Heimsmynd - 01.06.1991, Page 97

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 97
hluta 19. aldar. Þetta eru örvæntingar- fullar konur. Þegar menn á þessum tíma áttu börn framhjá konunum sínum skrif- uðu þær bónarbréf til konungs svo þeir yrðu dæmdir vægar. Eg vann verkið alls staðar, á ferðalögum, á nóttu sem degi. Oft vaknaði ég milli sex og sjö á morgn- ana, teygði mig út fyrir hjónarúmið og skrifaði í kolniðamyrkri. Til að vekja ekki Stefán.“ „Hún gerir allt fyrir Stefán,“ segir kunnugur aðili. „Selur honum verkið þótt það henti henni kannski ekki best. En Stefán sem leikhússtjóri sér hvað í það er spunnið.“ Spánska leikskáldið Lorca er í uppá- haldi hjá henni. Hann heldur mest upp á Rússann Chekov. „Hann hefur svo merkilega og djúpa sýn í mannlegt eðli. Hann sýnir okkur í gegnum hversdagsleg samskipti persóna sinna innsta sálar- kjarna fólks,“ segir Stefán. Á sínum tíma stóð til að hann leikstýrði Þremur systr- um eftir Chekov hjá LR en sú sýning fór aldrei á svið. Sjálfur segir hann að leik- stjórnin hafi gert sig að betri mannþekkj- ara. „Upphaflega ætlaði ég að verða leikari. Sem barn teiknaði ég mikið og skrifaði. Eftir menntaskóla fór ég í leik- list en fann fljótt að það átti ekki við mig að leika. Að vera góður leikari er með- fætt. Fólk getur lært tæknina í leiklistar- skóla en ég er löngu búinn að sjá það að sá eiginleiki sem gerir gæfumuninn er hvort fólk er gætt charisma - persónu- töfrum, sem virka eins og segull á áhorf- endur. Góður leikari er ekki endilega mikil vitsmunavera. Sem leikstjóri hef ég oft setið langtímum saman með leikara og pælt í texta. Oft hefur mér fundist ég tala fyrir daufum eyrum, eins og leikar- inn væri alls ekki með á nótunum. Síðan fer hann á sviðið og gerir nákvæmlega það sem maður vonaðist til. Það er eins og þetta sé honum eðlislægt.“ í áranna rás hefur Stefán leikstýrt mörgum helstu stórleikurum þessa lands eins og Kristbjörgu Kjeld, Helga Skúla- syni og fleirum. Hann segist finna til ákveðinnar föðurtilfinningar gagnvart þeim leikurum sem hann hefur átt þátt í að leiða fyrstu skrefin eins og Sigurði Sigurjónssyni, „sem er án efa einn mesti stórleikari sinnar kynslóðar.“ Af ungum leikkonum er hann mjög hrifinn af Guð- rúnu Gísladóttur og Eddu Heiðrúnu Bachman en segist ekki vilja, stöðu sinn- ar vegna, nafngreina fólk. Hann segir að upp til hópa séu íslenskir leikarar „sam- vinnuþýtt og yndislegt“ fólk. „Auðvitað kastast oft í kekki milli leikstjóra og leik- ara. Það er eðlilegt þegar unnið er á til- finningaplani. Leikarar eru yfirleitt opn- ir og skemmtilegir í samstarfi en mjög lokaðir sem persónur. Það kom mér á óvart en ef til vill er það ein ástæðan fyr- ir því að fólk leggur leiklist fyrir sig.“ Fyrsta verkið sem sýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í byrjun næsta leikárs er Gleð- ispilið, nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnars- son. Þá verður barnaleikritið BúkoIIa eftir Svein Einarsson frumsýnt næsta haust í leikstjórn Þórunnar, en upphaf- lega átti að sýna það í vetur. Leikrit Þór- unnar, Elín, Helga, Guðríður verður frumsýnt vorið 1992 og óvíst hver leik- stýrir því. Sá tími sem framundan er leggst vel í nýja leikhússtjórann. Hann mun ekki að- eins ráða nýja leikara og leikstjóra, held- ur finnst honum einnig tímabært að leik- húsið eignist „stjörnur“ á nýjan leik. „Það hefur verið svo mikil jafnaðar- stefna í gangi undanfarin ár. Enginn hef- ur mátt skara raunverulega fram úr en fyrir vikið hafa leikarar ekki notið sömu virðingar og áður. Leikhúsið hefur týnt sér í tilgerð og rugli. Þessu vil ég breyta. Mig langar að sjá Þjóðleikhús sem er raunveruleg almenningseign og nauðsyn- legur þáttur í lífsmynstri allra Islendinga. Mig langar að sjá leikhús sem skemmtir ekki bara fólki heldur ögrar því og þroskar það, leikhús sem er ekki bara borið uppi af stórhuga fólki heldur sam- hentum hópi. Ég vil að leikhúsið auðgi líf fólks og geri það að betri manneskjum.