Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 33
Treflar fara aldrei úr tísku og setja flottan svip á heildarútlitið. Þegar Playboy-kóngurinn Hugh Hefner er horfinn til feðra sinna er gott að rifja upp hvernig Playboy- kanínan varð til. Playboy-kanína er gengilbeina á Playboy-klúbbi. Eftir hæfnispróf voru fyrstu Playboy-kanínurnar frumsýndar við opnun Playboy- klúbbsins í Chicago árið 1960. Kanínubúningurinn var hannaður af Zeldu Wynn Valdes og Hugh Hefner með hliðsjón af heilla- kanínu Playboy-veldisins sem er íklædd smóking. Hann saman- stendur af hlýralausu korseletti, kanínueyrum, svörtum sokka- buxum, hvítum kraga, þverslaufu, manséttu og loðnum dindli. Hefner sagði sjálfur að innblást- urinn að kanínu Playboy-veldisins kæmi frá veitingamanninum Bernard „Bunny“ Fitzsimmons sem rak veitingastaðinn Bunny’s Tavern með léttklæddum gengil- beinum þar sem Hefner var tíður gestur á námsárum sínum við Ill- inois-háskóla í Urbana. Playboy kanínan lifir Þurrkur í húð gerir iðulega vart við sig þegar kólnar í veðri. Rútínan sem gagnaðist vel við húðum- hirðuna í sumar gerir ekki lengur saman gagn.  Ekki hækka um of í ofnunum. Loftið inni verður þurrt og þurrkar húðina.  Gott er að setja upp rakatæki eða fylla krukku af vatni og stilla upp við ofninn.  Ekki hanga lengi í brennheitri sturtunni þótt það sé freistandi á köldum morgnum. Heita vatnið þurrkar húðina. Notið milda sápu án ilmefna.  Eftir sturtuna er ráð að þurrka húðina ekki með kröftugum strokum og grófu handklæði heldur strjúka mjúklega og bera rakagefandi húðkrem á líkam- ann meðan húðin er enn rök.  Berið rakagefandi handáburð á hendurnar eftir hvern þvott.  Húðin á fótunum þornar oft meira á veturna og því gæti þurft að skipta yfir í þykkara krem á fæturna þegar haustar.  Ef húðin er mjög þurr í and- liti mætti hafa lengra á milli skrúbbmaskameðferða. Smyrja húðina  Treflar eru málið í vetur. Ef það er eitthvað sem fer aldrei úr tísku og nýtist sérlega vel þegar kólnar í veðri, þá er það hlýr og góður trefill. Fallegur trefill getur sett mikinn svip á heildar- útlitið, hvort sem hann er litríkur, í mildum litum, með áberandi mynstri eða látlausu prenti. Þótt tískan taki almennt breytingum frá ári til árs eru ekki miklar sveiflur í treflatískunni þennan veturinn nema hvað varðar liti. Í vetur verða rauðir treflar áberandi, enda er rautt tískuliturinn í ár. Treflarn- ir koma bæði einlitir eða með mjög stóru mynstri. Extra stórir treflar koma sterkir inn en þeir hafa líka þann kost að hægt er að slá þeim um sig og nota sem sjal innandyra. Töff treflar í vetur www.lyfogheilsa.is kringlunni Við kynnum til leiks tvo nýja farða úr Lingeri De Peau línunni, Aqua Nude og Cushion Farðarnir eru léttir og rakagefandi. 20% afsláttur af öllum vörum frá Guerlain. Guerlain sérfræðingur verður á staðnum og aðstoðar þig við að nna hinn fullkomna farða fyrir þig. Guerlain kynning í Lyfjum & heilsu, Kringlunni 5. – 8. október www.lyfogheilsa.is kringlunni www.lyfogheilsa.is kringlunni FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.