Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 8

Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 8
VIÐSKIPTI „Við höfum ekki stórar áhyggjur af því að það staflist upp einhver bílamassi hér þó að bílaleigurnar setji eitthvað inn á markaðinn,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins (BGS), aðspurður hvort offramboð sé á notuðum bílum hér á landi eða útlit fyrir slíkt. Bílaleigur stíga nú varlega til jarðar eftir miklar offjárfestingar í bifreiðum, eins og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í gær. Þar sagði að útlit væri fyrir að verð á notuðum bílum gæti lækkað þegar bílasölur færu að selja bifreiðarnar en fjöldi þeirra hefur fjórfaldast á síðustu sex árum. Í byrjun septem- ber voru 25.850 bílaleigubílar á skrá. „Einhverjar bílaleigur munu halda að sér höndum og reyna að nýta bílana lengur þannig að þessi floti kemur ekki einn tveir og þrír inn til sölu. Þær hafa líka breytt aðeins verklagi sínu á síðustu árum en áður var það alþekkt að það væru útsölur á haustin á bílaleigubílum en núna dreifist þetta betur yfir allt árið,“ segir Özur. „Á næsta ári verður þetta ekki neitt til að hafa áhyggjur af og það er mat okkar. Ef þessi túristasprengja heldur áfram, og bílaleigurnar halda áfram að kaupa það magn af bílum sem þær hafa gert hingað til, þá á einhverjum tímapunkti sjáum við offramboð.“ BGS eru samtök sem samanstanda af 155 fyrirtækjum eða bílaverk- stæðum, bílasölum og umboðum og öðrum sem bjóða vörur eða þjón- ustu þeim tengdar. Özur bendir á að verð á nýjum bílum hefur lækkað um 16 til 20 prósent það sem af er ári. „Það fer alltaf seinna út á notaða markaðinn en hins vegar er lækk- unin þar að koma fram núna. Ég á erfitt með að spá hvort það muni lækka meira en það er möguleiki að það gerist.“ Guðfinnur S. Halldórsson, eða Guffi, eigandi Bílasölu Guðfinns og bílasali til 49 ára, segist nú í fyrsta sinn þurfa að vísa mögulegum við- skiptavinum frá. „Bílasölur eru í dag meira og minna sneisafullar. Ég held að við séum að fara inn í vetur þar sem verður miklu meira af eldri bílum sem verða afskrif- aðir því hinir koma til með að lækka í verði,“ segir Guffi og segir að verð á notuðum bílum sé enn of hátt. „Þú getur fengið nýjan Hyundai smábíl á 1.880 þúsund og þá kaupir þú ekki notaðan tíu ára gamlan sambærilegan fyrir 700 til 800 þús- und. Það eru til 28 þúsund bílar af 2007 árgerðinni í landinu.“ haraldur@frettabladid.is Áður var það alþekkt að það væru útsölur á haustin á bílaleigu- bílum en núna dreifist þetta betur yfir allt árið. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreina- sambandsins Ég held að við séum að fara inn í vetur þar sem verður miklu meira af eldri bílum sem verða afskrifaðir. Guðfinnur S. Hall- dórsson, bílasali Óttast ekki offramboð á notuðum bifreiðum Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins óttast ekki að bílasölur muni fyllast af notuðum bílaleigubílum á næstu vikum og mánuðum. Bílasali til 49 ára þarf nú í fyrsta sinn að vísa fólki frá og segir að notaðar bifreiðar séu enn of dýrar. Margar bílasölur eru nú yfirfullar af notuðum bílum og sala á nýjum hefur gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓIK VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrradag. Félag í eigu Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins (NSA) keypti rekstur fyrirtækisins úr þrotabúinu. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í síðustu viku að eignir fyrirtækisins hefðu verið kyrrsettar og það sett í gjörgæslu. Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi Azazo og fyrrverandi for- stjóri, lagði fram kyrrsetningar- beiðni um miðjan síðasta mánuð til tryggingar launakröfu sem hún telur sig eiga á félagið. Líkt og áður segir var rekstur fyrirtækisins keyptur úr þrotabúinu af félagi í eigu NSA. Sjóðurinn var stærsti hluthafi hins fallna fyrir- tækis. Fasteignir hafi hins vegar orðið eftir í þrotabúinu. „Azazo er mjög óvenjulegt fyrir- tæki sem býður upp á hugbúnaðar- lausnir sem margar stofnanir og fyrirtæki eru mjög háð. Megintil- gangurinn með ákvörðuninni var að forða þeim hagsmunum sem hefðu getað glatast,“ segir Friðrik Friðriks- son, stjórnarformaður Azazo og full- trúi NSA í stjórninni. Aðilaskipti urðu að rekstrinum í gær og mun ríflega helmingur starfs- fólks fyrirtækisins halda starfi sínu. Kaupverð er trúnaðarmál en Frið- rik segir að það hafi verið sannvirði. Miðað við aðstæður hafi það verið ásættanlegt fyrir báða aðila. „Með fyrirtæki sem þetta þá þarf að bregðast hratt við. Verðmæti hefðu getað glatast á einum degi. Enginn hefði verið í forsvari fyrir félagið nema slitastjórnin sem hefði aldrei rekið félagið sjálf,“ segir Frið- rik. „Aðalatriðið var að koma rekstr- inum í skjól.“ – jóe Azazo tekið til gjaldþrotaskipta Rekstur Azazo var keyptur út úr þrotabúinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð – fáðu meira út úr fríinu Vila Galé Porto Centro BORGARFERÐ Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 84 3 43 PORTO LJUBLJANA VALENCIA Frá kr. 79.695 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 23. nóvember í 3 nætur. Frá kr. 49.995 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 12. október í 3 nætur. Frá kr. 44.995 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 12. október í 4 nætur. Stökktu Stökktu Frá kr. 44.995 m/morgunmat Skelltu þér í LISSABON Frá kr. 59.995 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 16. nóvember í 3 nætur. Stökktu Allt að 39.950 kr. afsláttur á mann á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI SEVILLA Frá kr. 69.395 m/morgunmat Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 9. nóvember í 3 nætur. Melia Lebreros Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.