Heimsmynd - 01.06.1991, Page 89

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 89
Trúboði. . . framhald af bls. 70 lútherskrar trúfræði ungum mönnum, sem ætla að verða prestar í kirkjunni í Kína á komandi árum. Þar við bættist annað kirkjulegt starf, sérstaklega í Lút- herska bókafélaginu og ennfremur fyrir hermenn Sameinuðu þjóðanna er voru í Chungking.“ Var Jóhann eini Norður- landabúinn við skólann, hinir kennar- arnir voru allir Bandaríkjamenn eða Kínverjar. Astrid sat ekki auðum höndum frekar en áður. Hér veittist henni sú ánægja að segja nemendum til í tónfræði og söng. Um það leyti sem þau hjónin fóru frá Kína síðari hluta árs 1946 voru Marshall hershöfðingi og samstarfsmenn hans í Chungking. Komu þeir oft til kirkju í hinum miklu skólum Kristniboðs meþódista í Chungking, sem voru aðal- stöðvar ameríska hersins í Kína. „Margir af fremstu leiðtogum Kína voru ná- grannar okkar um það leyti, og meðal þeirra voru einnig nokkrir leiðtogar kommúnista. Við fengum margt að vita um innri málefni Kína, bæði hjá Kínverj- um sjálfum og útlendingum. Um skeið var talsverð bjartsýni meðal manna varð- andi framtíð Kína. Þó var einnig um það leyti vart óvissu og ótta varðandi fram- tíðina." Að loknu leyfi heima á íslandi á árun- um 1946-1948 héldu þau hjónin á ný til Kína í september 1948. Borgarastyrj- öldin geisaði áfram, en sú breyting, hafði orðið á að allt stefndi nú í sigur komm- únista, og flest benti til þess að valda- taka þeirra yrði til þess að torvelda mjög starf kristniboða í Kína þó um það ríkti nokkur óvissa. Sú bjartsýni, sem gert hafði vart við sig síðari hluta árs 1946 hafði ekki orðið langæ. Norska kristniboðsfélagið vildi mjög gjarnan fá þau Astrid og Jóhann til að hefja starf á einni af kristniboðsstöðvum þess, sem lögð hafði verið í rústir í styrj- öldinni á milli Japans og Kína. Norð- menn óskuðu hins vegar eftir því að þau yrðu launuð af íslenskum kristniboðsfé- lögum, eins og raun hafði verið á áður, og gátu þess að varla mundi hægt að senda þau til Kína að þessu sinni ef Is- lendingar kostuðu þau ekki. Dýrtíðin í Kína væri slík að norska félagið skorti gjaldeyri nema fyrir brýnustu þörfum sinna eigin landa. Tókst Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga að fá heimild íslenskra stjórnvalda fyrir nægilegri gjaldeyrisupphæð til að geta greitt þeim hjónum laun meðan á dvöl þeirra í Kína stæði. Um miðjan desember 1948 var Jóhann kominn til Húnan til að kanna aðstæður, en þær Astrid og Gunnhildur, litla dóttir þeirra hjóna, urðu eftir í Hong Kong. I bréfi til íslenskra kristniboðsvina í árs- byrjun 1949 skrifar Astrid meðal annars: „Nái kommúnistar völdum er ég hrædd um að við eigum dimma tíma framund- an. Kristniboðar streyma frá öllum hlut- um Kína hingað til Hong Kong. Jóhann er farinn til Húnan. Ennþá er allt með kyrrum kjörum þar, en eftirvæntingin er mikil. Allt er undirbúið til þess að geta flutt norska skólann, konur og börn það- an og hingað í einni svipan. Vonað er þó í lengstu lög, að hægt verði að halda kyrru fyrir.“ Smám saman varð þó ljóst að af áframhaldandi kristniboðsstarfi í Húnan-héraði gæti ekki orðið. I bréfi frá Astrid í maí 1949 kemur fram að komm- únistar hafi sótt fram á öllum vígstöðv- um. Peking, Tientsin, Nanking, Shang- hai og Hankow séu fallnar og kommún- istar nálgist Changsha, höfuðborg Húnan-fylkis. „Allir kristniboðar vorir eru farnir úr fylkinu, nema eftirlitsmað- urinn og tveir aðrir kristniboðar,“ skrifar Astrid. í bréfinu kemur einnig fram að þau hjónin hafi útvegað húsnæði á Cheung Chao-eyju (Drekaeyju), í um tveggja tíma ferð frá Hong Kong, og hafi verið að lagfæra það. „Allt er yfirfullt hér í borg, svo að okkur þykir vænt um, að hafa getað útvegað húsnæði þarna úti á eynni.