Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 56

Fréttablaðið - 05.10.2017, Síða 56
SMALT Einmitt það sem við öll höfum beðið eftir – saltstaukur með Blue- tooth. Reyndar er SMALT markaðs- sett sem „centerpiece“ eða stofustáss enda spilar tækið tónlist og kemur fólki í gírinn með stemmingslýs- ingu. En aðalvirknin er að útdeila salti á „gagnvirkan máta“ – hvað sem það nú þýðir. IOT GANGRÁÐUR Í ágúst innkallaði Matvæla- og lyfja- eftirlit Bandaríkjanna inn um hálfa milljón hjartagangráða vegna galla í þeim sem gaf tölvuþrjótum greiðan aðgang að þeim. Þetta hefði getað haft í för með sér fjölda dauðsfalla þar sem hakkararnir hefðu getað fiktað við hjartslátt fólks. Hið svo kallaða „Internet of Things“ (IoT) eða sú lenska að troða nettengingu í öll möguleg og ómöguleg tæki hefur sínar dökku hliðar. Í sumar tókst hópi hakkara að brjótast inn í tölvu- kerfi spilavítis í Bandaríkjunum þar sem þeir notuðu nettengt fiskabúr til að finna glufu inn. SNJALLBURSTI Hair Coach hárburstinn dansar á brúninni – hárbursti með skynjur- um og appi sem mælir heilsu hárs- ins og lætur þig vita hvernig skuli sjá um makkann. Kannski er hér um að ræða algjöra snilld – en eins og er oft með svona tækjabúnað kemur ekki fram á vefsíðunni hversu mikið burstinn muni kosta en hann fer í sölu núna í haust. Það er ákveðið varúðarmerki. REGNHLÍFARDRÓNI Einfalt mál – dróni sem er í raun fljúgandi regnhlíf sem fylgir þér eftir hvert sem þú ferð og veitir þér þægilegt skjól fyrir rigningunni. Frá- bært! Hins vegar er kannski spurn- ing með 1.600 punda verðmiðann, það er ekkert víst að mörgum finnist réttlætanlegt að eyða 230 þúsund krónum í regnhlíf, sama hversu fín hún er. Og það leiðir okkur að næsta hlut. LEVI’S SMART-JAKKI Levi’s hefur loksins markaðssett jakka saumaðan úr svokölluðu snjallefni og með jakkanum er hægt að stjórna símanum sínum með erminni einni saman. Það er óneitanlega mjög svalt – en á sama tíma má alveg spyrja sig hvort 350 dollarar sé ekki dálítið hátt verð fyrir jakka sem þú getur notað til að skipta um lög. Auk þess má aðeins þvo hann tíu sinnum. NO PHONE ZERO Eins og nafnið bendir til er No Phone Zero ekki sími. Um er að ræða plasthlut sem er í grófum dráttum í laginu eins og snjallsími. Frekar sniðugt bara. RYKSUGUSKÓR Á síðustu CES ráðstefnu sýndi fyrir- tækið Denso ryksuguskó sem það er að þróa. Þetta er mjög einfalt – á meðan þú gengur um sjúga skórnir upp drulluna og rykið sem þú stígur á. Ekkert flókið við það og við á Líf- inu bíðum gríðarlega spennt eftir að geta keypt par enda verður ekki þverfótað fyrir ryki hérna. stefanthor@frettabladid.is Framtíðin er vonbrigðin ein Svifbretti, flugbílar og vélmennaþjónar á hverju heimili. Þetta var það sem við vildum að framtíðin væri. Framtíðin er núna og það eina sem við fáum er rándýr djúsvél sem gerir ekki neitt og ísskápur þar sem þú kemst á Facebook. Hér koma svo nokkur önnur dæmi: Svona einhvern veginn lítur hún út, framtíðin sem við vildum. Fiskunum gefið með annarri, fiskabúrið hakkað með hinni. Þetta fyrirbæri hefur dugað ágæt- lega hingað til. Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hringhurðir, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Allur borðbúnaður fyrir veitingahús gsimport.is 892 6975 ÁSKRIFTIN FYLGIR ÞÉR Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær sem er – því áskriftin fylgir þér 365ASKRIFT.is 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.