Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - Jun 2019, Page 34

Sveitarstjórnarmál - Jun 2019, Page 34
SVEITARSTJÓRNARMÁL Menntun skapar tækifæri Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is Ríkismennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is Fræðslumálanefnd sambandsins mun fylgjast náið með vinnu stýrihóps stjórnarráðsins í málefnum barna, sem falið hefur verið að bregðast við tillögum Velferðarvaktarinnar vegna skólaforðunar og minnkandi skólasóknar í grunnskólum. Þetta kom fram á fundi fræðslumálanefndar sem haldinn var 12. júní síðastliðinn. Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins, segir að nefndin telji að bregðast þurfi við ákalli skólastjórnenda eftir opinberum, miðlægum viðmiðum um skólasókn og skýra rétt skólastjórnenda til að hafna leyfisbeiðnum foreldra. Tíðar leyfisbeiðnir eru önnur meginorsök þess að börn eru mikið fjarverandi frá skólastarfi. Hin er af allt öðrum toga og segir Svandís nefndina ekki síður hafa áhyggjur af auknum, óútskýrðum fjarvistum nemenda sem í mörgum tilvikum megi rekja til þess að nemandi forðast að sækja skólann vegna andlegra og/eða félagslegra erfiðleika. Lagði fræðslumálanefndin í umfjöllun sinni áherslu á mikilvægi þess að greina verði á milli fjarvista eftir forsendum þeirra í viðveruskráningum skóla. Þurfa skýrara umboð Á fjölsóttu málþingi sem sambandið hélt í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna 20. maí síðastliðinn voru kynntar niðurstöður könnunar Velferðarvaktarinnar á skólasókn og skólaforðun. Í ljós kom að hátt í eitt þúsund íslensk grunnskólabörn glíma við skólaforðun. Þá komu áhyggjur skólastjórnenda skýrt í ljós af minnkandi skólasókn samfara því, að þeim fjarvistum fjölgar stöðugt sem foreldrar fara fram á. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tilkynnti á málþinginu að stýrihópi stjórnarráðsins í málefnum barna hefði verið falið að gera tillögur til úrbóta. Fram kom á málþinginu að þar sem samræmt skráningar- og flokkunarkerfi fyrir fjarvistir í grunnskóla skortir, væri erfiðara en ella að greina skólaforðunarhegðun frá skólaleyfum. Einnig að skólastjórar teldu sig þurfa mun skýrara umboð í leyfismálum. Þá var bent á að nálgast mætti fyrirmyndir að lagalegum úrræðum vegna skólaleyfa og skólaforðunar hjá hinum Norðurlöndunum. Tekið föstum tökum Fram kom á fundi fræðslumálanefndar sambandsins að nokkur fjöldi sveitarfélaga hafi þegar tekið þessi mál föstum tökum, komið sér upp viðmiðum um skólasókn og vinnuferlum sem fela í sér viðbragðsáætlanir taki viðvörunarljós að blikka. „Fræðslustjórnendur sveitarfélaga hafa verið að deila sín á milli upplýsingum um gott vinnulag í þessum efnum. Þar má telja Reykjanesbæ, Ísafjörð, Reykjavík, Árborg, Fljótsdalshérað, Kópavog, Hafnarfjörð og eflaust eru þau enn fleiri sem komin eru af stað,“ segir Svandís. Samræmt skráningarkerfi skortir Frá málþingi um skólasókn og skólaforðun sem haldið var 20. maí sl. (Ljósm. IH).

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.