“ Hún bætir því við að flestir telji að ekki verði unnt að starfrækja kristni- boð í Kína undir stjórn kommúnista, en aðrir ætli að bíða í Hong Kong og sjá hvort ekki verði hægt að komast aftur inn í landið er frá líður. í bréfum Jóhanns nokkru síðar kemur fram að hann hafi keypt annað hús fyrir Norska kristniboðsfélagið en húsið hafi verið rúst, sem vantaði þak, glugga og hurðir. „Tók það mig á annan mánuð að endurreisa þessa rúst,“ skrifar Jóhann. Flestir kristniboðar Norska kristniboðs- félagsins höfðu einmitt yfirgefið Húnan í maímánuði og komu því húsin í mjög góðar þarfir. I bréfinu kemur einnig fram að Jóhann hafi verið beðinn að kenna guðfræði nokkra tíma vikulega, en bætir við: „Annars hefi ég haft mikið líkamlegt erfiði og mikla ábyrgð þessa síðastliðnu mánuði — oft unnið 10 tíma í 30 stiga hita.“ Jóhann nefnir einnig að því hafi verið hreyft að nokkrir kristni- boðar skuli halda til Japans og hefja þar nýtt starf. Kveðst hann fyrir sitt leyti vera fús til að fara þangað, ef kristni- boðsvinirnir heima á íslandi telji það æskilegt. Biður hann þá að vera við því búna, að hann verði að senda fjölskyldu sína heim. Sjálfur kveðst hann vilja vera áfram meðan auðið er uns útséð verði um möguleika til starfa. Það kom á daginn að þeir reyndust sannspáir sem gerðu ráð fyrir því að valdataka kommúnista myndi koma í veg fyrir kristniboð í Kína. Kristnir menn sættu ofsóknum og margir kristnir Kín- verjar voru sviptir lífi. Þó að Rauðliðar hafi lýst yfir algeru trúfrelsi í landinu, kom „trúfrelsi“ þetta þó ekki í veg fyrir að fjölmargar kirkjubyggingar væru teknar af stjórnvöldum og gerðar að kornskemmum og Biblíur gerðar upp- tækar. Það varð því fljótlega ljóst að Jó- hann myndi ekki halda aftur inn á meg- inland Kína frekar en aðrir kristniboðar. í júlí 1951 birtist frétt um Jóhann í Bjarma eftir langt hlé. Þar segir að Jó- hann hafi yfrið nóg að starfa. Hann sé, eins og sakir standi, eini kristniboðinn sem Norska kristniboðsfélagið hafi á að skipa í Hong Kong í þrjú mikilvæg emb- ætti, en það séu störf prestaskólakenn- ara, féhirðis og ritarastarfið, sem tilsjón- armaður annist venjulega. Þá sé hann framkvæmdastjóri fyrir hið nýja bók- menntafélag lútherskra kristniboðsfélaga í Kína, Lutheran Missions Literature Society, sem gefi út margar bækur á kín- versku, einkum um guðfræði, og upp- byggilegar, kristilegar bækur. Getið er um rit, sem Jóhann hafi samið sjálfur, um mjög umfangsmikið þýðingarstarf Jóhanns og nefndar allnokkrar bækur sem hann hafi þýtt á kínversku í sam- vinnu við ungan Kínverja, Louis Yen að nafni, en hann var flóttamaður frá Hún- an-fylki, eins og Jóhann. Þýddu þeir marga sálma, einkum þýska, norræna og latneska, yfir á kínversku og einnig þrjá sálma Hallgríms Péturssonar. Ekki þýðingarminni en hin umfangs- miklu þýðingar- og ritstörf Jóhanns var sú fræðsla sem hann hafði með hönd- um fyrir prestsnema, eins og málefnum kínversku kirkjunnar var komið. I frétt- inni af starfi Jóhanns í Hong Kong eru birtar glefsur úr bréfi hans. Þar segir meðal annars: „Alltaf nóg að gera til kl. 12 á kvöldin og stundum lengur. Hitinn um og yfir 30 stig dag og nótt.“ Þegar hér var komið sögu var Astrid farin með börnin tvö til Noregs. Hún hafði dag nokkurn í Hong Kong orðið fyrir líkams- árás. Réðst á hana maður er hún var á leið heim úr strætisvagni. Reyndi hann að kyrkja hana og ræna tösku hennar, en varð frá að hverfa áður en honum tækist ætlunarverk sitt. „Ekki höfum við þó lát- ið kynni okkar af þjófum og bófum ásamt tjóni því og skapraun, sem þeir hafa valdið okkur, hafa þau áhrif að við gleymdum þeim mikla fjölda ágætra manna og kvenna, sem við höfum kynnst í þessu merkilega landi. Við höfum reynt að halda áfram starfi okkar meðan auðið var án þess að láta þetta á okkur fá,“ skrifar Jóhann í einu af minningabrotum sínum frá Kína. í byrjun árs 1952 birti Bjarmi glefsur úr bréfum Jóhanns þar sem meðal ann- ars er að finna eftirfarandi lýsingu á starfi hans í Hong Kong: „Ég kenni hér við Prestaskólann trúf- ræði og játningafræði, um 30 kínverskum stúdentum, sem eru að búa sig undir prestsþjónustu mitt á þessum erfiðu tím- HEIMSMYND 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.