Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Qupperneq 9
FORMÁLI
Vorið 1970 gekkst ég inn á að gerast ritstjóri fyrirhugaðra ár-
bóka NSS, eða að minnsta kosti að sjá um fyrstu bækurnar og
koma þessu verki af stað.
Ég hefði þá betur munað orð Davíðs á Arnbjargarlæk, er vini
hans svelgdist á innihaldi réttapelans: „Þú verður að muna það,
vinur, að kjafturinn er víðari en kokið“.
Árbók NSS hefur sem sagt vaxið okkur yfír höfuð. Ætla mætti,
að auðveldlega gengi að fá samhenta nemendur Samvinnuskólans,
fáeina árganga í senn, til að gera grein fyrir sér og sínum högum,
ásamt því að lána af sér mynd til birtingar, en þar hefur róðurinn
einmitt orðið þyngstur.
Ekki ætla ég þó að berja lóminn. Að því ég bezt veit, hafa allir
sem áttu, komið til skila í þessa bók, enda nærri tvö ár frá því
verkið hófst, er það fer nú endanlega í prentsmiðju. Hitt er sýnt,
að breyta verður vinnutilhögun við undirbúning þeirra árbóka,
sem enn eru ógerðar, og er það von mín og trú, að það megi tak-
ast og verkið komast í heila höfn. Hins má ekki dyljast, að þar
verður að koma til meiri vinna félaganna í NSS, þeirra, sem tíma
hafa aflögu.
Upprunalega var ætlunin að hafa meira efni í þessari bók.
Ýmsir agnúar urðu þó á því, meðal annars sá, að prentsmiðja sú,
sem tók að sér vinnslu bókarinnar samkvæmt tilboði, lagði upp
laupana áður en verkið var að fullu unnið, og breyttist fjárhags-
grundvöllur þess að sjálfsögðu við það áfall.
Einnig er vert að minnast þess, að upphaf alls er erfiðast. Nú
þegar eru fram komnir gallar, sem verður að lagfæra á sjálfu
bókarforminu, þegar í næstu bók. Á ég þar við frágang efnisins,
en ekki stærð bókarinnar sjálfrar. Ennfremur má ganga að því
vísu, að einhverjar villur hafi slæðzt með í bókina, þrátt fyrir góð-
5