Sveitarstjórnarmál - jun 2019, Qupperneq 24
24
SVEITARSTJÓRNARMÁL
sveitarfélagið vorið 2020 en einnig megi
hugsa sér að kalla eftir tillögum og fela
nýju sveitarstjórninni að ákveða nafnið
samkvæmt þeim.
Heimastjórnir
Samstarfsnefndin gerir ráð fyrir að gerðar
verði talsverðar breytingar á stjórnsýslu
hins sameinaða sveitarfélags miðað við
stjórnsýslu sveitarfélaganna fjögurra.
Gert er ráð fyrir 11 manna sveitarstjórn
og aðeins þremur fagráðum; byggðaráði,
fjölskylduráði og umhverfisráði, sem
myndu funda vikulega.
Kjörnum fulltrúum mun fækka talsvert,
gangi hugmyndir nefndarinnar eftir, en
laun fulltrúa í fagráðum munu hækka
verulega svo að þeir geti sinnt störfum
sínum af meiri krafti en ella. Í hverju hinna
núverandi sveitarfélaga á svo að starfa
svonefnd heimastjórn en þar er um að
ræða nýmæli á Íslandi. Björn segir þetta
lagt til í því skyni að dreifa valdi og tryggja
áhrif íbúa á nærþjónustu.
Áhyggjur af jaðarsvæðum
„Það kom okkur ekki á óvart að
helstu áhyggjuraddir íbúa beindust að
áhrifum sameiningar á jaðarsvæðin.
Það er eðlilegt og ekki síst í svo
víðfeðmu sveitarfélagi þar sem langt
er á milli staða. Við gerum ráð fyrir að
heimastjórnir verði skipaðar þremur
fulltrúum, tveir verði kosnir af íbúum
á viðkomandi svæði en sá þriðji af
sveitarstjórn. Bæjarstjóri hefur einnig
seturétt í heimastjórn. Þannig hefur
heimastjórnin skýra tengingu við
sveitarstjórn. Heimastjórnir munu hafa
með höndum margvísleg verkefni og
ákveðið afgreiðsluvald, meðal annars í
sambandi við deiliskipulag.
Það er að okkar mati ákaflega mikilvægt
að hver kjarni í nýju sveitarfélagi hafi
áhrif á sitt nærsamfélag. Ég skil vel þá
óánægju sem sums staðar hefur orðið á
jaðarsvæðum sameinaðra sveitarfélaga
og með þessu erum við að reyna að
fyrirbyggja að slík óánægja skapist.
Fulltrúi bæjarstjóra verður auk þess í
hverjum kjarna og munu íbúar geta leitað
til hans um ýmis mál. Hann mun jafnframt
hafa ákveðið afgreiðsluvald í samráði
við bæjarstjóra. Þetta fyrirkomulag hefur
ekki enn verið prófað hér á landi en við
teljum þetta skynsamlega leið. Við unnum
þetta í samræmi við sveitarstjórnarlög
og í samráði við ráðuneytið,
sambandið, jöfnunarsjóð og starfsmenn
Skipulagsstofnunar,“ segir Björn.
Skólahald breytist ekki
Ekki er gert ráð fyrir breytingum á
skólahaldi. Svo langt er á milli staða í
væntanlegu sveitarfélagi að skólum og
leikskólum verður ekki lokað eða þeir
sameinaðir. Björn segist hins vegar reikna
með sameiginlegri yfirstjórn yfir skólahaldi
og fræðslumálum. Honum þykir jafnframt
líklegt að þungi stjórnsýslunnar verði
á Egilsstöðum en að fjarfundabúnaður
verði notaður með markvissum hætti og
starfsmenn fái frelsi til að velja starfsstöð
sinni stað.
Þá hafi vinnan í samstarfsnefndinni
og starfshópunum verið gefandi og
gagnlegur grunnur að væntanlegu
samstarfi í sameinuðu sveitarfélagi.
„Menn voru ekki alltaf sammála
en við höfum haft tækifæri til að
rökræða ágreiningsefni og komast
að sameiginlegri niðurstöðu. Það er
Austurland er heimkynni hreindýra á Íslandi (Ljósm.: Fljótsdalshérað).
Gert er ráð fyrir skýrri tengingu sveitarstjórnar við einstakar byggðir með heimastjórn
(Héraðssandur, ljósm. Fljótsdalshérað).