Gegndi hann ráðherraembætti til 1934. Þá var hann kjörinn á þing sem landskjörinn en þingmaður Dalasýslu var hann 1937 til 1942. Þorsteinn var einn af stofnendum Bændaflokksins sem klauf sig út úr Framsóknarflokknum og var formaður hans á árunum 1935 til 1942. Kona hans var Valgerður Lárus- dóttir en meðal barna þeirra eru Kristín Valgerður Briem (f. 1911), móðir Þorsteins Helgasonar (f. 1937), prófessors í verk- fræði, og Valgerður Briem (f. 1914), móðir Valgerðar Bergs- dóttur (f. 1943) myndlistarmanns. b. Ingibjörg Briem (1886-1953), kona Björns Þórðarsonar, doktors í lögum, en hann var forsætisráðherra í utanþings- stjórninni 1942 til 1944. Sonur þeirra er Þórður Björnsson (f. 1916), fyrrverandi saksóknari ríkisins. AMTMAÐURINN GLÆSILEGI OG YNGSTU SYSTKININ 6. Páll J. Briem (1856-1904) amtmaður var eitt barn þeirra sýslumannshjóna á Reynistað í Skagafirði. Hann varð þegar á námsárum í Kaupmannahöfn meðal róttækustu stúdenta þar og tók virkan þátt í félagslífi þeirra. Hann lauk lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla og þegar hann kom heim tók hann þegar þátt í stjórnmálum og var þar í fremstu röð. Hann varð sýslumaður í Dölum og síðar í Rangárvallasýslu og tók þátt í margs konar félags- og umbótamálum. Páll Briem var alþing- ismaður Snæfellinga 1887 til 1891 og gerðist þá forustumaður svokallaðra miðlunarmanna sem undu ekki kyrrstöðunni á Al- þingi, vildu skera á hnútinn um sambandið við Danmörku og einbeita sér frekar að verklegum framkvæmdum fyrir landið. Páll varð svo amtmaður á Akureyri árið 1894 en 1904 var hann svo skipaður bankastjóri hins nýstofnaða Islandsbanka sem örugglega var einhver eftirsóttasta staða landsins. Þar var Hannes Hafstein, frændi hans, að verki. En Páli auðnaðist ekki að vera í því embætti nema nokkrar vikur því að hann lést úr lungnabólgu sama ár. Þó að Páll létist fyrir aldur fram var hann meðal áhrifamestu valdamanna Islands fyrir og um aldamótin. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Guðmundsdóttir. Seinni kona hans var Álfheiður Helgadótt- ir, systir Jóns biskups Helgasonar. Meðal barna hans voru: a. Þórhildur Briem (1896-1991), kona Theódórs Líndals, prófessors í lögum. Eldri sonur þeirra er Páll Líndal (f. 1924), 80 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.