Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 32

Fréttablaðið - 05.10.2017, Page 32
Elín Albertsdóttir elin@365.is Spunaverksmiðjan hóf starf-semi að Tyrfingsstöðum í júlí í sumar. Strax hefur hún vakið athygli bæði hér á landi sem erlendis. Hulda framleiðir prjóna- garn úr sérvalinni íslenskri ull í sauðalitunum. Þessa dagana er annatími í sveitinni en Hulda ætlar að gefa sér tíma til að vera gestur á prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélags- ins í kvöld en þar hittist prjónafólk yfir handavinnu. Hulda segir að þau hjónin séu með sauðfjárrækt, um 250 kindur, og nýti alla ull af sínu fé til að búa til band. „Við stefnum að því að kaupa einnig ull af nágrannabændum. Okkar ullargarn er heldur mýkra en lopinn sem hefur verið seldur hér á landi. Með því að ráðast í að setja upp verksmiðjuna getum við komið fleiri afurðum af kindinni í verð. Þar fyrir utan hef ég mikinn áhuga á handverki og langar að viðhalda gömlum hefðum. Svo vill maður auðvitað auka virðingu fyrir þessu dásamlegu hráefni sem íslenska ullin er. Hún er alveg einstök,“ segir Hulda. „Ég hef alltaf prjónað talsvert en hef þó ekki mikinn tíma til þess um þessar mundir,“ bætir hún við. „Fyrir fimm árum fór ég að spinna á rokk og fékk mikinn áhuga á því. Stundum lita ég ullina líka. Ég hef selt garnið hér frá heimili mínu og í gegnum Facebook. Síðan erum við að vinna að því að setja upp heima- síðu þar sem garnið verður til sölu,“ útskýrir hún. „Ég ætla að kynna garnið og það sem við erum að gera á prjónakvöldinu og verð með sýnishorn fyrir þá sem hafa áhuga. Reyndar hefur áhuginn á garninu verið mjög mikill um allan heim. Ég hef fengið fyrirspurnir frá Evrópu, Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Japan. Verksmiðjan er ekki stór og við erum nýbyrjuð með þessa starf- semi svo hún er enn í þróun. Áhugi á íslenskri ull er gríðarlega mikill og fólki finnst starfsemin spennandi.“ Hulda segir að það hafi verið dýrt að koma upp vélunum og það sé mikil vinna að halda verksmiðjunni gangandi. Við þurfum að mata allar vélarnar og standa yfir þeim. Maðurinn minn er vélstjóri og aðstoðar mig við að halda vélunum gangandi,“ segir hún. Hulda segir að margir ferðamenn, bæði innlendir og erlendir leggi leið sína á bæinn til að forvitnast um starfsemina. „Þetta er fyrsta svona verksmiðjan á landinu og algjört einsdæmi. Þeim, sem hafa sett svona verksmiðjur upp í öðrum löndum hefur gengið vel og við vonum að sú verði raunin líka hér á landi. Við fengum styrki til að koma verksmiðjunni á laggirnar og erum bjartsýn á framhaldið,“ segir hún en Ístex tekur við allri ull frá bændum og spinnur í Álafossgarnið. „Ef bændur hafa áhuga á að vinna úr eigin ull hafa þeir þurft að senda hana til útlanda og hafa gert það,“ segir Hulda. „Þetta er búið að vera eins og lygasaga frá því ævintýrið byrjaði og hefur gengið mjög hratt og vel. Starfsemin hefur farið fram úr björtustu vonum og ekkert farið úrskeiðis.“ Áhugi á íslenskri ull er mikill Hulda Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi og spunakona, rekur smáspunaverksmiðju að Tyrfingsstöðum ásamt eiginmanni sínum, Tyrfingi Sveinssyni. Verksmiðjan ber hið skemmtilega nafn Uppspuni. Hulda er sauðfjárbóndi. Hún leggur mikla áherslu á mjúka og góða ull. Verksmiðjan hefur gengið vel og prjónaáhugamenn og -konur hafa sýnt þessu nýja garni athygli. Fyrstu afurðirnar heita Hulduband og Dvergaband. NAME IT Kringlunni og Smáralind Við fögnum afmæli! Bjóðum afmælislínu á frábæru verði. Glaðningur og uppákomur fyrir börnin um helgina. Hlökkum til að sjá þig! Minnum einnig á Kauphlaup í Smáralind og Kringlukast í Kringlunni um helgina. Góð tilboð! 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.