Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - Jun 2019, Page 17

Sveitarstjórnarmál - Jun 2019, Page 17
17 Hvetur ungt fólk til dáða „Að sjálfsögðu hvet ég ungt fólk til að taka þátt í stjórnmálum. Stjórnmálamenn eiga að vera í forsvari fyrir alla hópa þjóðfélagsins og er ungt fólk stór partur af þjóðfélaginu og ég tel engan betri í að fara með sjónarmið unga fólksins en unga fólkið sjálft. Rétt eins og aðrir hópar þekkja best sín sjónarmið og fara fyrir þeim“, segir Matthías aðspurður hvort hann hvetji ungt fólk að fara í stjórnmál. Líður best í sveitinni Matthías er ánægður að eiga heima í sveit á Blesastöðum enda segist honum líða best heima enda búi staðurinn yfir Matthías með systkinum sínum við stúdentsútskriftina í vor en það eru þau Gunnlaugur og Lára. (Ljósm.: Lára Jónsdóttir). Mattías á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem hann finnur sig vel og hefur verið vel tekið af sveitarstjórnarfólki, sveitarstjóra og íbúum. (Ljósm.: Magnús Hlynur Hreiðarsson). YNGSTI SVEITARSTJÓRNARMAÐUR LANDSINS Áhugi Matthíasar á stjórnmálum hófst þegar hann byrjaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) á Selfossi en þar var hann meðal annars gjaldkeri nemendafélagsins og síðan formaður. „Þessi störf voru virkilega skemmtileg og þroskandi. Ég fór að læra um stjórnsýslu og fleira í gegnum námið í FSu og áhugi minn liggur þar. Björgvin Skafti Bjarnason , oddviti setti svo vorið 2018 inn Facebook færslu um fyrsta fund O- lista og ég ákvað að mæta og mætti á alla fundi eftir það. Ég tók virkan þátt í starfnu og sagðist vera tilbúinn að taka sæti en bjóst hins vegar aldrei við því að fá tækifæri á 3. sætinu enda ungur og óreyndur. Það er hins vegar svo skemmtilegur uppgangur í stjórnmálum í dag að öll sjónarmið fá að njóta sín og ungt fólk er byrjað að fá tækifæri, ég greip mitt og vann hörðum höndum við það að ná kjöri og það endaði eins og það endaði og er ég þakklátur fyrir það“, segir Mattías þegar hann var beðin að rifja upp félagsmálaáhuga sinn og framboðið í sveitarstjórnarkosningunum. Fjölskylda og vinir mikilvægir Í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sitja fimm fulltrúar. Matthías situr í þriggja manna meirihluta og er stoltur af því að hafa náð inn í sveitarstjórn í fyrstu tilraun. „Þetta byrjaði fyrst í augum sumra sem eitthvað smá “flipp” og fólk hafði bara gaman að því að svona ungur maður væri í framboði. Þegar fólk sá hvernig við á listanum unnum að þessu og hversu mikinn áhuga ég hef á nærumhverfinu þá kom smá spenna í þetta og fjölskylda og vinir stóðu allan tímann við bakið á mér og höfðu fulla trú á mér og okkar sjónarmiðum. Sigrinum var vel fagnað og kannski ekki réttur vettvangur að lýsa því ítarlega hér en þetta var skemmtilegt kvöld“, segir Matthías og hlær. Ekkert mál að vera yngstur Mattías segist vera stoltur af því að vera í sveitarstjórn og þar með yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. „Ég pæli í raun ekkert í því heldur er ég bara að reyna að vinna mína vinnu með hag íbúa að leiðarljósi eins og hver annar fulltrúi. Auðvitað koma upp stundir þar sem það er gert grín af þessu eða í eitthvað í þá áttina, enda verður maður að vera með breitt bak, en það er bara brot af fólki, flestallir taka manni vel og sjá mig ekki sem yngsta mann heldur bara hreppsnefndarfulltrúa“. Unga fólkið og málin þeirra Þegar Matthías er spurður um helstu áherslumál hans í sveitarstjórn er hann fljótur að svara. „Mínar áherslur eru aðallega á sviði íþrótta- og tómstunda, upplýsingatækni og húsnæðismála. Allt málefni, sem tengjast reyndar ungu fólki en þessi mál eru mér mikilvægust í dag, svo þegar þau komast í höfn er ótæmandi listi af hlutum sem ég myndi vilja koma í gegn. Nú erum við að vinna að meiri samvinnu í íþróttamálum í uppsveitum, betra upplýsingaflæði til íbúa í gegnum samfélagsmiðla og uppbyggingu húsnæðismarkaðsins svo ég nefni eitthvað“. Og Matthías bætir við. „Umhverfismálin eru óhjákvæmilega mikilvægustu mál heimsins og ættu að vera efst í huga allra. Síðan er ég alltaf að koma mér meira og meira inn í skipulagsmál og stjórnsýslu enda eru skipulagsmál stór hluti af þessu. Sorpmálin, skólamálin og uppbygging í Þjórsárdal eru síðan spennandi mál sem er verið að vinna að“. Skipulagsmálin eru flókin Matthías er búin að sitja í rúmlega ár í sveitarstjórn, hvað hefur komið honum helst á óvart við setuna og er eitthvað sem hann átti alls ekki von á eða er þetta allt eins og hann hélt að það væri? „Það kemur mér á óvart hve flókin skipulagsmál eru og hve erfitt er fyrir fólk að vinna sig í gegnum þau. Ég vissi að þau taka tíma en aldrei grunaði mig hve lengi sum mál geta verið í ferli. Það kom mér annars ekkert mikið meira á óvart, nema kannski hve heimilislegt þetta er allt saman í svona litlu sveitarfélagi, sem ég tel kost“.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.