“ Þessi ungi leikhússtjóri sem þegar hef- ur valdið svo miklum usla er afkvæmi sextíu og átta kynslóðarinnar. Hann tók þátt í stúdentauppreisnum á námsárum sínum í Stokkhólmi, réðst á óperuna og hertók háskólann en verður síðan fyrstur til að leiða lögmál markaðarins inn í rík- isrekið leikhús - í þeim tilgangi að bæta það - hvað sem það kostar. „Ég trúi því að í gegnum leikhúsið sé hægt að skapa betri heim,“ segir hann. Þórunn, eiginkona hans, segist sann- færð um að það séu blómlegir tímar framundan í íslensku leikhúslífi. Þrír ungir og nýir leikhússtjórar hafa tekið við störfum: Stefán hjá Þjóðleikhúsinu, Sigurður Hróarsson hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Signý Pálsdóttir hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég held að þetta fólk ráði vel við heiðarlega samkeppni," segir hún. „Það sem hefur skort í ís- lenskt leikhúslíf hingað til er fólk með skýra listræna sýn, góða dómgreind og þor til að breyta eftir því með heiðar- legum hætti,“ segir hún. Áður hafði hún orð á því að sviðsljós- ið blekkti fólk og brenndi. Því hefði hún þörf fyrir að fara út í náttúruna og „grafa andlitið ofan í lyng úti í móa á íslenskum sumardegi.“ Slík kvika er hún á meðan hann heldur kaldri yfirsýn sinni. Saman mynda þau þá heild sem leikhúsfólkið í Leníngrad taldi svo nauðsynlega.D Hver fer. . . framhald af bls. 14 landsfundi og Hannes er náinn stuðn- ingsmaður Davíðs. Árni hefur einnig verið ötull stuðningsmaður Davíðs og vann af krafti fyrir vin hans, Björn Bjarnason, í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins síðastliðið haust. Árni hefur verið duglegur að koma sér til metorða í flokknum „eftir lýðræðislegum leiðum“ eins og hann segir sjálfur. Hann er há- vaxinn, myndarlegur og bindindismaður á áfengi og tóbak. Honum er legið á hálsi af andstæðingum fyrir að vera fana- tíker og hafa hvorki þá pólitísku vigt né reynslu sem þurfi til að gegna stöðunni. Sjálfur telur hann sig einmitt nú vera í stakk búinn til að takast á við stjórn borgarinnar af fullum krafti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þykir ekki líklegur til að verða sterk ímynd flokks- ins út á við sem borgarstjóri. Hann gæti hins végar reynst farsælt og rólegt and- svar við Davíð Oddssyni. Hann er 44 ára gamall, lögfræðingur að mennt og þriggja barna faðir. Hann var kjörinn borgarfulltrúi 1982 og varð þá formaður skipulagsnefndar sem hafði verið helsta kosningamálið í þeim kosningum. Þá er hann fyrsti borgarfulltrúinn til að gegna starfi formanns í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar hefur hann þótt vinna vel með fólki úr öllum stjórnmálaflokk- um. Hann telur það sér til tekna að vera ekki maður sem er á klafa hjá ákveðnum hagsmunahópum, ekkert fyrirtæki og engin öfl eigi tilkall til hans. Þótt enginn þessara þriggja þyki áber- andi bestur valkostur mun tíminn einn leiða í ljós hvernig þeim útvalda tekst til í embætti borgarstjóra. Katrín Fjeldsted sagði í sjónvarpsviðtali að arftakinn yrði ekki „lítill Davíð“, hann myndi skapa sér nýja ímynd. Öll vita þau að það verður erfitt að feta í fótspor Davíðs Oddssonar. „Davíð sem borgarstjóri sat við borðsendann með sínar kerlingakrullur, baðaði út höndum og óð í málin af feikilegum krafti“, segir einn borgarfulltrúanna, „en þau sem nú gefa kost á sér hafa ekki þennan kraft.“ Hver sem framtíð Davíðs verður í landsmálum er hann einn eftirminnileg- asti borgarstjóri Reykjavíkur frá upp- hafi. Hann hefur gætt embættið ákveðn- um ævintýraljóma þótt hann hafi svo sannarlega verið umdeildur. Borgin er breytt eftir hans stjórnartíð og minnis- merkin blasa við. Ráðhúsið í Tjörninni ber þar hæst en því mótmæltu þúsundir borgarbúa fyrir nokkrum árum. Það ráð- hús er vísbending um breytta borg og breyttan stíl. Það er langur vegur frá því að nokkrir ungir drengir úr fuglafélaginu Fönix gengu á fund Péturs Halldórsson- ar borgarstjóra í Reykjavík millistríðsár- anna og báðu hann að stækka hólmann í Tjörninni, sem hann og gerði. Sú litla saga segir nokkuð um uppruna og eðli þess hlutverks sem borgarstjórinn í Reykjavík á að gegna. HEIMSMYND 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.