Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Page 40
„Ég kann vel við mig í sveitarstjórnar-
málum og það á eflaust eftir að verða
erfitt að hætta, hvenær sem það kemur
nú að því,“ segir Bolvíkingurinn Baldur
Smári Einarsson og brosir. Fyrstu árin í
bæjarstjórn voru þó enginn dans á rósum.
„Mér var eiginlega hent út í djúpu laugina
og þurfti mjög fljótlega að glíma við erfið
mál sem sneru að þungri fjárhagsstöðu
bæjarins. Einnig þurfti að ráðast í
sársaukafullar aðgerðir sem bitnuðu
á starfsmönnum bæjarins og auka
álögur á bæjarbúa. Við upplifðum svo
margt jákvætt í kjölfarið á þessari vinnu.
Íbúum fjölgaði, atvinnustigið batnaði og
húsnæðisverð fór hækkandi. Það sem
mér hefur þó fundist skemmtilegast við
að starfa í sveitarstjórn er þegar þú sérð
að íbúarnir eru ánægðir með störfin þín.
Þetta er nefnilega stundum þannig, að
maður heyrir meiri gagnrýni á störfin sín
en verður minna var við hrósið.“
Baldur, sem er formaður bæjarráðs og
einn reyndasti sveitarstjórnarmaður
staðarins, segist knúinn áfram af þörf
til að láta gott af sér leiða fyrir bæinn.
Hann þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar
um þegar tækifærið gafst. „Stuttu eftir
að ég kom heim úr háskólanámi fékk
ég boð um að taka sæti á báðum
framboðslistunum sem buðu fram í
Bolungarvík það árið. Ég valdi að taka
sæti á lista Sjálfstæðismanna og var fyrst
varamaður í bæjarstjórn í 4 ár en hef svo
setið í bæjarstjórn í 13 ár eftir það.“
Samhentur hópur
„Við erum góður og samhentur hópur
og myndum gott lið sem vinnur af
áhuga fyrir bæinn okkar. Þá hefur
einnig verið dýrmætt og lærdómsríkt
að hafa fengið að vinna með þremur
ólíkum bæjarstjórum og fjölmörgum
bæjarfulltrúum, sem hafa haft
mismunandi og oft á tíðum aðra sýn en
ég á málin.“
Stóru málin snúa að sögn Baldurs
að Bolungarvík og framtíðarhorfum
sveitarfélagsins. „Ég vil gera bæinn
minn að eftirsóknarverðu samfélagi að
búa í. Þar er að mörgu að hyggja sem
snýr að atvinnutækifærum, fjölbreytni og
Langþráð stækkun leikskólans að
hefjast
Síðasta orðið
Síðasta orðið birtir stutt viðtöl við
sveitarstjórnarfólk um lífið og tilveruna í
sveitarstjórn.
Baldur Smári Einarsson,
bæjarfulltrúi í Bolungarvík.
gæðum þjónustunnar sem sveitarfélagið
veitir og því hvernig íbúunum líður í
samfélaginu. Bolungarvík er sjávarpláss
sem hefur glímt við samdrátt í atvinnulífi
og langvarandi fólksfækkun, en síðustu
árin hefur þróunin snúist aftur í rétta átt.
Við sjáum fram á tækifæri með nýjum
atvinnugreinum sem geta gefið af sér
bjartari tíma fyrir svæðið og því viljum
við skapa jarðveg eða umhverfi þar
sem samfélagið getur vaxið og dafnað.
Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að
Bolungarvík sé ákjósanlegur staður fyrir
fjölskyldufólk og leggjum mikið upp úr
góðri þjónustu í kringum leikskóla og
grunnskóla.“
Helsta málið kjörtímabilsins er, að
sögn Baldurs, að laxeldi geti hafist
í Ísafjarðardjúpi. „Þetta er stærsta
hagsmunamál sem byggðarlögin við
Ísafjarðardjúp standa frammi fyrir og hér
eru frábærar aðstæður frá náttúrunnar
hendi til að stunda þessa umhverfisvænu
atvinnugrein. Að sama skapi er um
atvinnugrein að ræða sem krefst engra
ríkisstyrkja og gæti fiskeldið orðið stærsta
byggðaaðgerð Íslandssögunnar, án þess
að ríkissjóður þurfi að kosta neinu til.“
Af þeim málum sem snerta helst þjónustu
við íbúana, þá er stækkun leikskólans
stærsta framkvæmdin. „Þetta er langþráð
aðgerð sem við getum nú loks hrundið í
framkvæmd. Þá erum við einnig að hefja
verkefni við að ljósleiðaravæða bæinn og
erum byrjuð í umhverfisátaki sem snýr
að því að gera bæinn okkar fegurri með
auknu viðhaldi fasteigna og almennri
fegrun bæjarlandsins.“