Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 19

Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 19
Sinnuleysi Alþingis um mikilvæg hagsmunamál landsmanna tekur á sig ýmsar myndir. Ein birtingarmyndin er styttan af Krist- jáni IX Danakonungi þar sem hann stendur framan við stjórnarráðið fýldur á svip með útrétta hönd og stjórnarskrá, „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“ svo enn sé vitnað til orða Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, í nýársávarpi 1949. Betur færi á að þarna stæði stytta af Valtý Guð- mundssyni alþm. sem lagði grunninn undir heimastjórnina 1904 og ýmis önnur helztu framfaramál landsins um sína daga þótt það kæmi í hlut Hannesar Hafstein að verða fyrsti ráðherrann. Annað mark um sinnuleysi Alþingis er framhlið þinghússins sem skartar enn skjaldarmerki og kórónu danska konungsríkisins sem Íslendingar skildu við 1944. Alþingi ber utan á sér skömmina eins og misheppnað húðflúr, þá skömm að hafa von úr viti svikizt undan meira en 70 ára gömlu fyrirheiti um nýja stjórnarskrá. Þegar nýja stjórnar- skráin nær fram að ganga skulum við taka danska skjaldarmerkið niður af þinghúsinu og setja skjaldarmerki Íslands upp í staðinn, eigi síðar en 1. desember 2018 þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins. Við skulum ekki halda upp á aldarafmæli fullveldisins í skugga skammar. Íslenzk stjórnmálamenning Íslandi svipar enn til frumstæðra ríkja í stjórnmálamenningarlegu tilliti. Þingheimur horfðist loksins í augu við þessa óþægilegu staðreynd í september 2010 þegar hann sam- þykkti einum rómi þingsályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur.“ Þessi þingsályktun minnir á Eduardo Duhalde, fv. forseta Argentínu, sem sagði í viðtali við Financial Times 2002: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetning- in er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi hefur svikizt undan eigin ályktun frá 2010 um bætta stjórn- málamenningu eins og það sveikst undan eigin ályktun 2012 um að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna. Í fyrra hrökklaðist ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar frá völdum þar eð nöfn for- manna beggja flokka reyndust vera í Panama-skjölunum. Í síðasta mánuði hrökklaðist ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins frá völdum vegna leynimakks um barnaníðs- mál. Hvergi örlar á iðrun eða eftirsjá hvað þá heldur afsökunarbeiðni af hálfu þeirra sem hrökkluðust frá og gerðu íslenzk stjórnmál að athlægi umheimsins eina ferðina enn. Alþingi er í reyndinni rjúkandi rúst eins og Þór Saari, fv. alþm., lýsir vel í bók sinni Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Birgitta Jónsdóttir alþm. tók í sama streng í kveðjuræðu sinni á Alþingi um daginn. Alþingi hegðar sér á heildina litið eins og regnhlífar- samtök stjórnmálaflokka sem hegða sér aftur eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna eins og Mikael Karlsson, prófessor í heimspeki, hefur lýst. Í þessu ljósi þarf að skoða þing- lokin um daginn eftir að ríkis- stjórnin hrökklaðist frá. Þá komu þingflokkarnir aðrir en Píratar og Samfylkingin sér saman um að ræða aðeins þau mál sem þeir gátu allir Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið Þorvaldur Gylfason Í DAG komið sér saman um að ræða. Sjálf- stæðisflokknum með nýsprungna ríkisstjórn í fanginu var með því móti veitt neitunarvald yfir dagskrá Alþingis. Var flutt vantraust á ráð- herra? – sem sitja áfram í starfsstjórn eins og ekkert hafi í skorizt. Nei. Var nýju stjórnarskránni þokað nær settu marki? Nei. Hafa þingmenn áhyggjur af að heyja enn eina kosningabaráttu skv. kjördæmaskipan sem 67% kjósenda höfnuðu 2012? Ekki verður það séð. Ef tíu framboð berast til Alþingis og fimm þeirra frá tæp 5% atkvæða hvert fyrir sig þá detta tæp 25% atkvæða niður dauð. Hér birtist löskun íslenzks lýðræðis í hnotskurn þegar ólögmætar þingkosningar eru haldnar eina ferðina enn skv. stjórnarskrá hinna framliðnu sem var kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Ný skoðanakönnun MMR sýnir að stuðningur kjósenda við nýju stjórnarskrána er jafnvel enn meiri nú (70%) en hann var 2012 (67%). Gróf mismunun Alþingi hegðar sér eins og drykkju- sjúklingur í afneitun og þarf að fara í meðferð. Batahorfurnar eru skárri en á meðalheimili þar sem heimilis- fólkið er varnarlaust og sjúklingur- inn er sjálfur einráður um fram- haldið. Kjósendur eru heimilisfólkið í dæmi Alþingis og geta haft áhrif að vissu marki. Áhrif þeirra eru þó tak- mörkuð þar eð gildandi kosningalög mismuna kjósendum gróflega og tryggja mörgum frambjóðendum örugg sæti og sumum flokkum sæti í forgjöf. Þar eð gömlu flokkarnir hafa splundrazt einn af öðrum, Sjálf- stæðisflokkurinn í fyrra, Framsókn í ár, munu dauð atkvæði nú væntan- lega dreifast jafnar milli gamalla flokka og nýrra. Það er framför. Eftir stendur þó meingallað kosninga- kerfi sem 67% kjósenda höfnuðu 2012. Sveinn Björnsson forseti vissi hvað hann söng þegar hann sagði 1949: „Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ www.sindri.is I sími 567 6000 Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi Skútuvogi 1, Reykjavík EKKI BARA GÆÐI 25.900 m/vsk Fullt verð 38.435 VINNUVETTLINGAR VETRAR- ÚLPA STUTTERMA- BOLUR PEYSA Vind og vatnsheldur galli með teygju í mitti. Hnépúðavasar HÁSKÓLA- 1.490 m/vsk Fullt verð 2.460 3.900 m/vsk Fullt verð 5.919 VETRAR- BUXUR SMÍÐA- BUXUR ÖRYGGIS- 12.900 m/vsk Fullt verð 16.900 9.900 m/vsk Fullt verð 15.799 14.900 m/vsk Fullt verð 25.799 590 m/vsk Fullt verð 980 KULDAGALLI NOKKRIR LITIR 19.900 m/vsk Fullt verð 31.518 8.995 m/vsk Fullt verð 12.990 FÓÐRAÐIR GALLABUXUR 1.290 m/vsk Fullt verð 1.590 PRJÓNA- HÚFASKÓR Classic regular fit. Há íseta, lausar yfir læri og beinar niður. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.