Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Side 22
22
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi
munu kjósa um það í haust hvort þeir
kæri sig um að búa í einu og sama
sveitarfélaginu. Björn Ingimarsson er
bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður
samstarfsnefndar sveitarfélaganna sem
hefur leitt undirbúning að hugsanlegri
sameiningu sveitarfélaganna. Hann fer
ekki dult með skoðun sína á því hvort
sameina eigi sveitarfélögin fjögur.
“Ég er sannfærður um að sameining yrði
íbúum þessara sveitarfélaga til góðs. Það
myndi auka verulega slagkraft okkar í
baráttu fyrir hagsmunamálum íbúanna,
hvernig sem á það er litið,” segir Björn.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru
Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður,
Djúpavogshreppur og
Borgarfjarðarhreppur. Það yrði ekki
fjölmennasta sveitarfélag landsins.
Samanlagður íbúafjöldi var um 4.800
manns um síðustu áramót. Þar af
búa 3.600 á Fljótsdalshéraði. Nýja
Kosið um sameiningu á Austurlandi
– nærsamfélögin fá heimastjórn
Eftir Garðar H. Guðjónsson
sveitarfélagið yrði hins vegar hið
stærsta á landinu sé litið til landrýmis
því sveitarfélögin fjögur hafa nú
skipulagsvald yfir um 11 þúsund
ferkílómetrum lands. Meðal annars
vegna mikilla fjarlægða í sveitarfélaginu
er áformað að kosnar verði sérstakar
heimastjórnir sem fara með ákveðin völd
í nærsamfélögunum.
Kynning og kosningar í haust
Tólf manna samstarfsnefnd, skipuð
þremur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi,
hefur undanfarna mánuði unnið ötullega
að undirbúningi íbúakosningar um
sameiningu. Hún skilaði nýverið ítarlegri
skýrslu ásamt tillögu að dagsetningu
íbúakosningar sem sveitarfélögin fengu
til umfjöllunar nú í júní. Samkvæmt tillögu
nefndarinnar verður kosið um hugsanlega
sameiningu í haust. Kynningarfundir fyrir
íbúa verða jafnframt haldnir í aðdraganda
kosningarinnar, líklega í ágúst eða
september en að minnsta kosti átta vikum
áður en gengið verður til kosninga.
Björn segir að ekki liggi fyrir tillögur um
hugsanlegt nafn á nýju sveitarfélagi en
unnið hefur verið að undirbúningi undir
vinnuheitinu Sveitarfélagið Austurland.
Verkefnið hefur sérstaka vefsíðu,
svausturland.is. Hugað verður í alvöru
að nafni þegar ljóst verður hvort af
sameiningunni verður eða ekki.
Íbúar jákvæðir
Sveitarfélögin fjögur hafa nú þegar
talsverða samvinnu sín á milli. Þau hafa
sameiginlegt félagsmálaráð og annast
Fljótsdalshérað félagsþjónustu fyrir þau
öll. Þau hafa jafnframt samvinnu um
brunavarnir ásamt fleiri sveitarfélögum.
Sveitarfélög á Austurlandi hafa verið
iðin við að sameinast í gegnum tíðina. Á
því svæði sem nú myndar Fjarðabyggð
voru níu sveitarfélög árið 1987.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til við
sameiningu þriggja sveitarfélaga 2004.
Og nú er stefnt að því að fækka enn
sveitarfélögum á Austurlandi. Þau eru nú
sjö talsins en yrðu fjögur eftir sameiningu.
Íbúar reyndust mun jákvæðari í garð sameiningar en samstarfsnefnd sveitarfélaganna gerði
upphaflega ráð fyrir. (Egilsstaðir, ljósm. Fljótsdalshérað).