Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Side 15

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Side 15
15 húsnæði fyrir verslun og þjónustu. Jafnvel hótel sem gert er ráð fyrir á landfyllingu við Sementsbryggjuna en langt er síðan hótel var starfrækt á Akranesi. Sigurður Páll segir að gert sé ráð fyrir að húsnæði undir verslun og þjónustu verði 20-25 prósent byggingarmagns á reitnum en áformað er að byggja þar 360 íbúðir. Því má ætla að um eitt þúsund manns muni búa á reitnum þegar hann verður fullbyggður. Það er ansi hátt hlutfall af núverandi íbúafjölda á Akranesi sem telur ríflega sjö þúsund manns. Að sögn Sigurðar Páls er nú unnið að þarfagreiningum og undirbúningi að markaðssetningu lóða. Ljóst þykir að reiturinn verði markaðssettur um allt land en markaðssetning mun væntanlega ekki síst beinast að íbúum höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er um 25 mínútna akstur milli Akraness og útjaðars höfuðborgarsvæðisins og sækir fjöldi íbúa á Akranesi nám og vinnu á höfuðborgarsvæðinu nú þegar. Fjölgun íbúa Sigurður Páll segist búast við að stór hluti íbúa á svæðinu verði hrein viðbót við núverandi íbúafjölda. Það ætti þó ekki að hans mati að kalla á breytingu innviða á borð við skóla og leikskóla því áætlað er að núverandi innviðir geti staðið undir allt að tíu þúsund manna byggð. Vegna mikils kostnaðar við niðurrif og með tilliti til kosta reitsins telur Sigurður Páll ekki ólíklegt að verð lóða á reitnum verði í hærri kantinum miðað við lóðaverð á Akranesi að öðru leyti en engar ákvarðanir liggja enn fyrir um það. Skemmtilegur staður til að búa á ASK arkitektar unnu deiliskipulag að reitnum fyrir Akraneskaupstað. Í greinargerð segir að skipulagssvæðið sé tíu hektarar að stærð. Reiturinn verði mikil lyftistöng fyrir miðbæ Akraness og muni bæta útlit og ásýnd bæjarins. Í deiliskipulagsvinnunni var lögð áhersla á fjölbreytni í útliti húsa og húsagerða. Hverfið verði þannig iðandi af lífi og „skemmtilegur staður til að búa á og heimsækja.“ Byggðin verður fremur lágreist eða yfirleitt tvær til fjórar hæðir. Talin eru nokkur markmið sem höfð voru að leiðarljósi í deiliskipulagsvinnunni: • Lögð verði áhersla á tengsl byggðar við miðbæ, höfn og Langasand. • Horft verði meðal annars til ferðaþjónustu, til dæmis með byggingu hótels. • Heildstæðar götumyndir. • Útsýni yfir sjóinn. • Fjölbreyttar lausnir almenningsrýma með áherslu á sól, skjól og upplifun. • Leggja áherslu á gangandi umferð. Áhersla á gangandi og hjólandi Tryggja á gott aðgengi um svæðið fyrir gangandi og hjólandi umferð en að aðkoma akandi umferðar inn í bílakjallara verði „lágstemmd“ og falli inn í byggðarmynstur svæðisins. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að byggð þéttist eftir því sem nær dregur miðbænum með stökum húsum næst Langasandi. Svæðið er sagt liggja vel við samgöngum á Akranesi. Góðar tengingar eru við stofnbrautir og þolir gatnakerfið í kring mjög vel þá umferð sem bætist við vegna uppbyggingarinnar. Lögð er áhersla á góðar göngutengingar um svæðið og jafnframt við aðliggjandi svæði, svo sem Akratorg og Langasand. Einstakt og spennandi verkefni Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, er afar spenntur fyrir uppbyggingunni sem framundan er á Sementsreitnum. Hann segir það mikið fagnaðarefni að niðurrifi verksmiðjunnar skuli vera að ljúka svo bærinn geti farið að einbeita sér að uppbyggingunni. „Það er einstakt og afar spennandi verkefni að vera að byggja upp svo glæsilegan íbúðareit sem mynda mun nýjan miðbæ með tengingu við gamla miðbæinn. Umhverfið verður einstakt með útsýni til hafs í suður og í nágrenni við höfnina og Langasandinn sem er eina bláfánaströnd landsins. Þetta verður sannkölluð andlitslyfting fyrir Akranes og ég er sannfærður um að íbúðir á Sementsreitnum eiga eftir að verða mjög eftirsóttar, ekki bara af Akurnesingum heldur langt út fyrir okkar raðir. Í deiliskipulaginu er kapp lagt á að skapa fallegt, umhverfisvænt og skemmtilegt umhverfi fyrir íbúana og byggðin verður þannig að hún mun henta öllum aldurshópum. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá þetta verða að veruleika á næstu árum,“ segir Sævar Freyr. GJÖRBREYTT ÁSÝND AKRANESS Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Nú bíður Sementsreiturinn þess hljóður að vinnu- vélarnar mæti til leiks á ný til að byggja.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.