Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 32
Þarfi sveitarfélaga eru
mismunandi
Aðild að samráðsvettvangnum fer fram
með skráningu tengiliðs og getur hvert
sveitarfélag tilkynnt allt að tvo tengiliði.
Hlutverk tengiliða getur þannig skipst á
milli kjörins fulltrúa og starfsmanns eða á
milli starfsmanna með ólíka sérhæfingu
í starfi, allt eftir því hvað hentar hverju
sveitarfélagi. Þetta undirstrikar jafnframt
mikilvægi þess að sveitarfélögin geti tekið
virkan þátt í starfi vettvangsins á eigin
forsendum. Þarna er að sögn Aldísar
aðallega verið að koma til móts við ólíkar
Framtíðin er núna!
Um 60 manns frá 36 sveitarfélögum og þremur landshlutasamtökum tóku þátt í stofnun
samráðsvettvangs sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun á fundi sem fram fór þann 19. júní sl. Skilaboðin eru skýr, að sögn Aldísar
Hafsteinsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú þarf að bretta upp ermar og láta
verkin tala. Framtíðin er núna!
Ekki eftir neinu að bíða
Óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg
ráð, samráðsvettvangurinn er sá fyrsti
sinnar tegundar í sögu sambandsins.
„Árið 2019 markar óneitanlega tímamót í
sögu sambandsins,“ játar Aldís fúslega,
að vel heppnuðum stofnfundi loknum.
„Ákall eftir markvissum og samstilltum
aðgerðum er allt umlykjandi og með
stofnun samráðsvettvangsins hér í dag
hafa sveitarfélögin lýst sig reiðbúin til að
svara því kalli.“ Þá hafi ekki verið eftir
neinu að bíða. Samstarf sveitarfélaga
sé þegar hafið í nokkrum landshlutum,
s.s. með sameiginlegu kolefnisbókhaldi
fyrir Norðvesturland og mótun loftslags-
og umhverfisstefnu fyrir sveitarfélögin
á Suður- og Austurlandi, svo að dæmi
séu nefnd. „Sameiginlegur slagkraftur
sveitarfélaga skiptir sköpum, hvort heldur
litið er til Parísarsamkomulagsins eða
heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.
Mikil umskipti verða að eiga sér stað í
samfélaginu svo Ísland nái að standa
við skuldbindingar sínar og þar skiptir
aðkoma allra landsmanna höfuðmáli.
Enginn getur allt en öll getum við
eitthvað, hversu klisjukennt sem það nú
hljómar,“ segir Aldís með áherslu.